"Ég mun snúa aftur til Húsavíkur“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 16. maí 2014 19:10 VÍSIR/VILHELM „Ég mun snúa aftur til Húsavíkur“ segir einn af síðustu starfsmönnum Vísis í Norðurþingi. Um sjötíu starfsmenn munu á næstu vikum flytja til Grindarvíkur til að vinna í nýjum starfsstöðum útgerðarfélagsins. Vísir hf hefur ákveðið að loka vinnslustöðvum sínum á Þingeyri, Djúpavogi og Húsavík. Í raun er lítið eftir af starfsemi Vísis á Húsavík. Fáir voru á ferli á skrifstofum Vísis á Húsavík þegar fréttastofu bar þar að garði. Hin pólska Irene tók loks á móti okkur. Irene er ein af fjölmörgum starfsmönnum Vísis á Húsavík sem ákveðið hafa að flytjast með fyrirtæki sínu til Grindavíkur. Irene baðst undan viðtali en sagði okkur þó að sú ákvörðun Vísis að hætta starfsemi í Norðurþingi hefði verið mikið áfall. Og þetta er einnig áfall fyrir atvinnulífið og í raun allt samfélag Norður-Þingeyinga. Um hundrað og fimmtíu manns hefur verið sagt upp, þar af sjötíu á Húsavík þar sem flestir hafa ákveðið að flytja til Grindavíkur. Norðurþing hefur formlega óskað eftir því að fá endurkeyptar eignir Vísis á Húsavik. Jafnframt er óskað eftir viðræðum um kaup á allt að sjö hundruð þorskígildistonnum af aflaheimildum Vísis hf. Irene, sem búið hefur á Húasvík árum saman, er þó bjartsýn, enda býr fjölskylda hennar fyrir sunnan. Eftir dágóða leit fundum við félagana Ragnar og Sævar. Þeir stóðu í ströngu við löndun fyrir fiskmarkaðinn. Vinirnir, sem búa saman á Húsavík ásamt unnustum sínum, verða með síðustu starfsmönnum Vísis til flytja til að Grindavíkur.Sp.blm. Hvernig tilfinning er það að vera pakka saman vinnustað sínum til að flytja með honum þvert yfir landið? „Það er skrýtið,“ segir Ragnar Björnsson, starfsmaður Vísis á Húsavik. „En maður er nokkuð sáttur og reynir að horfa bjartsýnis augum á þetta allt. Það eru bjartir tímar framundan.“ Samstarfsfélagi og vinu hans, Sævar Ólafsson, tekur í sama streng. „Þetta er allt mjög tvísýnt. Margir nýlega búnir að kaupa íbúðir. Aðrir eru með börn. En mér finnst flestir vera mjög bjartsýnir.“ Þó svo að þessir spræku synir Húsavíkur haldi nú á brott eru þeir sannfærðir um þeir muni snúa aftur einn daginn. „Ég er náttúrulega alltaf tengdur Húsavík. Ég á eftir að koma hingað aftur,“ segir Sævar. „Það er fisktækniskóli í Grindavík. Maður getur stefnt á hann. Reyna að fitja sig upp í þessari veröld,“ segir Ragnar. Húsavík missir á næstu vikum tugi starfsmenn Vísis til Grindavíkur. Þetta er ungt fólk, barnafólk og raunveruleg blóðtaka fyrir sveitarfélagið. Húsvíkingar horfa nú til Bakka þar sem kísilmálmverksmiðja mun rísa á næstu árum. Sveitarstjórnarmenn eru vongóðir um að fjármagn verði tryggt seinna í sumar. Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english Fleiri fréttir Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira
„Ég mun snúa aftur til Húsavíkur“ segir einn af síðustu starfsmönnum Vísis í Norðurþingi. Um sjötíu starfsmenn munu á næstu vikum flytja til Grindarvíkur til að vinna í nýjum starfsstöðum útgerðarfélagsins. Vísir hf hefur ákveðið að loka vinnslustöðvum sínum á Þingeyri, Djúpavogi og Húsavík. Í raun er lítið eftir af starfsemi Vísis á Húsavík. Fáir voru á ferli á skrifstofum Vísis á Húsavík þegar fréttastofu bar þar að garði. Hin pólska Irene tók loks á móti okkur. Irene er ein af fjölmörgum starfsmönnum Vísis á Húsavík sem ákveðið hafa að flytjast með fyrirtæki sínu til Grindavíkur. Irene baðst undan viðtali en sagði okkur þó að sú ákvörðun Vísis að hætta starfsemi í Norðurþingi hefði verið mikið áfall. Og þetta er einnig áfall fyrir atvinnulífið og í raun allt samfélag Norður-Þingeyinga. Um hundrað og fimmtíu manns hefur verið sagt upp, þar af sjötíu á Húsavík þar sem flestir hafa ákveðið að flytja til Grindavíkur. Norðurþing hefur formlega óskað eftir því að fá endurkeyptar eignir Vísis á Húsavik. Jafnframt er óskað eftir viðræðum um kaup á allt að sjö hundruð þorskígildistonnum af aflaheimildum Vísis hf. Irene, sem búið hefur á Húasvík árum saman, er þó bjartsýn, enda býr fjölskylda hennar fyrir sunnan. Eftir dágóða leit fundum við félagana Ragnar og Sævar. Þeir stóðu í ströngu við löndun fyrir fiskmarkaðinn. Vinirnir, sem búa saman á Húsavík ásamt unnustum sínum, verða með síðustu starfsmönnum Vísis til flytja til að Grindavíkur.Sp.blm. Hvernig tilfinning er það að vera pakka saman vinnustað sínum til að flytja með honum þvert yfir landið? „Það er skrýtið,“ segir Ragnar Björnsson, starfsmaður Vísis á Húsavik. „En maður er nokkuð sáttur og reynir að horfa bjartsýnis augum á þetta allt. Það eru bjartir tímar framundan.“ Samstarfsfélagi og vinu hans, Sævar Ólafsson, tekur í sama streng. „Þetta er allt mjög tvísýnt. Margir nýlega búnir að kaupa íbúðir. Aðrir eru með börn. En mér finnst flestir vera mjög bjartsýnir.“ Þó svo að þessir spræku synir Húsavíkur haldi nú á brott eru þeir sannfærðir um þeir muni snúa aftur einn daginn. „Ég er náttúrulega alltaf tengdur Húsavík. Ég á eftir að koma hingað aftur,“ segir Sævar. „Það er fisktækniskóli í Grindavík. Maður getur stefnt á hann. Reyna að fitja sig upp í þessari veröld,“ segir Ragnar. Húsavík missir á næstu vikum tugi starfsmenn Vísis til Grindavíkur. Þetta er ungt fólk, barnafólk og raunveruleg blóðtaka fyrir sveitarfélagið. Húsvíkingar horfa nú til Bakka þar sem kísilmálmverksmiðja mun rísa á næstu árum. Sveitarstjórnarmenn eru vongóðir um að fjármagn verði tryggt seinna í sumar.
Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english Fleiri fréttir Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira