Hræddir um að ástvinurinn gleymi þeim vegna ástandsins Nadine Guðrún Yaghi skrifar 27. apríl 2020 21:00 Gunnhildur Skaftadóttir, eiginkona Guðmundar Magnússonar sem er með Alzheimer, segir frá reynslu sinni á þessum erfiðum tímum í Kompás. vísir/vilhelm Aðstandendur fólks með heilabilun hafa áhyggjur af því að ástvinurinn gleymi þeim vegna kórónuveiruástandsins. Þetta segir fræðslustjóri Alzheimersamtakanna sem hefur áhyggjur af afleiðingunum. Mikið hefur mætt á ráðgjafasíma samtakanna vegna ástandsins. Í Kompás sem birtist á Vísi í morgun segir eiginkona manns með Alzheimer frá þeim áskorunum sem hún hefur þurft að glíma við síðustu vikur vegna kórónuveirufaraldursins. Fimm þúsund manns með heilabilun Áætlað er að um fimm þúsund manns séu með greiningu um heilabilun á Íslandi og er Alzheimersjúkdómurinn algengastur. Síðustu vikur hafa reynst afar erfiðar fyrir stóran hluta hópsins og aðstandendur þeirra og hefur mikið mætt á ráðgjafasíma Alzheimersamtakanna. „Fólk er áhyggjufullt yfir þessu ástandi, að geta ekki heimsótt manneskju á hjúkrunarheimilin,“ segir Sigurbjörg Hannesdóttir, fræðslustjóri Alzheimersaktakannna en stór hópur heilabilaðra er á hjúkrunarheimilum. Örvun og upprifjun lykilatriði Fólkið hefur ekki fengið heimsókn frá aðstandendum í tæplega átta vikur vegna heimsóknarbannsins. Snerting, örvun og upprifjun er algjört lykilatriði til að hægja á hrörnun sjúkdómsins að sögn Sigurbjargar. „Ef einstaklingurinn getur ekki nýtt sér til dæmis spjaldtölvu eða símtöl eða heyrir ekki nógu vel þá er aðstandandinn hræddur um að þessi tengsl broti eða slitni og að ástvinurinn muni ekki hver maður er lengur,“ segir Sigurbjörg. Ættingar reyni að viðhalda tengslum Margir ættingjar hafi reynt sitt allra besta til að viðhalda tengslunum og að sumum hafi tekist vel til. „Sumir lýsa því þó að þeir séu hræddir um að hinn veiki gleymi sér eftir svo langan tíma,“ segir Sigurbjörg og bætir við að starfsfólk hjúkrunarheimilanna geti sitt allra best. Það sé þó ekki það sama. Þá eykst pirringur oft á seinni stigum Alzheimersjúkdómsins og þá virkar oft að rifja upp minningar sem aðstandendur gera best. „Þá er lífssagan oft mjög mikilvæg, að grípa eitthvað sem maður veit að hefur þýðingu hjá fólki til að koma þeim úr þessum aðstæðum,“ segir Sigurbjörg. Hefur áhyggjur af heilabiluðum sem búa heima „Við höfum áhyggjur af afleiðingunum, hvernig útkoman verður núna eftir fjórða maí, en þá er ekki heldur komin snertingin því fólk þarf enn að halda sig í tveggja metra fjarlægð. Við vitum ekkert hversu lengi þetta varir, þessi tveggja metra regla, og hvernig eigum við að haga okkur eftir að fólk má fara út. Þetta er áhættuhópur, margir eru með aðra undirliggjandi sjúkdóma svoleiðis að við vitum ekkert hvernig útkoman verður,“ segir Sigurbjörg. Þá hefur hún sérstakar áhyggjur af færnisskerðingu fólks með heilabilun sem býr heima hjá sér í þessu ástandi. „Þetta er nefnilega stór hópur sem heyrist ekki hátt í. Og er bara orðin mjög félagslega einangraður og þennan hóp verðum við að fara huga að þegar ástandið breytist,“ segir Sigurbjörg. Á nokkrum vikum án örvunar og upprifjunar geti fólk auðveldlega hrakað. „Ef það er ekki örvun og félagsleg tengsl og þetta daglega samneyti með öðru fólki þá koðnar fólk niður og verður félagslega einangrað og færnin fer oft niður,“ segir Sigurbjörg. Kompás Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fólkið sem má ekki hitta neinn Talið er að hátt í sjötíu þúsund Íslendingar, ungir og aldnir, tilheyri áhættuhópum og eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum veirunnar en aðrir. Þetta fólk hefur meira og minna verið í svokallaðri verndarsóttkví frá byrjun mars og það sér ekki fyrir endann á henni. 27. apríl 2020 08:30 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
