Prófar sig áfram í öðrum listformum Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 4. apríl 2016 09:00 Halla Ólafsdóttir leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Under Influence. Vísir/Stefán Leikstjóri myndarinnar, Sidney Leoni, bauð mér hlutverkið, en við höfum unnið mikið saman í gegn um tíðina þar sem hann starfar líka sem dansari og danshöfundur,“ segir Halla Ólafsdóttir danshöfundur en hún leikur aðalhlutverk í kvikmyndinni Under Influence sem er um þessar mundir í sýningu í Svíþjóð og Belgíu. Halla Ólafsdóttir býr í Stokkhólmi þar sem hún vinnur sem dansari og danshöfundur. Hún útskrifaðist úr mastersnámi í kóreógrafíu við University College of Dance í Stokkhólmi árið 2010 en hefur þróast mikið sem listamaður og nýtur þess að prófa sig áfram í öðrum listformum. „Það var æðislegt að prófa að vera leikkona en sem dansari og listamaður hef ég mikinn áhuga á að þróa alls konar leiðir til að koma fram. Þar er mjög gaman að fá lánað frá öðrum listformum því það getur svo sannarlega víkkað hugtakið dans og kóreógrafíu,“ segir Halla. Meginþráður myndarinnar er leikur á milli raunveruleikans og skáldskapar. Halla fer með hlutverk Juliu Gordon, en hún er leikkona sem leikur leikkonu. Halla í hlutverki sínu í kvikmyndinni Under Influence. Mynd/Thomas Cartron„Það var frábær reynsla að taka þátt í myndinni, þetta var mikið kapp við náttúruna þar sem birtan og veðrið leika stóran þátt í myndinni. Ég leik leikkonu sem er að leika leikkonu. Í myndinni er hún að vinna að mynd sem heitir Begin Kate Winslet. Það er óhætt að segja að þetta er eins konar leikur milli raunveruleika og draumaheims,” segir Halla en myndin er sýnd í leikhúsum í Svíþjóð og kvikmyndahúsum í Belgíu. „Framleiðendur eru svo að vinna að því að koma henni inn á kvikmyndahátíðir,“ segir Halla og bætir við að mikið gæðafólk hafi komið að myndinni. Framundan er nóg um að vera hjá Höllu en hún er stödd hér á landinu sem stendur og vinnur að nýju dansverki fyrir Íslenska dansflokkinn. „Núna er ég að semja dansverk fyrir Íslenska dansflokkinn ásamt Lovísu Ósk Gunnarsdóttur, verkið heitir What a Feeling og verður frumsýnt 4. maí næstkomandi í Borgarleikhúsinu,” segir Halla en næsta mánuðinn mun hún flakka á milli Íslands og Svíþjóðar. “Ég er líka að sýna verkið Medeu. Sýningin hefur slegið í gegn og núna erum við að fara í sýningaferðalag víðsvegar um Svíþjóð,“ segir Halla. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. apríl. Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira
Leikstjóri myndarinnar, Sidney Leoni, bauð mér hlutverkið, en við höfum unnið mikið saman í gegn um tíðina þar sem hann starfar líka sem dansari og danshöfundur,“ segir Halla Ólafsdóttir danshöfundur en hún leikur aðalhlutverk í kvikmyndinni Under Influence sem er um þessar mundir í sýningu í Svíþjóð og Belgíu. Halla Ólafsdóttir býr í Stokkhólmi þar sem hún vinnur sem dansari og danshöfundur. Hún útskrifaðist úr mastersnámi í kóreógrafíu við University College of Dance í Stokkhólmi árið 2010 en hefur þróast mikið sem listamaður og nýtur þess að prófa sig áfram í öðrum listformum. „Það var æðislegt að prófa að vera leikkona en sem dansari og listamaður hef ég mikinn áhuga á að þróa alls konar leiðir til að koma fram. Þar er mjög gaman að fá lánað frá öðrum listformum því það getur svo sannarlega víkkað hugtakið dans og kóreógrafíu,“ segir Halla. Meginþráður myndarinnar er leikur á milli raunveruleikans og skáldskapar. Halla fer með hlutverk Juliu Gordon, en hún er leikkona sem leikur leikkonu. Halla í hlutverki sínu í kvikmyndinni Under Influence. Mynd/Thomas Cartron„Það var frábær reynsla að taka þátt í myndinni, þetta var mikið kapp við náttúruna þar sem birtan og veðrið leika stóran þátt í myndinni. Ég leik leikkonu sem er að leika leikkonu. Í myndinni er hún að vinna að mynd sem heitir Begin Kate Winslet. Það er óhætt að segja að þetta er eins konar leikur milli raunveruleika og draumaheims,” segir Halla en myndin er sýnd í leikhúsum í Svíþjóð og kvikmyndahúsum í Belgíu. „Framleiðendur eru svo að vinna að því að koma henni inn á kvikmyndahátíðir,“ segir Halla og bætir við að mikið gæðafólk hafi komið að myndinni. Framundan er nóg um að vera hjá Höllu en hún er stödd hér á landinu sem stendur og vinnur að nýju dansverki fyrir Íslenska dansflokkinn. „Núna er ég að semja dansverk fyrir Íslenska dansflokkinn ásamt Lovísu Ósk Gunnarsdóttur, verkið heitir What a Feeling og verður frumsýnt 4. maí næstkomandi í Borgarleikhúsinu,” segir Halla en næsta mánuðinn mun hún flakka á milli Íslands og Svíþjóðar. “Ég er líka að sýna verkið Medeu. Sýningin hefur slegið í gegn og núna erum við að fara í sýningaferðalag víðsvegar um Svíþjóð,“ segir Halla. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. apríl.
Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira