Innlent

Draga lærdóm af mistökum ráðherra

Ungir jafnaðarmenn segja að draga verði lærdóm af mistökum Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherraog Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra í Íraksmálinu. Samtökin vilja fyrir alla muni, og telja víst að þorri þjóðarinnar sé því sammála, að hindra verði að slík mistök geti endurtekið sig. Í  tilkynningunni segir: Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, fagna því að Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, hafi nú loksins viðurkennt mistök í aðdraganda þeirrar ákvörðunar hans og Davíðs Oddssonar að styðja innrás Bandaríkjamanna í Írak. Batnandi mönnum er best að lifa.Ungir jafnaðarmenn vilja fyrir alla muni, og telja víst að þorri þjóðarinnar sé því sammála, að hindra verði að slík mistök geti endurtekið sig. UJ leggur til að stjórnarskránefndin sem nú er að störfum skoði hvernig tryggja megi að afdrifaríkar ákvarðanir eins og stuðningur við stríð verði bornar undir Alþingi en geti aldrei aftur orðið einkamála tveggja einstaklinga.Formönnum ríkisstjórnarflokkanna þykir greinilega erfitt og leiðinlegt að ræða þessa ákvörðun sína. Þeir hvetja almenning til að vera bjartsýnan og horfa fram á veg. Ungir jafnaðarmenn geta ekki samþykkt að best sé að gleyma málinu. Þó að stríðið sé háð í fjarlægum heimshluta þá eru fórnarlömb þess raunveruleg. Þau er fórnarlömb stríðs sem enn er í fullum gangi. Stríðs sem Ísland kvittaði undir. Ekki aftur! Ekki í okkar nafni!



Fleiri fréttir

Sjá meira


×