Fjöldi umsagna berst vegna þingsályktunar Gunnars Braga Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 29. mars 2014 07:00 Fjölmenni hefur lagt leið sína á Austurvöll síðustu vikur til að krefjast þess að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna við ESB. Rúmlega 50 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun um sama efni á vefnum. Margir vilja líka koma skoðunum sínum milliliðalaust til utanríkismálanefndar Alþingis. Fréttablaðið/Valli Á þriðja tug athugasemda og umsagna hafa borist utanríkismálanefnd Alþingis vegna umdeildrar þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um að draga umsókn Íslands að ESB til baka. Það eru þekktir sem óþekktir einstaklingar, félagasamtök og hagsmunaaðilar sem senda inn athugasemdir, ályktanir og umsagnir og þar kennir ýmissa grasa. Flestir árétta loforð sem stjórnvöld voru búin að gefa í aðdraganda kosninganna um að almenningur fengi að gefa svör við því hvort ganga ætti í sambandið, eins og Sverrir Bjarnason sem segir að með vísun til loforða forystumanna núverandi meirihluta á Alþingi um aðkomu þjóðarinnar að umræddu máli, sé þess hér með krafist að staðið verði við þau orð og þingsályktunartillagan dregin til baka.Gunnar Bragi SveinssonAðrir sem vilja halda viðræðum áfram telja upp kosti þess að ganga í Evrópusambandið. Einn þeirra er Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi formaður Félags rafiðnaðarmanna. Hann minnir á að skýrslur fjármálastofnana sýni að tilvist krónunnar kalli á 3 til 4 prósent hærri vexti hér á landi en ella. Með aðild að myntbandalagi ESB sé gert ráð fyrir að vextir á íbúðalánum lækki auk þess sem talið sé að matarverð myndi lækka um fjórðung. „Ég hef verið mikið á Spáni og á góða vini þar. Ég hef séð greiðsluseðlana þeirra af fasteignalánum þar sem höfuðstóll lánanna lækkar um hver mánaðamót og greiðsluáætlun sem skrifað var undir fyrir 20 árum stenst upp á sent. Ég sé verðlag standa í stað þannig að þó það sé kreppa þá getur fólk áfram keypt sér mat og nauðsynjavörur án þess að fara á hausinn,“ segir Eyjamaðurinn Sigurður Guðmundsson. Stór sveitarfélög á borð við Kópavog hafa sent inn umsagnir og vilja þjóðaratkvæði. Á Akureyri klofnaði bæjarstjórnin í þrennt en meirihlutinn vill að þjóðin fái að segja sitt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sama vill meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur. Fæstir þeirra sem hafa sent inn umsagnir eru hlynntir tillögu Gunnars Braga. Þó eru dæmi um slíkar umsagnir. Má þar nefna umsögn frá Samtökum mjólkur- og kjötvinnslufyrirtækja sem hvetja til að tillaga Gunnars Braga verði samþykkt óbreytt. Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira
Á þriðja tug athugasemda og umsagna hafa borist utanríkismálanefnd Alþingis vegna umdeildrar þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um að draga umsókn Íslands að ESB til baka. Það eru þekktir sem óþekktir einstaklingar, félagasamtök og hagsmunaaðilar sem senda inn athugasemdir, ályktanir og umsagnir og þar kennir ýmissa grasa. Flestir árétta loforð sem stjórnvöld voru búin að gefa í aðdraganda kosninganna um að almenningur fengi að gefa svör við því hvort ganga ætti í sambandið, eins og Sverrir Bjarnason sem segir að með vísun til loforða forystumanna núverandi meirihluta á Alþingi um aðkomu þjóðarinnar að umræddu máli, sé þess hér með krafist að staðið verði við þau orð og þingsályktunartillagan dregin til baka.Gunnar Bragi SveinssonAðrir sem vilja halda viðræðum áfram telja upp kosti þess að ganga í Evrópusambandið. Einn þeirra er Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi formaður Félags rafiðnaðarmanna. Hann minnir á að skýrslur fjármálastofnana sýni að tilvist krónunnar kalli á 3 til 4 prósent hærri vexti hér á landi en ella. Með aðild að myntbandalagi ESB sé gert ráð fyrir að vextir á íbúðalánum lækki auk þess sem talið sé að matarverð myndi lækka um fjórðung. „Ég hef verið mikið á Spáni og á góða vini þar. Ég hef séð greiðsluseðlana þeirra af fasteignalánum þar sem höfuðstóll lánanna lækkar um hver mánaðamót og greiðsluáætlun sem skrifað var undir fyrir 20 árum stenst upp á sent. Ég sé verðlag standa í stað þannig að þó það sé kreppa þá getur fólk áfram keypt sér mat og nauðsynjavörur án þess að fara á hausinn,“ segir Eyjamaðurinn Sigurður Guðmundsson. Stór sveitarfélög á borð við Kópavog hafa sent inn umsagnir og vilja þjóðaratkvæði. Á Akureyri klofnaði bæjarstjórnin í þrennt en meirihlutinn vill að þjóðin fái að segja sitt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sama vill meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur. Fæstir þeirra sem hafa sent inn umsagnir eru hlynntir tillögu Gunnars Braga. Þó eru dæmi um slíkar umsagnir. Má þar nefna umsögn frá Samtökum mjólkur- og kjötvinnslufyrirtækja sem hvetja til að tillaga Gunnars Braga verði samþykkt óbreytt.
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira