Tólf tíma tónleikamaraþon á KEX 9. júlí 2012 17:00 Ghostigital er meðal sveita sem spila á klukkutíma fresti til styrktar útvarpsstöðinni KEXP í Seattle. Fréttablaðið/Valli „Þetta er til stuðnings útvarpsstöðinni KEXP í Seattle," segir Baldvin Esra Einarsson, viðburðastjóri Kex Hostels, sem skipuleggur tólf tíma útitónleika á gistiheimilinu KEX laugardaginn 14. júlí fyrir fyrrnefnda útvarpsstöð en hún reiðir sig á framlög hlustenda í rekstri sínum. Útvarpsstöðin KEXP hefur heimsótt landann síðustu þrjár Iceland Airwaves-tónlistarhátíðir og endurtekur leikinn í ár. „Þeir verða með beinar útsendingar frá tónleikunum okkar í ár og svo taka þeir upp fullt af myndböndum. Þeir gerðu það sama í fyrra og það vakti mikla lukku. Myndbandið með GusGus, sem var opnunaratriðið, hefur núna fengið um milljón áhorf," segir Baldvin en tónleikar GusGus voru klukkan eitt að hádegi sem þýðir að stuðtónarnir hafi hljómað í eyrum Seattle-búa klukkan sex að morgni. „Vinsældir Of Monsters and Men í Bandaríkjunum má rekja til myndbands sem KEXP tók upp á stofutónleikum árið 2010," bætir hann við en útvarpsstöðin er í virtri stöðu hvað varðar kynningu á nýrri tónlist. „Það verða vinsælar hljómsveitir sem og skrítnari bönd," nefnir hann og telur upp Ghostigital, Sóleyju, Hjálma, Sudden Weather Change, Tilbury, Snorra Helgason og HumanWoman. Röð bandanna verður ekki tilkynnt fyrr en samdægurs og enn eiga tónlistarmenn eftir að bætast við. Tónleikamaraþonið stendur frá tólf að hádegi til miðnættis og verður aðgangur ókeypis en frjáls framlög þegin. - hþt Tónlist Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Þetta er til stuðnings útvarpsstöðinni KEXP í Seattle," segir Baldvin Esra Einarsson, viðburðastjóri Kex Hostels, sem skipuleggur tólf tíma útitónleika á gistiheimilinu KEX laugardaginn 14. júlí fyrir fyrrnefnda útvarpsstöð en hún reiðir sig á framlög hlustenda í rekstri sínum. Útvarpsstöðin KEXP hefur heimsótt landann síðustu þrjár Iceland Airwaves-tónlistarhátíðir og endurtekur leikinn í ár. „Þeir verða með beinar útsendingar frá tónleikunum okkar í ár og svo taka þeir upp fullt af myndböndum. Þeir gerðu það sama í fyrra og það vakti mikla lukku. Myndbandið með GusGus, sem var opnunaratriðið, hefur núna fengið um milljón áhorf," segir Baldvin en tónleikar GusGus voru klukkan eitt að hádegi sem þýðir að stuðtónarnir hafi hljómað í eyrum Seattle-búa klukkan sex að morgni. „Vinsældir Of Monsters and Men í Bandaríkjunum má rekja til myndbands sem KEXP tók upp á stofutónleikum árið 2010," bætir hann við en útvarpsstöðin er í virtri stöðu hvað varðar kynningu á nýrri tónlist. „Það verða vinsælar hljómsveitir sem og skrítnari bönd," nefnir hann og telur upp Ghostigital, Sóleyju, Hjálma, Sudden Weather Change, Tilbury, Snorra Helgason og HumanWoman. Röð bandanna verður ekki tilkynnt fyrr en samdægurs og enn eiga tónlistarmenn eftir að bætast við. Tónleikamaraþonið stendur frá tólf að hádegi til miðnættis og verður aðgangur ókeypis en frjáls framlög þegin. - hþt
Tónlist Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“