Víðfeðmasta sveitarfélag landsins í burðarliðnum Heimir Már Pétursson skrifar 27. apríl 2020 12:36 Vík í Mýrdal yrði einn af fimm þéttbýliskjörnum í hinu nýja sveitarfélagi Suðurland. Stöð 2/Jóhann K. Fimm sveitarfélög á Suðurlandi vinna að því að greina kosti og galla þess að þau sameinist í eitt sveitarfélag undir verkefnisheitinu sveitarfélagið Suðurland. Samþykki íbúar sameininguna verður til víðfemasta sveitarfélag landsins sem myndi ná yfir sextán prósent af flatarmáli landsins. Sveitarfélögin sem um ræðir eru Skaftárhreppur, Rangárþing ytra, Ásahreppur, Rangárþing eystra og Mýrdalshreppur. Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri Rangárþings eystra og formaður verkefnishóps sveitarfélaganna vegna málsins segir mögulegar sameiningar á svæðinu hafa verið ræddar óformlega í mörg ár. Í desember hafi Mýrdalshreppur riðið á vaðið og sent hinum sveitarfélögunum fjórum erindi um að skoða sameiningu þeirra formlega. Anton Kári Halldórsson verkefnisstjóri sveitarfélaganna fimm segir augljóst að öll stjórnsýsla verði skilvirkari og faglegri sameini sveitarfélögin krafta sína.Mynd/Anton Kári „Að skoða sem sagt kosti og galla á þessari sameiningu þannig að við hefðum eitthvað kjöt á beinunum til að bera undir íbúana okkar," segir Anton Kári. Kórónufaraldurinn hafi sett strik í reikninginn og seinkað ferlinu aðeins en nú sé miðað við að atkvæðagreiðsla geti farið fram um það í nóvember hvort sveitarfélögin eigi að fara í lögformlegar viðræður sem myndu síðan enda í atkvæðagreiðslu um sameininguna sjálfa einhvern tíma árið 2021. Framundan sé greiningarvinna til að meta kosti og galla. „Augljósu kostirnir eru náttúrlega stórt og öflug sveitarfélag með mikinn slagkraft. Stærstu kostirnir eru kannski einföldun í stjórnsýslu, öflugri stjórnsýslueiningar með meiri fagþekkingu inn á öll sviðin. Starf sveitarstjórnarfulltrúa yrði meira starf en það er í dag og eins nefndarstörf og allt þannig," segir Anton Kári. Gott dæmi sé frá Austurlandi þar sem sveitarstjórnarfólki og nefndarfólki fækkaði úr um 150 í um 50 með sameiningu þar. Ef að verður myndu rúmlega fimm þúsund og tvö hundruð manns búa í hinu nýja sveitarfélagi en það yrði jafnframt mjög víðfemt þar sem allt að 180 kílómetrar yrðu á milli þéttbýliskjarna. Frá Þjórsá í vestri eru um 220 kílómetrar að Lómagnúpi í austri. Í meðfylgjandi töflu má sjá vegalengdir milli byggðakjarna Sveitarfélagsins Suðurlands. Anton Kári segir fjarlægðirnar vissulega erfiðar. Núna sé fólk hins vegar að fá eldskírn og fleyta fram um tugi ára í rafrænni stjórnsýslu og fjarfundahaldi. „Okkur er hent í djúpu laugina og vonandi náum við að taka það með okkur. Það er náttúrlega enginn að fara út í þetta til að draga úr þjónustu við íbúa. Það er ekki boðlegt. Þetta verður alltaf að verða öflugri heild," segir Anton Kári. Hvort sem yrði farin svipuð leið og Austfirðingar með heimastjórnir á hverjum stað með ákveðin völd eða einhver önnur leið. Það eigi eftir að skoða þær útfærslur en markmiðið sé að þjónustu- og starfsstöðvar verði á hverjum þéttbýlisstað í hverju sveitarfélagi. Á landsvæði hins nýja og mjög víðfema sveitarfélags eru margir helstu ferðamannastaðir landsins og náttúruperlur. Sameiningin myndi einfalda alla þróun og sklipulag á þeim. „Það eru mikil samlegðaráhrif í því. Þótt þessi sveitarfélög séu misjöfn að stærð þá eru þau öll að fást mið það sama. Við erum með sömu innviði og það eru sömu atvinnuhættir. Þannig að sameining myndi einfalda málin og gera okkur mun sterkari og eins og staðan er í dag erum við að vina saman á mörgum sviðum í byggðasamlögum og svo framvegis," segir Anton Komi til þess að íbúar sveitarfélaganna samþykki sameiningu í atkvæðagreiðslu verður til landstærsta sveitarfélag landsins sem nær yfir rúm 16% flatarmáls Íslands. Í meðfylgjandi töflu má sjá íbúafjölda hvers sveitarfélags og landfræðilega stærð. Sveitarfélagið Suðurland yrði stærsta skipulagsumdæmi landsins þar sem er að finna þjóðgarð, jarðvang, helstu náttúruperlur og fjölförnustu ferðamannastaði. Á svæðinu búa rúmlega 5.200 íbúar með fjórum byggðakjörnum og umfangsmiklu dreifbýli. Frá Þjórsá í vestri eru um 220 kílómetrar að Lómagnúpi í austri. Í meðfylgjandi töflu má sjá vegalengdir milli byggðakjarna Sveitarfélagsins Suðurlands. Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Þjóðgarðar Skaftárhreppur Rangárþing ytra Rangárþing eystra Ásahreppur Mýrdalshreppur Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
