Niðurstaðan kom saksóknara ekki á óvart Hjörtur Hjartarson skrifar 12. febrúar 2015 19:30 Hæstiréttur sakfelldi í dag fjóra fyrrverandi stjórnendur Kaupþings vegna brota í Al Thani málinu svokallaða. Saksóknari telur að dómurinn sé fordæmisgefandi í svipuðum málum sem eru til meðferðar hjá Sérstökum saksóknara. Allir hinna ákærðu voru dæmdir til óskilorðisbundinnar fangelsivistar fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun. Refsing Hreiðars Márs Sigurðssonar er óbreytt frá því í héraði, fimm og hálfs árs fangelsi. Dómurinn yfir Sigurði Einarssyni var mildaður úr í fimm ár í fjögur. Refsing Ólafs Ólafssonar og Magnúsar Guðmundssonar var þyngd um eitt ár, úr þremur og hálfu ári í fjögur og hálft ár. Enginn sakborninganna var viðstaddur dómsuppkvaðninguna í dag. Málið er eitt það umsvifamesta sem embætti sérstaks saksóknar hefur rekið. Í grófum dráttum snýst það um kaup sjeiksins Mohammed Al Thani frá Katar á fimm komma núll eitt prósenta hlut í Kaupþingi, rétt fyrir hrun. Hlutabréfin voru seld fyrir 25,7 milljarða króna og lánaði bankinn allt söluverðið en Al Thani gekkst í persónulega ábyrgð fyrir helmingi upphæðarinnar. Ekkert fjármagn kom því inn í bankann og ekkert fór út úr honum. Með þessu taldi ákæruvaldið að um sýndarviðskipti hafi verið að ræða til styrkja stöðu bankans út á við án þess að raunveruleg innspýting á fjármagni lægi þar að baki. Þá hafi viðskiptin valdið bankanum mikilli fjártjónshættu. Sakborningar neituðu þessum ásökunum og bentu á að sjeikinn hefði greitt þrotabúi Kaupþings þrjá og hálfan milljarð króna. Þar með væru rök saksóknara um að viðskiptin hafi skaðað bankann að engu orðin.Björn Þorvaldsson, saksóknariMálið hefur verið til umfjöllunar hjá dómstólum undanfarin ár og var endapunkturinn settur í Hæstarétti í dag. Björn Þorvaldsson, saksóknarinn í málinu segir niðurstöðuna ekki hafa komið sér á óvart. „Ég er auðvitað ekki búinn að lesa dóminn eftir að því er lokið er hægt að ráða í forsendur dómsins. En refsingarnar benda til að þetta sé algjörlega eins og lagt var upp með,“ segir Björn.„Telur þú að þessi dómur breytir einhverju varðandi önnur mál sem þið eruð með til meðferðar?“ „Það er mjög erfitt að segja. Aftur, ég verð að lesa dóminn og átta mig á því en ég hugsa að svo hljóti að vera. Þetta hlýtur að hafa fordæmisgildi í svipuðum málum sem við höfum til meðferðar nú.“ Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Fleiri fréttir Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Sjá meira
Hæstiréttur sakfelldi í dag fjóra fyrrverandi stjórnendur Kaupþings vegna brota í Al Thani málinu svokallaða. Saksóknari telur að dómurinn sé fordæmisgefandi í svipuðum málum sem eru til meðferðar hjá Sérstökum saksóknara. Allir hinna ákærðu voru dæmdir til óskilorðisbundinnar fangelsivistar fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun. Refsing Hreiðars Márs Sigurðssonar er óbreytt frá því í héraði, fimm og hálfs árs fangelsi. Dómurinn yfir Sigurði Einarssyni var mildaður úr í fimm ár í fjögur. Refsing Ólafs Ólafssonar og Magnúsar Guðmundssonar var þyngd um eitt ár, úr þremur og hálfu ári í fjögur og hálft ár. Enginn sakborninganna var viðstaddur dómsuppkvaðninguna í dag. Málið er eitt það umsvifamesta sem embætti sérstaks saksóknar hefur rekið. Í grófum dráttum snýst það um kaup sjeiksins Mohammed Al Thani frá Katar á fimm komma núll eitt prósenta hlut í Kaupþingi, rétt fyrir hrun. Hlutabréfin voru seld fyrir 25,7 milljarða króna og lánaði bankinn allt söluverðið en Al Thani gekkst í persónulega ábyrgð fyrir helmingi upphæðarinnar. Ekkert fjármagn kom því inn í bankann og ekkert fór út úr honum. Með þessu taldi ákæruvaldið að um sýndarviðskipti hafi verið að ræða til styrkja stöðu bankans út á við án þess að raunveruleg innspýting á fjármagni lægi þar að baki. Þá hafi viðskiptin valdið bankanum mikilli fjártjónshættu. Sakborningar neituðu þessum ásökunum og bentu á að sjeikinn hefði greitt þrotabúi Kaupþings þrjá og hálfan milljarð króna. Þar með væru rök saksóknara um að viðskiptin hafi skaðað bankann að engu orðin.Björn Þorvaldsson, saksóknariMálið hefur verið til umfjöllunar hjá dómstólum undanfarin ár og var endapunkturinn settur í Hæstarétti í dag. Björn Þorvaldsson, saksóknarinn í málinu segir niðurstöðuna ekki hafa komið sér á óvart. „Ég er auðvitað ekki búinn að lesa dóminn eftir að því er lokið er hægt að ráða í forsendur dómsins. En refsingarnar benda til að þetta sé algjörlega eins og lagt var upp með,“ segir Björn.„Telur þú að þessi dómur breytir einhverju varðandi önnur mál sem þið eruð með til meðferðar?“ „Það er mjög erfitt að segja. Aftur, ég verð að lesa dóminn og átta mig á því en ég hugsa að svo hljóti að vera. Þetta hlýtur að hafa fordæmisgildi í svipuðum málum sem við höfum til meðferðar nú.“
Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Fleiri fréttir Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Sjá meira