Stórt útspil fyrir leigjendur er það sem þarf inn í erfiðar kjaraviðræður Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 1. febrúar 2015 19:53 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hissa á því að stjórnvöld treysti sér til að skila auðu í málefnum leigjenda í aðdraganda kjaraviðræðna .Breið samstaða sé í samfélaginu um að grípa þurfi til aðgerða í þessum málaflokki: „Stórt útspil í húsnæðismálum gæti verið það sem þarf inn í mjög erfiða stöðu í húsnæðismálum. Meira en fjörutíu nefndir hafa skilað tillögum um úrbætur í húsnæðismálum frá aldamótum. Þar af tvær stórar nefndir, ein í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar og önnur í tíð núverandi ríkisstjórnar en hún skilaði af sér í fyrravor. Hólmsteinn Brekkan formaður Samtaka leigjenda bendir á þetta og segir að engin tillaga hafi enn komist til framkvæmda.Ráðherra sýni á spilinSigríður Ingibjörg Ingadóttir formaður velferðarnefndar sagði í gær að orð og efndir ráðamanna færu ekki saman varðandi úrbætur á leigumarkaði. Ekkert sé minnst á slíkt í fjárlagafrumvarpinu og engin frumvörp á leiðinni. Borgarstjóri segir ástandið á leigumarkaði mjög alvarlegt, verðið sé að hækka og fleiri og fleiri lendi í erfiðleikum. Það hafi verið þreifingar um stór útspil ríkisstjórnarinnar, til að mynda húsnæðisbætur með hækkun til þeirra sem eru á leigumarkaði. Þetta séu bráðaaðgerðir sem væru fagnaðarefni en það sé að sama skapi mikilvægt að við förum að sjá þær. Ráðherra verði að fara að sýna á spilin í húsnæðismálum. Hann segir að borgin sé að fjölga félagslegum íbúðum um fimmhundruð, það taki hinsvegar tíma. „Við erum að bæta við lóðum fyrir leigufélög sem byggja íbúðir á viðráðanlegu verði. Við viljum fjölga leigu- og búseturéttaríbúðum um 2500 til 3000 en allt tekur þetta tíma. Þannig að þetta kemur ekki í staðinn fyrir það að efla húsnæðisbætur og koma til móts við leigjendur.“Það eru til fátækrahverfiHólmsteinn Brekkan, framkvæmdastjóri Samtaka leigjenda, segir að ef menn taki við sér þá taki að lágmarki tvö til þrjú ár að byggja upp heilbrigðan markað. Á meðan þurfi bráðabirgðalausnir, eins og íbúðagáma eða færanlegt húsnæði. Sú lausn hafi mætt fordómum þegar hún kom til umræðu. Hann segist ekki óttast að hér verði til fátækrahverfi og bráðabirgðaúrræðin festist í sessi eins og sagan geymir dæmi um. „Það er opinberlega viðurkennt að fólk er að búa í ósamþykktu iðnaðarhúsnæði,“ segir hann. Það sé nóg að líta þangað til að sjá fátækrahverfi. „Þú ert með ósamþykktar íbúðir þar sem aðkoman er slæm og brunavarnir í ólestri eða engar. Það veit enginn hvað búa margir í ósamþykktu húsnæði, þótt slökkviliðið hafi reynt að halda utan um það. Það er semsagt opinberlega viðurkennt að fólk býr í fátæktarhverfum, en meðan það er ekki á götunni, að æpa og garga, þá er allt í lagi,“ segir Hólmsteinn Brekkan. Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hissa á því að stjórnvöld treysti sér til að skila auðu í málefnum leigjenda í aðdraganda kjaraviðræðna .Breið samstaða sé í samfélaginu um að grípa þurfi til aðgerða í þessum málaflokki: „Stórt útspil í húsnæðismálum gæti verið það sem þarf inn í mjög erfiða stöðu í húsnæðismálum. Meira en fjörutíu nefndir hafa skilað tillögum um úrbætur í húsnæðismálum frá aldamótum. Þar af tvær stórar nefndir, ein í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar og önnur í tíð núverandi ríkisstjórnar en hún skilaði af sér í fyrravor. Hólmsteinn Brekkan formaður Samtaka leigjenda bendir á þetta og segir að engin tillaga hafi enn komist til framkvæmda.Ráðherra sýni á spilinSigríður Ingibjörg Ingadóttir formaður velferðarnefndar sagði í gær að orð og efndir ráðamanna færu ekki saman varðandi úrbætur á leigumarkaði. Ekkert sé minnst á slíkt í fjárlagafrumvarpinu og engin frumvörp á leiðinni. Borgarstjóri segir ástandið á leigumarkaði mjög alvarlegt, verðið sé að hækka og fleiri og fleiri lendi í erfiðleikum. Það hafi verið þreifingar um stór útspil ríkisstjórnarinnar, til að mynda húsnæðisbætur með hækkun til þeirra sem eru á leigumarkaði. Þetta séu bráðaaðgerðir sem væru fagnaðarefni en það sé að sama skapi mikilvægt að við förum að sjá þær. Ráðherra verði að fara að sýna á spilin í húsnæðismálum. Hann segir að borgin sé að fjölga félagslegum íbúðum um fimmhundruð, það taki hinsvegar tíma. „Við erum að bæta við lóðum fyrir leigufélög sem byggja íbúðir á viðráðanlegu verði. Við viljum fjölga leigu- og búseturéttaríbúðum um 2500 til 3000 en allt tekur þetta tíma. Þannig að þetta kemur ekki í staðinn fyrir það að efla húsnæðisbætur og koma til móts við leigjendur.“Það eru til fátækrahverfiHólmsteinn Brekkan, framkvæmdastjóri Samtaka leigjenda, segir að ef menn taki við sér þá taki að lágmarki tvö til þrjú ár að byggja upp heilbrigðan markað. Á meðan þurfi bráðabirgðalausnir, eins og íbúðagáma eða færanlegt húsnæði. Sú lausn hafi mætt fordómum þegar hún kom til umræðu. Hann segist ekki óttast að hér verði til fátækrahverfi og bráðabirgðaúrræðin festist í sessi eins og sagan geymir dæmi um. „Það er opinberlega viðurkennt að fólk er að búa í ósamþykktu iðnaðarhúsnæði,“ segir hann. Það sé nóg að líta þangað til að sjá fátækrahverfi. „Þú ert með ósamþykktar íbúðir þar sem aðkoman er slæm og brunavarnir í ólestri eða engar. Það veit enginn hvað búa margir í ósamþykktu húsnæði, þótt slökkviliðið hafi reynt að halda utan um það. Það er semsagt opinberlega viðurkennt að fólk býr í fátæktarhverfum, en meðan það er ekki á götunni, að æpa og garga, þá er allt í lagi,“ segir Hólmsteinn Brekkan.
Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Sjá meira