Fimm sveitarfélög á Suðurlandi vinna að því að greina kosti og galla þess að þau sameinist í eitt sveitarfélag undir verkefnisheitinu sveitarfélagið Suðurland. Samþykki íbúar sameininguna verður til víðfemasta sveitarfélag landsins sem myndi ná yfir sextán prósent af flatarmáli landsins. Sveitarfélögin sem um ræðir eru Skaftárhreppur, Rangárþing ytra, Ásahreppur, Rangárþing eystra og Mýrdalshreppur. Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri Rangárþings eystra og formaður verkefnishóps sveitarfélaganna vegna málsins segir mögulegar sameiningar á svæðinu hafa verið ræddar óformlega í mörg ár. Í desember hafi Mýrdalshreppur riðið á vaðið og sent hinum sveitarfélögunum fjórum erindi um að skoða sameiningu þeirra formlega. Anton Kári Halldórsson verkefnisstjóri sveitarfélaganna fimm segir augljóst að öll stjórnsýsla verði skilvirkari og faglegri sameini sveitarfélögin krafta sína.Mynd/Anton Kári „Að skoða sem sagt kosti og galla á þessari sameiningu þannig að við hefðum eitthvað kjöt á beinunum til að bera undir íbúana okkar," segir Anton Kári. Kórónufaraldurinn hafi sett strik í reikninginn og seinkað ferlinu aðeins en nú sé miðað við að atkvæðagreiðsla geti farið fram um það í nóvember hvort sveitarfélögin eigi að fara í lögformlegar viðræður sem myndu síðan enda í atkvæðagreiðslu um sameininguna sjálfa einhvern tíma árið 2021. Framundan sé greiningarvinna til að meta kosti og galla. „Augljósu kostirnir eru náttúrlega stórt og öflug sveitarfélag með mikinn slagkraft. Stærstu kostirnir eru kannski einföldun í stjórnsýslu, öflugri stjórnsýslueiningar með meiri fagþekkingu inn á öll sviðin. Starf sveitarstjórnarfulltrúa yrði meira starf en það er í dag og eins nefndarstörf og allt þannig," segir Anton Kári. Gott dæmi sé frá Austurlandi þar sem sveitarstjórnarfólki og nefndarfólki fækkaði úr um 150 í um 50 með sameiningu þar. Ef að verður myndu rúmlega fimm þúsund og tvö hundruð manns búa í hinu nýja sveitarfélagi en það yrði jafnframt mjög víðfemt þar sem allt að 180 kílómetrar yrðu á milli þéttbýliskjarna. Frá Þjórsá í vestri eru um 220 kílómetrar að Lómagnúpi í austri. Í meðfylgjandi töflu má sjá vegalengdir milli byggðakjarna Sveitarfélagsins Suðurlands. Anton Kári segir fjarlægðirnar vissulega erfiðar. Núna sé fólk hins vegar að fá eldskírn og fleyta fram um tugi ára í rafrænni stjórnsýslu og fjarfundahaldi. „Okkur er hent í djúpu laugina og vonandi náum við að taka það með okkur. Það er náttúrlega enginn að fara út í þetta til að draga úr þjónustu við íbúa. Það er ekki boðlegt. Þetta verður alltaf að verða öflugri heild," segir Anton Kári. Hvort sem yrði farin svipuð leið og Austfirðingar með heimastjórnir á hverjum stað með ákveðin völd eða einhver önnur leið. Það eigi eftir að skoða þær útfærslur en markmiðið sé að þjónustu- og starfsstöðvar verði á hverjum þéttbýlisstað í hverju sveitarfélagi. Á landsvæði hins nýja og mjög víðfema sveitarfélags eru margir helstu ferðamannastaðir landsins og náttúruperlur. Sameiningin myndi einfalda alla þróun og sklipulag á þeim. „Það eru mikil samlegðaráhrif í því. Þótt þessi sveitarfélög séu misjöfn að stærð þá eru þau öll að fást mið það sama. Við erum með sömu innviði og það eru sömu atvinnuhættir. Þannig að sameining myndi einfalda málin og gera okkur mun sterkari og eins og staðan er í dag erum við að vina saman á mörgum sviðum í byggðasamlögum og svo framvegis," segir Anton Komi til þess að íbúar sveitarfélaganna samþykki sameiningu í atkvæðagreiðslu verður til landstærsta sveitarfélag landsins sem nær yfir rúm 16% flatarmáls Íslands. Í meðfylgjandi töflu má sjá íbúafjölda hvers sveitarfélags og landfræðilega stærð. Sveitarfélagið Suðurland yrði stærsta skipulagsumdæmi landsins þar sem er að finna þjóðgarð, jarðvang, helstu náttúruperlur og fjölförnustu ferðamannastaði. Á svæðinu búa rúmlega 5.200 íbúar með fjórum byggðakjörnum og umfangsmiklu dreifbýli. Frá Þjórsá í vestri eru um 220 kílómetrar að Lómagnúpi í austri. Í meðfylgjandi töflu má sjá vegalengdir milli byggðakjarna Sveitarfélagsins Suðurlands.
Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Þjóðgarðar Skaftárhreppur Rangárþing ytra Rangárþing eystra Ásahreppur Mýrdalshreppur Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira