Lífið

14 ára meðal 100 áhrifamestu einstaklinga heims

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Millie Bobby Brown er rísandi stjarna.
Millie Bobby Brown er rísandi stjarna. Vísir/AFP

14 ára gamla leikkonan Millie Bobby Brown komst á lista Time tímaritsins yfir áhrifamestu einstaklingana í heiminum fyrir árið 2018. Hún er yngsti einstaklingurinn til þess að komast á þennan lista Time. Aðrir sem komust á listann eru Harry Bretaprins, Meghan Markle og rapparinn Cardi B. 

Brown skaust hratt upp á stjörnuhimininn eftir að hún lék í Netflix seríunni Stranger things og er hún nú farin að skoða sig um í Hollywood, í leit að nýjum hlutverkum. Hún var aðeins 12 ára þegar hún lék í fyrstu seríu þáttanna.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.