Náttúrusýning loks sett upp í Perlunni Svavar Hávarðsson skrifar 4. mars 2016 07:00 Sýningin mun beita nýustu tækni í vísindamiðlun í bland við hefðbundna sýningartækni. mynd/Xibitz, Bowen Technovation og Lord Cultural Resources Borgarráð hefur falið skrifstofu eigna og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg að ganga til samninga við félagið Perlu norðursins um leigu á Perlunni en fyrirtækið hyggst setja upp veglega náttúrusýningu. Eigendur Perlu norðursins eru félög sem hafa sterkan fjárhagslegan og faglegan bakgrunn í ferðaþjónustu og náttúrufræðum. Reykjavíkurborg óskaði í byrjun janúar eftir umsóknum áhugasamra aðila um rekstur á sýningu í Perlunni sem fjalla skyldi á metnaðarfullan hátt um náttúru Íslands. Gert er ráð fyrir því að náttúrusýning skapi nýjan og áhugaverðan áfangastað í Öskjuhlíð sem dragi til sín fjölda innlendra og erlendra gesta. Perla norðursins var eini aðilinn sem skilaði inn tillögu.Helga ViðarsdóttirFélagið var stofnað í fyrra um verkefnið af þremur sjálfstæðum félögum sem öll höfðu á stefnuskrá sinni að leggja fram tillögu að sýningu, en ákváðu að sameinast um tillöguna sem borgarráð fjallaði um í gær. Þau eru Landsbréf – Icelandic Tourism Fund I, framtakssjóður í eigu Landsbankans, Icelandair Group og íslenskir lífeyrissjóðair, sem hefur fjárfestingagetu upp á rúma fjóra milljarða, Perluvinir – 80 manna hópur sem hvatt hefur til uppbyggingar náttúrusýningar í Perlunni, og Salta ehf. & Lappland ehf. – fjárfestingarfélög sem hafa það að markmiði að fjárfesta í ferðaþjónustu á sviði afþreyingar, hótela og safna. Helga Viðarsdóttir, stjórnarformaður Perlu norðursins, segir það hafa verið skynsamlegt að félögin ynnu öll saman að verkefninu og ráðið því að svo fór – sameinuð væru þau fjárhagslega sterkari og með faglegri og breiðari bakgrunn en annars hefði verið. Helga telur, vægast sagt, löngu tímabært að sýning sem þessi verði í boði hér á landi, enda litið til Íslands vegna náttúrunnar fyrst og síðast. Staðsetning landsins geri það að verkum að breytingar í náttúrunni eru ekki víða jafn greinilegar á byggðu bóli, sem gefur fjölþætta möguleika. „Við getum verið miðstöð áhugafólks um náttúru og vísindi og sérfræðinga á þessum sviðum. Það er ekki síst það sem okkur langar til að gera. Þetta er spennandi fyrir alla landsmenn,“ segir Helga. Áætlað er að stofnkostnaður sýningarinnar verði rúmlega 1,5 milljarðar króna, en þá hefur ekki verið gert ráð fyrir virðisaukaskatti. Eigendur hafa skuldbundið sig til að leggja fram 900 milljónir króna í hlutafé og hefur lánsfjármögnun að upphæð 650 milljónir króna verið tryggð. Gangi allt að óskum munu framkvæmdir við uppbyggingu sýningarinnar skiptast í tvo áfanga sem mun báðum ljúka fyrir árslok 2017 en fyrstu sýningarrýmin verði opnuð á fyrri hluta sama árs.Setja upp íshelli og stjörnuver Sýning Perlu norðursins mun leggja megináherslu á norðurljós, jarðvarma, eldvirkni, ferskvatn, hafið, jökla, loftslagsbreytingar og síðast en ekki síst lífríki Íslands. Sýningin mun beita nýjustu tækni í vísindamiðlun í bland við hefðbundna sýningartækni. Gestum verður auðveldað að skilja flókin fyrirbæri á einfaldan hátt svo þeir uppgötvi nýja þekkingu. Sýningin mun hafa mikið fræðslugildi og nýtast skólum vel til að fræða nemendur um íslenska náttúru. Sýningin mun verða mikið aðdráttarafl fyrir erlenda ferðamenn. Perla norðursins mun nýta tækni sem ekki hefur sést á Íslandi – hægt verður að skoða himinhvolfið í sérstöku stjörnuveri (Planetarium) og settur verður upp íshellir þar sem gestir geta kynnst því hvernig er að vera á jökli. