Innlent

Sendi­herra Ís­lands í Brussel kallaður heim

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Gunnar Pálsson, sendiherra Íslands í Brussel, hefur starfað í utanríkisþjónustunni frá árinu 1984. 
Gunnar Pálsson, sendiherra Íslands í Brussel, hefur starfað í utanríkisþjónustunni frá árinu 1984.  Vísir/Vilhelm

Gunnar Pálsson, sendiherra Íslands í Brussel, hefur verið kallaður heim. Gunnar hefur verið mjög gagnrýninn á drög utanríkisráðherra um breytingar á því hvernig sendiherrar skuli skipaðir. Frá þessu var greint á mbl.is í morgun.

Þá hafi umræða farið af stað um að færa Gunnar í aðra sendiherrastöðu en það hafi reynst erfitt sökum ferðahafta vegna kórónuveirufaraldursins. Tilkynnt var að Gunnar skyldi flytja heim fyrir lok júní strax eftir að Gunnar sendi inn mjög gagnrýna umsögn um drög að frumvarpi um breytingar á skipun sendiherra sem hann sendi inn í samrásgátt stjórnvalda.

Engar skýringar voru gefnar á því hvers vegna Gunnari var gefinn svo skammur tími til að flytja aftur heim og að núverandi aðstæður biðu ekki upp á annað. Gunnar segist ekki geta tjáð sig um málið að svo stöddu.

Gunnar hefur starfað í utanríkisþjónustunni frá árinu 1984 og hefur hann starfað sem sendiherra í þrjátíu ár.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×