Aðstandendur fólks með heilabilun hafa áhyggjur af því að ástvinurinn gleymi þeim vegna kórónuveiruástandsins. Þetta segir fræðslustjóri Alzheimersamtakanna sem hefur áhyggjur af afleiðingunum. Mikið hefur mætt á ráðgjafasíma samtakanna vegna ástandsins. Í Kompás sem birtist á Vísi í morgun segir eiginkona manns með Alzheimer frá þeim áskorunum sem hún hefur þurft að glíma við síðustu vikur vegna kórónuveirufaraldursins. Fimm þúsund manns með heilabilun Áætlað er að um fimm þúsund manns séu með greiningu um heilabilun á Íslandi og er Alzheimersjúkdómurinn algengastur. Síðustu vikur hafa reynst afar erfiðar fyrir stóran hluta hópsins og aðstandendur þeirra og hefur mikið mætt á ráðgjafasíma Alzheimersamtakanna. „Fólk er áhyggjufullt yfir þessu ástandi, að geta ekki heimsótt manneskju á hjúkrunarheimilin,“ segir Sigurbjörg Hannesdóttir, fræðslustjóri Alzheimersaktakannna en stór hópur heilabilaðra er á hjúkrunarheimilum. Örvun og upprifjun lykilatriði Fólkið hefur ekki fengið heimsókn frá aðstandendum í tæplega átta vikur vegna heimsóknarbannsins. Snerting, örvun og upprifjun er algjört lykilatriði til að hægja á hrörnun sjúkdómsins að sögn Sigurbjargar. „Ef einstaklingurinn getur ekki nýtt sér til dæmis spjaldtölvu eða símtöl eða heyrir ekki nógu vel þá er aðstandandinn hræddur um að þessi tengsl broti eða slitni og að ástvinurinn muni ekki hver maður er lengur,“ segir Sigurbjörg. Ættingar reyni að viðhalda tengslum Margir ættingjar hafi reynt sitt allra besta til að viðhalda tengslunum og að sumum hafi tekist vel til. „Sumir lýsa því þó að þeir séu hræddir um að hinn veiki gleymi sér eftir svo langan tíma,“ segir Sigurbjörg og bætir við að starfsfólk hjúkrunarheimilanna geti sitt allra best. Það sé þó ekki það sama. Þá eykst pirringur oft á seinni stigum Alzheimersjúkdómsins og þá virkar oft að rifja upp minningar sem aðstandendur gera best. „Þá er lífssagan oft mjög mikilvæg, að grípa eitthvað sem maður veit að hefur þýðingu hjá fólki til að koma þeim úr þessum aðstæðum,“ segir Sigurbjörg. Hefur áhyggjur af heilabiluðum sem búa heima „Við höfum áhyggjur af afleiðingunum, hvernig útkoman verður núna eftir fjórða maí, en þá er ekki heldur komin snertingin því fólk þarf enn að halda sig í tveggja metra fjarlægð. Við vitum ekkert hversu lengi þetta varir, þessi tveggja metra regla, og hvernig eigum við að haga okkur eftir að fólk má fara út. Þetta er áhættuhópur, margir eru með aðra undirliggjandi sjúkdóma svoleiðis að við vitum ekkert hvernig útkoman verður,“ segir Sigurbjörg. Þá hefur hún sérstakar áhyggjur af færnisskerðingu fólks með heilabilun sem býr heima hjá sér í þessu ástandi. „Þetta er nefnilega stór hópur sem heyrist ekki hátt í. Og er bara orðin mjög félagslega einangraður og þennan hóp verðum við að fara huga að þegar ástandið breytist,“ segir Sigurbjörg. Á nokkrum vikum án örvunar og upprifjunar geti fólk auðveldlega hrakað. „Ef það er ekki örvun og félagsleg tengsl og þetta daglega samneyti með öðru fólki þá koðnar fólk niður og verður félagslega einangrað og færnin fer oft niður,“ segir Sigurbjörg.
Kompás Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fólkið sem má ekki hitta neinn Talið er að hátt í sjötíu þúsund Íslendingar, ungir og aldnir, tilheyri áhættuhópum og eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum veirunnar en aðrir. Þetta fólk hefur meira og minna verið í svokallaðri verndarsóttkví frá byrjun mars og það sér ekki fyrir endann á henni. 27. apríl 2020 08:30 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
Fólkið sem má ekki hitta neinn Talið er að hátt í sjötíu þúsund Íslendingar, ungir og aldnir, tilheyri áhættuhópum og eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum veirunnar en aðrir. Þetta fólk hefur meira og minna verið í svokallaðri verndarsóttkví frá byrjun mars og það sér ekki fyrir endann á henni. 27. apríl 2020 08:30