Engin gögn um að Omos sé faðir barns Evelyn Joseph Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. desember 2014 08:30 Lögmaðurinn Stefán Karl Kristjánsson lagði engin gögn fram í Héraðsdómi Reykjavíkur sem sýna að Omos sé faðir barnsins. fréttablaðið/vilhelm lEngin gögn voru lögð fram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur um að hælisleitandinn Tony Omos væri faðir barns Evelyn Joseph sem fæddist hér á landi, líkt og hann sagði sjálfur að hann kynni að vera. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær Útlendingastofnun og íslenska ríkið af kröfu Tony Omos. Hann hafði krafist þess að felld yrði úr gildi ákvörðun Útlendingastofnunar um að neita því að taka til meðferðar hælisumsókn hans. Jafnframt yrði felldur úr gildi úrskurður innanríkisráðuneytisins, þar sem ákvörðunin er staðfest. Að óbreyttu þýðir niðurstaðan að Tony Omos mun ekki fá hæli á Íslandi. Stefán Karl Kristjánsson, verjandi hans, útilokar þó ekki að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar. Omos kom hingað til lands í október árið 2011 og framvísaði kanadísku vegabréfi annars manns. Síðar sótti hann um hæli hér en á grundvelli svokallaðrar Dyflinnarreglugerðar var ákveðið að taka ekki þá umsókn til efnislegrar meðferðar. Í máli sínu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur byggði verjandi Omos meðal annars á því að hann hafi haft sérstök tengsl við landið í skilningi ákvæðis í 46. greinar Útlendingalaga. Í dómnum segir að ekki verði séð að við meðferð málsins hjá Útlendingastofnun og síðan innanríkisráðuneytinu hafi Omos byggt á sömu rökum. Kom það og fram hjá honum sjálfum í umsókn hans um hælisvist við komuna til landsins og viðtali hjá Útlendingastofnun í apríl 2012 að slíkum tengslum væri ekki til að dreifa. Í dómnum kemur jafnframt fram að í bréfi til innanríkisráðuneytisins frá 15. október 2013, hafi Omos tekið fram að staða hans á landinu hefði gjörbreyst á þeim tveimur árum sem meðferð málsins hefði þá tekið. Hann ætti í sambandi við íslenska konu en áður hefði hann verið í sambandi aðra konu, sem hefði stöðu hælisleitanda og ætti von á barni. Væri hann hugsanlega faðir barnsins og vildi fá að vera viðstaddur fæðingu þess. „Konan kom fyrir dóminn og sagði stefnanda vera föður barns hennar sem hefði fæðst 3. febrúar 2014. Engin gögn liggja þó fyrir í málinu er staðfesta faðerni barnsins,“ segir í niðurstöðu dómsins. Lekamálið Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Sjá meira
lEngin gögn voru lögð fram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur um að hælisleitandinn Tony Omos væri faðir barns Evelyn Joseph sem fæddist hér á landi, líkt og hann sagði sjálfur að hann kynni að vera. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær Útlendingastofnun og íslenska ríkið af kröfu Tony Omos. Hann hafði krafist þess að felld yrði úr gildi ákvörðun Útlendingastofnunar um að neita því að taka til meðferðar hælisumsókn hans. Jafnframt yrði felldur úr gildi úrskurður innanríkisráðuneytisins, þar sem ákvörðunin er staðfest. Að óbreyttu þýðir niðurstaðan að Tony Omos mun ekki fá hæli á Íslandi. Stefán Karl Kristjánsson, verjandi hans, útilokar þó ekki að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar. Omos kom hingað til lands í október árið 2011 og framvísaði kanadísku vegabréfi annars manns. Síðar sótti hann um hæli hér en á grundvelli svokallaðrar Dyflinnarreglugerðar var ákveðið að taka ekki þá umsókn til efnislegrar meðferðar. Í máli sínu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur byggði verjandi Omos meðal annars á því að hann hafi haft sérstök tengsl við landið í skilningi ákvæðis í 46. greinar Útlendingalaga. Í dómnum segir að ekki verði séð að við meðferð málsins hjá Útlendingastofnun og síðan innanríkisráðuneytinu hafi Omos byggt á sömu rökum. Kom það og fram hjá honum sjálfum í umsókn hans um hælisvist við komuna til landsins og viðtali hjá Útlendingastofnun í apríl 2012 að slíkum tengslum væri ekki til að dreifa. Í dómnum kemur jafnframt fram að í bréfi til innanríkisráðuneytisins frá 15. október 2013, hafi Omos tekið fram að staða hans á landinu hefði gjörbreyst á þeim tveimur árum sem meðferð málsins hefði þá tekið. Hann ætti í sambandi við íslenska konu en áður hefði hann verið í sambandi aðra konu, sem hefði stöðu hælisleitanda og ætti von á barni. Væri hann hugsanlega faðir barnsins og vildi fá að vera viðstaddur fæðingu þess. „Konan kom fyrir dóminn og sagði stefnanda vera föður barns hennar sem hefði fæðst 3. febrúar 2014. Engin gögn liggja þó fyrir í málinu er staðfesta faðerni barnsins,“ segir í niðurstöðu dómsins.
Lekamálið Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Sjá meira