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Borgarráð hefur falið skrifstofu eigna og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg að ganga til samninga við félagið Perlu norðursins um leigu á Perlunni en fyrirtækið hyggst setja upp veglega náttúrusýningu. Eigendur Perlu norðursins eru félög sem hafa sterkan fjárhagslegan og faglegan bakgrunn í ferðaþjónustu og náttúrufræðum. Reykjavíkurborg óskaði í byrjun janúar eftir umsóknum áhugasamra aðila um rekstur á sýningu í Perlunni sem fjalla skyldi á metnaðarfullan hátt um náttúru Íslands. Gert er ráð fyrir því að náttúrusýning skapi nýjan og áhugaverðan áfangastað í Öskjuhlíð sem dragi til sín fjölda innlendra og erlendra gesta. Perla norðursins var eini aðilinn sem skilaði inn tillögu.Helga ViðarsdóttirFélagið var stofnað í fyrra um verkefnið af þremur sjálfstæðum félögum sem öll höfðu á stefnuskrá sinni að leggja fram tillögu að sýningu, en ákváðu að sameinast um tillöguna sem borgarráð fjallaði um í gær. Þau eru Landsbréf – Icelandic Tourism Fund I, framtakssjóður í eigu Landsbankans, Icelandair Group og íslenskir lífeyrissjóðair, sem hefur fjárfestingagetu upp á rúma fjóra milljarða, Perluvinir – 80 manna hópur sem hvatt hefur til uppbyggingar náttúrusýningar í Perlunni, og Salta ehf. & Lappland ehf. – fjárfestingarfélög sem hafa það að markmiði að fjárfesta í ferðaþjónustu á sviði afþreyingar, hótela og safna. Helga Viðarsdóttir, stjórnarformaður Perlu norðursins, segir það hafa verið skynsamlegt að félögin ynnu öll saman að verkefninu og ráðið því að svo fór – sameinuð væru þau fjárhagslega sterkari og með faglegri og breiðari bakgrunn en annars hefði verið. Helga telur, vægast sagt, löngu tímabært að sýning sem þessi verði í boði hér á landi, enda litið til Íslands vegna náttúrunnar fyrst og síðast. Staðsetning landsins geri það að verkum að breytingar í náttúrunni eru ekki víða jafn greinilegar á byggðu bóli, sem gefur fjölþætta möguleika. „Við getum verið miðstöð áhugafólks um náttúru og vísindi og sérfræðinga á þessum sviðum. Það er ekki síst það sem okkur langar til að gera. Þetta er spennandi fyrir alla landsmenn,“ segir Helga. Áætlað er að stofnkostnaður sýningarinnar verði rúmlega 1,5 milljarðar króna, en þá hefur ekki verið gert ráð fyrir virðisaukaskatti. Eigendur hafa skuldbundið sig til að leggja fram 900 milljónir króna í hlutafé og hefur lánsfjármögnun að upphæð 650 milljónir króna verið tryggð. Gangi allt að óskum munu framkvæmdir við uppbyggingu sýningarinnar skiptast í tvo áfanga sem mun báðum ljúka fyrir árslok 2017 en fyrstu sýningarrýmin verði opnuð á fyrri hluta sama árs.Setja upp íshelli og stjörnuver Sýning Perlu norðursins mun leggja megináherslu á norðurljós, jarðvarma, eldvirkni, ferskvatn, hafið, jökla, loftslagsbreytingar og síðast en ekki síst lífríki Íslands. Sýningin mun beita nýjustu tækni í vísindamiðlun í bland við hefðbundna sýningartækni. Gestum verður auðveldað að skilja flókin fyrirbæri á einfaldan hátt svo þeir uppgötvi nýja þekkingu. Sýningin mun hafa mikið fræðslugildi og nýtast skólum vel til að fræða nemendur um íslenska náttúru. Sýningin mun verða mikið aðdráttarafl fyrir erlenda ferðamenn. Perla norðursins mun nýta tækni sem ekki hefur sést á Íslandi – hægt verður að skoða himinhvolfið í sérstöku stjörnuveri (Planetarium) og settur verður upp íshellir þar sem gestir geta kynnst því hvernig er að vera á jökli.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira