Stórt útspil fyrir leigjendur er það sem þarf inn í erfiðar kjaraviðræður Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 1. febrúar 2015 19:53 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hissa á því að stjórnvöld treysti sér til að skila auðu í málefnum leigjenda í aðdraganda kjaraviðræðna .Breið samstaða sé í samfélaginu um að grípa þurfi til aðgerða í þessum málaflokki: „Stórt útspil í húsnæðismálum gæti verið það sem þarf inn í mjög erfiða stöðu í húsnæðismálum. Meira en fjörutíu nefndir hafa skilað tillögum um úrbætur í húsnæðismálum frá aldamótum. Þar af tvær stórar nefndir, ein í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar og önnur í tíð núverandi ríkisstjórnar en hún skilaði af sér í fyrravor. Hólmsteinn Brekkan formaður Samtaka leigjenda bendir á þetta og segir að engin tillaga hafi enn komist til framkvæmda.Ráðherra sýni á spilinSigríður Ingibjörg Ingadóttir formaður velferðarnefndar sagði í gær að orð og efndir ráðamanna færu ekki saman varðandi úrbætur á leigumarkaði. Ekkert sé minnst á slíkt í fjárlagafrumvarpinu og engin frumvörp á leiðinni. Borgarstjóri segir ástandið á leigumarkaði mjög alvarlegt, verðið sé að hækka og fleiri og fleiri lendi í erfiðleikum. Það hafi verið þreifingar um stór útspil ríkisstjórnarinnar, til að mynda húsnæðisbætur með hækkun til þeirra sem eru á leigumarkaði. Þetta séu bráðaaðgerðir sem væru fagnaðarefni en það sé að sama skapi mikilvægt að við förum að sjá þær. Ráðherra verði að fara að sýna á spilin í húsnæðismálum. Hann segir að borgin sé að fjölga félagslegum íbúðum um fimmhundruð, það taki hinsvegar tíma. „Við erum að bæta við lóðum fyrir leigufélög sem byggja íbúðir á viðráðanlegu verði. Við viljum fjölga leigu- og búseturéttaríbúðum um 2500 til 3000 en allt tekur þetta tíma. Þannig að þetta kemur ekki í staðinn fyrir það að efla húsnæðisbætur og koma til móts við leigjendur.“Það eru til fátækrahverfiHólmsteinn Brekkan, framkvæmdastjóri Samtaka leigjenda, segir að ef menn taki við sér þá taki að lágmarki tvö til þrjú ár að byggja upp heilbrigðan markað. Á meðan þurfi bráðabirgðalausnir, eins og íbúðagáma eða færanlegt húsnæði. Sú lausn hafi mætt fordómum þegar hún kom til umræðu. Hann segist ekki óttast að hér verði til fátækrahverfi og bráðabirgðaúrræðin festist í sessi eins og sagan geymir dæmi um. „Það er opinberlega viðurkennt að fólk er að búa í ósamþykktu iðnaðarhúsnæði,“ segir hann. Það sé nóg að líta þangað til að sjá fátækrahverfi. „Þú ert með ósamþykktar íbúðir þar sem aðkoman er slæm og brunavarnir í ólestri eða engar. Það veit enginn hvað búa margir í ósamþykktu húsnæði, þótt slökkviliðið hafi reynt að halda utan um það. Það er semsagt opinberlega viðurkennt að fólk býr í fátæktarhverfum, en meðan það er ekki á götunni, að æpa og garga, þá er allt í lagi,“ segir Hólmsteinn Brekkan. Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hissa á því að stjórnvöld treysti sér til að skila auðu í málefnum leigjenda í aðdraganda kjaraviðræðna .Breið samstaða sé í samfélaginu um að grípa þurfi til aðgerða í þessum málaflokki: „Stórt útspil í húsnæðismálum gæti verið það sem þarf inn í mjög erfiða stöðu í húsnæðismálum. Meira en fjörutíu nefndir hafa skilað tillögum um úrbætur í húsnæðismálum frá aldamótum. Þar af tvær stórar nefndir, ein í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar og önnur í tíð núverandi ríkisstjórnar en hún skilaði af sér í fyrravor. Hólmsteinn Brekkan formaður Samtaka leigjenda bendir á þetta og segir að engin tillaga hafi enn komist til framkvæmda.Ráðherra sýni á spilinSigríður Ingibjörg Ingadóttir formaður velferðarnefndar sagði í gær að orð og efndir ráðamanna færu ekki saman varðandi úrbætur á leigumarkaði. Ekkert sé minnst á slíkt í fjárlagafrumvarpinu og engin frumvörp á leiðinni. Borgarstjóri segir ástandið á leigumarkaði mjög alvarlegt, verðið sé að hækka og fleiri og fleiri lendi í erfiðleikum. Það hafi verið þreifingar um stór útspil ríkisstjórnarinnar, til að mynda húsnæðisbætur með hækkun til þeirra sem eru á leigumarkaði. Þetta séu bráðaaðgerðir sem væru fagnaðarefni en það sé að sama skapi mikilvægt að við förum að sjá þær. Ráðherra verði að fara að sýna á spilin í húsnæðismálum. Hann segir að borgin sé að fjölga félagslegum íbúðum um fimmhundruð, það taki hinsvegar tíma. „Við erum að bæta við lóðum fyrir leigufélög sem byggja íbúðir á viðráðanlegu verði. Við viljum fjölga leigu- og búseturéttaríbúðum um 2500 til 3000 en allt tekur þetta tíma. Þannig að þetta kemur ekki í staðinn fyrir það að efla húsnæðisbætur og koma til móts við leigjendur.“Það eru til fátækrahverfiHólmsteinn Brekkan, framkvæmdastjóri Samtaka leigjenda, segir að ef menn taki við sér þá taki að lágmarki tvö til þrjú ár að byggja upp heilbrigðan markað. Á meðan þurfi bráðabirgðalausnir, eins og íbúðagáma eða færanlegt húsnæði. Sú lausn hafi mætt fordómum þegar hún kom til umræðu. Hann segist ekki óttast að hér verði til fátækrahverfi og bráðabirgðaúrræðin festist í sessi eins og sagan geymir dæmi um. „Það er opinberlega viðurkennt að fólk er að búa í ósamþykktu iðnaðarhúsnæði,“ segir hann. Það sé nóg að líta þangað til að sjá fátækrahverfi. „Þú ert með ósamþykktar íbúðir þar sem aðkoman er slæm og brunavarnir í ólestri eða engar. Það veit enginn hvað búa margir í ósamþykktu húsnæði, þótt slökkviliðið hafi reynt að halda utan um það. Það er semsagt opinberlega viðurkennt að fólk býr í fátæktarhverfum, en meðan það er ekki á götunni, að æpa og garga, þá er allt í lagi,“ segir Hólmsteinn Brekkan.
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira