Var níu daga í fangelsi á Suðurnesjum Karen Kjartansdóttir skrifar 10. maí 2012 18:42 Fimmtán ára gamli drengurinn sem dæmdur var í fangelsi fyrir að framvísa fölsuðum vegabréfum við komu til landsins var í haldi í níu daga í fangelsi á Suðurnesjum. Hann segist hafa liðið hræðilega og finnist hann í fyrsta skipti öruggur hjá fósturfjölskyldu sinni. Bilal Fathi segist verða sextán ára gamall í september en hann er frá Marokkó en ekki Alsír eins og fyrst var haldið. Hann hefur undanfarið búið heima hjá fjölskyldu Salmans Tamimi formanns félags Múslima á Íslandi og þar líði honum vel. Síðustu ár hafi hann flakkað um Norðurlöndin í leit að betra lífi. Síðast hafi hann dvalið í Finnlandi og unnið hjá Marokkóskum manni sem hafi ekki greitt sér laun og farið mjög illa með sig. Hann hafi flúið hann hingað til lands þar sem hann hafði heyrt góða hluti um land og þjóð. „Hann kom frá Marókkó og fór svo til Evrópu. Hann lenti svo hér á Íslandi þar sem hann langar að mennta sig og lifa betra lífi," segir Salmann, fósturfaðir Bilals. Bilal var síðan handtekinn á Keflavíkurflugvelli og settur í fagnaklefa í níu daga. Þá visst segir hann hafa verið hrikalega, hann hafi verið mjög hræddur og liðið eins og stórglæpamanni. „Honum fannst eins og hann væri stórglæpamaður, því fangelsi eru bara fyrir glæpamenn," segir Salmann, sem túlkaði fyrir Bilal í kvöldfréttum Stöðvar 2. Bilal er þó hrifinn af landi og þjóð og langar að búa hér á landi í framtíðinni. „Hann er mjög ánægður núna. Hann býr með fjölskyldu, er öruggur og líður mjög vel. Ég ætla að aðstoða hann í samstarfi við barnaverndarnefnd í Sandgerði. Hann fer svo strax að læra íslensku og ætlar að æfa fótbolta," segir Salmann. „Þetta er voðalega kurteis strákur og konan mín er rosalega ánægð með hann því hann setur í þvottavélina fyrir hana," segir hann. Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Sjá meira
Fimmtán ára gamli drengurinn sem dæmdur var í fangelsi fyrir að framvísa fölsuðum vegabréfum við komu til landsins var í haldi í níu daga í fangelsi á Suðurnesjum. Hann segist hafa liðið hræðilega og finnist hann í fyrsta skipti öruggur hjá fósturfjölskyldu sinni. Bilal Fathi segist verða sextán ára gamall í september en hann er frá Marokkó en ekki Alsír eins og fyrst var haldið. Hann hefur undanfarið búið heima hjá fjölskyldu Salmans Tamimi formanns félags Múslima á Íslandi og þar líði honum vel. Síðustu ár hafi hann flakkað um Norðurlöndin í leit að betra lífi. Síðast hafi hann dvalið í Finnlandi og unnið hjá Marokkóskum manni sem hafi ekki greitt sér laun og farið mjög illa með sig. Hann hafi flúið hann hingað til lands þar sem hann hafði heyrt góða hluti um land og þjóð. „Hann kom frá Marókkó og fór svo til Evrópu. Hann lenti svo hér á Íslandi þar sem hann langar að mennta sig og lifa betra lífi," segir Salmann, fósturfaðir Bilals. Bilal var síðan handtekinn á Keflavíkurflugvelli og settur í fagnaklefa í níu daga. Þá visst segir hann hafa verið hrikalega, hann hafi verið mjög hræddur og liðið eins og stórglæpamanni. „Honum fannst eins og hann væri stórglæpamaður, því fangelsi eru bara fyrir glæpamenn," segir Salmann, sem túlkaði fyrir Bilal í kvöldfréttum Stöðvar 2. Bilal er þó hrifinn af landi og þjóð og langar að búa hér á landi í framtíðinni. „Hann er mjög ánægður núna. Hann býr með fjölskyldu, er öruggur og líður mjög vel. Ég ætla að aðstoða hann í samstarfi við barnaverndarnefnd í Sandgerði. Hann fer svo strax að læra íslensku og ætlar að æfa fótbolta," segir Salmann. „Þetta er voðalega kurteis strákur og konan mín er rosalega ánægð með hann því hann setur í þvottavélina fyrir hana," segir hann.
Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Sjá meira