Enski boltinn

Lambert: Eigandinn varaði mig við starfinu og hann hafði rétt fyrir sér

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Paul Lambert er atvinnulaus.
Paul Lambert er atvinnulaus. vísir/getty
Paul Lambert, knattspyrnustjóri Aston Villa, var rekinn í gærkvöldi eftir að liðið féll niður í fallsæti í ensku úrvalsdeildinni.

Villa-liðið er aðeins búið að skora tólf mörk í 25 leikjum í úrvalsdeildinni á þessari leiktíð, færri en nokkurt lið í efstu fjórum deildum enska boltans.

Sjá einnig:Aston Villa rak Paul Lambert í kvöld

„Randy Lerner, eigandi félagsins, varaði mig við því að ég væri að taka að mér erfiðasta starf ævi minnar. Og hann hafði ekki rangt fyrir sér,“ segir Paul Lambert í yfirlýsingu til fjölmiðla.

„Ég hef samt aldrei skorast undan áskorun og því lagði ég hjarta mitt og sálu starfið frá fyrsta degi til þess síðasta.“

Þrátt fyrir erfiða tíma með Villa segist Skotinn vera stoltur af sínum störfum þar.

„Mitt fyrsta verk var að endurnýja leikmannahópinn, lækka launakostnaðinn en samt sem áður halda liðinu í úrvalsdeildinni,“ segir hann.

„Takmarkið var líka að koma upp okkar ungu leikmönnum og gefa þeim tækifæri á að spila. Ég vil þakka leikmönnunum innilega fyrir samstarfið. Hverjum einum og einasta,“ segir Paul Lambert.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×