Ekkert pláss fyrir einelti í þessum heimi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 19. júní 2018 10:15 Hin 14 ára Millie Bobby Brown hætti sjálf á Twitter vegna neteineltis. Skjáskot/MTV Leikkonan Millie Bobbie Brown hlaut verðlaun á MTV Movie & TV Awards hátíðinni í gær, fyrir besta leik í sjónvarpsþætti. Túlkun hennar á Eleven í Stranger Things hefur opnað margar dyr fyrir þessa ungu og hæfileikaríku leikkonu en hún hefur einnig upplifað neikvæðar hliðar þess að vera fræg. Í ræðu sinni í gær talaði Brown meðal annars um einelti, en eins og við sögðum frá á dögunum þurfti hún að hætta á Twitter vegna neteineltis. Brown var ekki viðstödd á hátíðinni þar sem hún er heima að læknisráði að jafna sig eftir meiðsli. Þakkarræða hennar var því spiluð á stórum skjá. Í ræðu sinni þakkaði hún Netflix, framleiðendum, leikurum og öðru starfsfólki í kringum Stranger Things þættina. Hún þakkaði líka aðdáendum sínum sérstaklega fyrir stuðninginn. „Það er ekkert leyndarmál að það að landa hlutverki Eleven í Stranger Things hefur breytt lífi mínu á ótrúlegan hátt. Það hefur gefið mér tækifæri til þess að vinna með stórkostlegu fólki.“ Hún nýtti líka tækifærið og beindi orðum sínum að ungum áhorfendum en sjálf er hún aðeins 14 ára gömul. „Ég veit að það er mikið af ungu fólki að horfa, og þeir fullorðnu líka sem þurfa sennilega á áminningunni að halda, að mér var kennt að ef þú hefur ekkert gott að segja, segðu það þá ekki.“ Brown sagði að í þessum heimi ætti ekki að vera neitt pláss fyrir einelti. „Ég ætla ekki að leyfa það og það ætti enginn ykkar að gera. Ef þú þarft áminningu um það hvers mikils virði þú ert eða til þess að rísa ofar hatrinu, sendu mér skilaboð á Instagram.“ Brown neyddist til þess að eyða sínum eigin Twitter-reikningi vegna þess að einhverjir netverjar tóku hana fyrir og lögðu hana í einelti. Nettröll bjuggu til myllumerkið „Tökum niður Millie Bobby Brown“ eða #TakeDownMillieBobbyBrown á síðasta ári með þessum afleiðingum. Umfjöllun okkar um alla vinningshafa kvöldsins má finna hér. Tengdar fréttir Millie Bobby Brown hættir á Twitter vegna neteineltis Millie Bobby Brown hefur orðið fyrir barðinu á neteinelti og ákvað að hætta á Twitter í kjölfarið. 15. júní 2018 10:25 Stranger Things og Black Panther sigursæl á MTV verðlaununum MTV verðlaunaði í gær það besta í sjónvarpi og kvikmyndum. 19. júní 2018 09:00 14 ára meðal 100 áhrifamestu einstaklinga heims Millie Bobby Brown lék í Netflix seríunum Stranger Things. 19. apríl 2018 22:04 Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Lífið Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Fleiri fréttir Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Sjá meira
Leikkonan Millie Bobbie Brown hlaut verðlaun á MTV Movie & TV Awards hátíðinni í gær, fyrir besta leik í sjónvarpsþætti. Túlkun hennar á Eleven í Stranger Things hefur opnað margar dyr fyrir þessa ungu og hæfileikaríku leikkonu en hún hefur einnig upplifað neikvæðar hliðar þess að vera fræg. Í ræðu sinni í gær talaði Brown meðal annars um einelti, en eins og við sögðum frá á dögunum þurfti hún að hætta á Twitter vegna neteineltis. Brown var ekki viðstödd á hátíðinni þar sem hún er heima að læknisráði að jafna sig eftir meiðsli. Þakkarræða hennar var því spiluð á stórum skjá. Í ræðu sinni þakkaði hún Netflix, framleiðendum, leikurum og öðru starfsfólki í kringum Stranger Things þættina. Hún þakkaði líka aðdáendum sínum sérstaklega fyrir stuðninginn. „Það er ekkert leyndarmál að það að landa hlutverki Eleven í Stranger Things hefur breytt lífi mínu á ótrúlegan hátt. Það hefur gefið mér tækifæri til þess að vinna með stórkostlegu fólki.“ Hún nýtti líka tækifærið og beindi orðum sínum að ungum áhorfendum en sjálf er hún aðeins 14 ára gömul. „Ég veit að það er mikið af ungu fólki að horfa, og þeir fullorðnu líka sem þurfa sennilega á áminningunni að halda, að mér var kennt að ef þú hefur ekkert gott að segja, segðu það þá ekki.“ Brown sagði að í þessum heimi ætti ekki að vera neitt pláss fyrir einelti. „Ég ætla ekki að leyfa það og það ætti enginn ykkar að gera. Ef þú þarft áminningu um það hvers mikils virði þú ert eða til þess að rísa ofar hatrinu, sendu mér skilaboð á Instagram.“ Brown neyddist til þess að eyða sínum eigin Twitter-reikningi vegna þess að einhverjir netverjar tóku hana fyrir og lögðu hana í einelti. Nettröll bjuggu til myllumerkið „Tökum niður Millie Bobby Brown“ eða #TakeDownMillieBobbyBrown á síðasta ári með þessum afleiðingum. Umfjöllun okkar um alla vinningshafa kvöldsins má finna hér.
Tengdar fréttir Millie Bobby Brown hættir á Twitter vegna neteineltis Millie Bobby Brown hefur orðið fyrir barðinu á neteinelti og ákvað að hætta á Twitter í kjölfarið. 15. júní 2018 10:25 Stranger Things og Black Panther sigursæl á MTV verðlaununum MTV verðlaunaði í gær það besta í sjónvarpi og kvikmyndum. 19. júní 2018 09:00 14 ára meðal 100 áhrifamestu einstaklinga heims Millie Bobby Brown lék í Netflix seríunum Stranger Things. 19. apríl 2018 22:04 Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Lífið Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Fleiri fréttir Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Sjá meira
Millie Bobby Brown hættir á Twitter vegna neteineltis Millie Bobby Brown hefur orðið fyrir barðinu á neteinelti og ákvað að hætta á Twitter í kjölfarið. 15. júní 2018 10:25
Stranger Things og Black Panther sigursæl á MTV verðlaununum MTV verðlaunaði í gær það besta í sjónvarpi og kvikmyndum. 19. júní 2018 09:00
14 ára meðal 100 áhrifamestu einstaklinga heims Millie Bobby Brown lék í Netflix seríunum Stranger Things. 19. apríl 2018 22:04