Innlent

Allt að verða klárt í Ólympíuþorpinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fréttamenn gera allt klárt fyrir mótið.
Fréttamenn gera allt klárt fyrir mótið. mynd/ valli.
Nú fer allt að verða klappað og klárt fyrir Ólympíuleikana í London, enda verða þeir settir á morgun. Íslensku keppendurnir hafa verið að týnast þangað hver á fætur öðrum að undanförnu.

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands og Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra verða viðstödd setningarhátíðina og eftir því sem Vísir kemst næst verða makar þeirra beggja með í för.

Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á ferð um Ólympíuþorpið í gær og smellti nokkrum myndum af því.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×