Lífið

„Gæti hugsanlega verið miklu meira að gera hjá mér í músíkinni ef ég gæti höndlað það“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Geir Ólafs opnaði sig um kvíða sem hann hefur verið að glíma við þegar hann ræddi við Fannar.
Geir Ólafs opnaði sig um kvíða sem hann hefur verið að glíma við þegar hann ræddi við Fannar.

„Konan mín er það besta sem hefur komið fyrir mig. Til að gera langa sögu stutta þá er þetta yndisleg kona sem hefur reynst mér vel og við eigum þess yndislegu dóttur,“ segir Geir Ólafsson sem var einn af gestum Fannars Sveinssonar í þáttunum Framkoma á Stöð 2 í gærkvöldi. Fannar elti einnig leikkonuna Elmu Stefaníu Ágústsdóttur og Öldu Karen áður en þau fóru á svið. Geir er giftur Patriciu Sanchez Krieger.

„Ég fann það þegar hún kom í heiminn hvað þetta væri mikils virði fyrir mig. Þetta er bara það allra besta sem hefur komið fyrir mig og ég þakka fyrir fjölskyldu mína á hverjum einasta degi.“

Geir vinnur í raun aðeins við tónlistina en vildi óska þess að hann gæti gert meira.

„Ég er að berjast við kvíða og það slær mig svona svolítið út af laginu. Ég er því að reyna að halda mér í formi og gera það sem ég get. Það gæti hugsanlega verið miklu meira að gera hjá mér í músíkinni ef ég gæti höndlað það. Ég er að reyna að vinna í þessum kvíða og fer til læknis og tek lyf. Þetta er bara svona og stundum þarf maður að vera í aðstæðum og er kannski með kvíða, þannig að þetta er erfitt. Ég er ekki með kvíða akkúrat núna en ég fékk svona vott af þessu kasti í morgun.“

Klippa: Geir Ólafs elskar konu sína og barn meira en allt


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.