Var níu daga í fangelsi á Suðurnesjum Karen Kjartansdóttir skrifar 10. maí 2012 18:42 Fimmtán ára gamli drengurinn sem dæmdur var í fangelsi fyrir að framvísa fölsuðum vegabréfum við komu til landsins var í haldi í níu daga í fangelsi á Suðurnesjum. Hann segist hafa liðið hræðilega og finnist hann í fyrsta skipti öruggur hjá fósturfjölskyldu sinni. Bilal Fathi segist verða sextán ára gamall í september en hann er frá Marokkó en ekki Alsír eins og fyrst var haldið. Hann hefur undanfarið búið heima hjá fjölskyldu Salmans Tamimi formanns félags Múslima á Íslandi og þar líði honum vel. Síðustu ár hafi hann flakkað um Norðurlöndin í leit að betra lífi. Síðast hafi hann dvalið í Finnlandi og unnið hjá Marokkóskum manni sem hafi ekki greitt sér laun og farið mjög illa með sig. Hann hafi flúið hann hingað til lands þar sem hann hafði heyrt góða hluti um land og þjóð. „Hann kom frá Marókkó og fór svo til Evrópu. Hann lenti svo hér á Íslandi þar sem hann langar að mennta sig og lifa betra lífi," segir Salmann, fósturfaðir Bilals. Bilal var síðan handtekinn á Keflavíkurflugvelli og settur í fagnaklefa í níu daga. Þá visst segir hann hafa verið hrikalega, hann hafi verið mjög hræddur og liðið eins og stórglæpamanni. „Honum fannst eins og hann væri stórglæpamaður, því fangelsi eru bara fyrir glæpamenn," segir Salmann, sem túlkaði fyrir Bilal í kvöldfréttum Stöðvar 2. Bilal er þó hrifinn af landi og þjóð og langar að búa hér á landi í framtíðinni. „Hann er mjög ánægður núna. Hann býr með fjölskyldu, er öruggur og líður mjög vel. Ég ætla að aðstoða hann í samstarfi við barnaverndarnefnd í Sandgerði. Hann fer svo strax að læra íslensku og ætlar að æfa fótbolta," segir Salmann. „Þetta er voðalega kurteis strákur og konan mín er rosalega ánægð með hann því hann setur í þvottavélina fyrir hana," segir hann. Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira
Fimmtán ára gamli drengurinn sem dæmdur var í fangelsi fyrir að framvísa fölsuðum vegabréfum við komu til landsins var í haldi í níu daga í fangelsi á Suðurnesjum. Hann segist hafa liðið hræðilega og finnist hann í fyrsta skipti öruggur hjá fósturfjölskyldu sinni. Bilal Fathi segist verða sextán ára gamall í september en hann er frá Marokkó en ekki Alsír eins og fyrst var haldið. Hann hefur undanfarið búið heima hjá fjölskyldu Salmans Tamimi formanns félags Múslima á Íslandi og þar líði honum vel. Síðustu ár hafi hann flakkað um Norðurlöndin í leit að betra lífi. Síðast hafi hann dvalið í Finnlandi og unnið hjá Marokkóskum manni sem hafi ekki greitt sér laun og farið mjög illa með sig. Hann hafi flúið hann hingað til lands þar sem hann hafði heyrt góða hluti um land og þjóð. „Hann kom frá Marókkó og fór svo til Evrópu. Hann lenti svo hér á Íslandi þar sem hann langar að mennta sig og lifa betra lífi," segir Salmann, fósturfaðir Bilals. Bilal var síðan handtekinn á Keflavíkurflugvelli og settur í fagnaklefa í níu daga. Þá visst segir hann hafa verið hrikalega, hann hafi verið mjög hræddur og liðið eins og stórglæpamanni. „Honum fannst eins og hann væri stórglæpamaður, því fangelsi eru bara fyrir glæpamenn," segir Salmann, sem túlkaði fyrir Bilal í kvöldfréttum Stöðvar 2. Bilal er þó hrifinn af landi og þjóð og langar að búa hér á landi í framtíðinni. „Hann er mjög ánægður núna. Hann býr með fjölskyldu, er öruggur og líður mjög vel. Ég ætla að aðstoða hann í samstarfi við barnaverndarnefnd í Sandgerði. Hann fer svo strax að læra íslensku og ætlar að æfa fótbolta," segir Salmann. „Þetta er voðalega kurteis strákur og konan mín er rosalega ánægð með hann því hann setur í þvottavélina fyrir hana," segir hann.
Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira