VG leggur til allt aðra leið í ríkisfjármálum Heimir Már Pétursson skrifar 10. desember 2013 11:05 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna og Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður segja stefnu VG allt aðra en stjórnarflokkanna. mynd/vilhelm Vinstri græn leggja fram breytingartillögur við fjárlagafrumvarpið sem fela í sér auknar tekjur upp á tíu milljarða og aukin útgjöld upp á ellefu milljarða. Hvorki vaxtabætur né barnabætur yrðu skertar og nefskattur Ríkisútvarpsins færi óskiptur til stofnunarinnar. Þingflokkur Vinstri grænna kynnti breytingartillögur sínar við fjárlagafrumvarpið á fréttamannafundi í alþingishúsinu í morgun. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir tillögurnar í samræmi við málflutning Vinstri grænna fyrir kosningar. „Því við teljum í raun og veru að Alþingi hafi raunhæfan valkost við þá niðurskurðarstefnu sem ríkisstjórnin hefur markað. Okkar tillögur snúast um að hefja uppbyggingu á almannaþjónustu í þágu fólksins í landinu og afla þá tekna, til að mynda með því að hækka á ný sérstakt veiðigjald og virðisaukaskatt á hótelgistingu,“ segir Katrín. Sá skattur yrði hækkaður úr 7 prósentum í 14 prósent hinn 1. mars á næsta ári, fallið yrði frá lækkun tekjuskatts í miðþrepi sem gæfi fimm milljarða, 4,7 milljarðar kæmu með hækkun veiðigjalds og leigugjald á makríl sem gæfi sjö milljarða og þá yrði auðlegðarskattur framlengdur sem gæfi 9 milljarða. Tekjur ríkissjóðs myndu aukast um 10 milljarða á næsta ári og 20 milljarða árið 2015. „Og fara í aðrar leiðir til þess að geta dregið úr niðurskurði og verið með einhverja innspýtingu í atvinnusköpun á sviði rannsókna og nýsköpunar,“ segir Katrín. En gera þingmenn Vinstri grænna þá ekki ráð fyrir neinum aðgerðum til að lækka skuldir heimilanna eins og ríkisstjórnin gerir ráð fyrir í sínum breytingatillögum við fjárlagafrumvarpið? „Nú höfum við auðvitað ekki séð breytingatillögur ríkisstjórnarinnar en þær miðast við sérstakan tekjustofn. Okkar tillögur snúast fyrst og fremst um breytingar á því frumvarpi sem við höfum séð,“ bætir Katrín við. Heildarútgjöld myndu aukast um 11 milljarða á næsta ári. Fjárfestingaráætlun fyrri stjórnar tæki að hluta til gildi vegna minni tekna og áfram yrði afgangur á fjárlögum eins og stjórnarflokkarnir ganga út frá. Útgjöld til heilbrigðismála yrðu aukin um 5 milljarða, 300 milljónir færu til skapandi greina, 730 milljónir til rannsóknarsjóðs, tæknirannsóknarsjóðs og markaðsátaks og fleira. Þá rynni útvarpsskatturinn óskiptur til Ríkisútvarpsins. „Við gerum ekki ráð fyrir lækkun barna- og vaxtabóta og við gerum raunar ráð fyrir því að efla fæðingarorlofssjóð og við gerum ráð fyrir því líka að efla og bæta í þróunarsjóðina. Þannig að eins og þú heyrir bera okkar tillögur vott um aðra pólitík og aðra forgangsröðun,“ segir Katrín Jakobsdóttir.Tillögur Vinstri grænna má skoða í heild sinni í meðfylgjandi skjali. Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng lokuð til norðurs Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Sjá meira
Vinstri græn leggja fram breytingartillögur við fjárlagafrumvarpið sem fela í sér auknar tekjur upp á tíu milljarða og aukin útgjöld upp á ellefu milljarða. Hvorki vaxtabætur né barnabætur yrðu skertar og nefskattur Ríkisútvarpsins færi óskiptur til stofnunarinnar. Þingflokkur Vinstri grænna kynnti breytingartillögur sínar við fjárlagafrumvarpið á fréttamannafundi í alþingishúsinu í morgun. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir tillögurnar í samræmi við málflutning Vinstri grænna fyrir kosningar. „Því við teljum í raun og veru að Alþingi hafi raunhæfan valkost við þá niðurskurðarstefnu sem ríkisstjórnin hefur markað. Okkar tillögur snúast um að hefja uppbyggingu á almannaþjónustu í þágu fólksins í landinu og afla þá tekna, til að mynda með því að hækka á ný sérstakt veiðigjald og virðisaukaskatt á hótelgistingu,“ segir Katrín. Sá skattur yrði hækkaður úr 7 prósentum í 14 prósent hinn 1. mars á næsta ári, fallið yrði frá lækkun tekjuskatts í miðþrepi sem gæfi fimm milljarða, 4,7 milljarðar kæmu með hækkun veiðigjalds og leigugjald á makríl sem gæfi sjö milljarða og þá yrði auðlegðarskattur framlengdur sem gæfi 9 milljarða. Tekjur ríkissjóðs myndu aukast um 10 milljarða á næsta ári og 20 milljarða árið 2015. „Og fara í aðrar leiðir til þess að geta dregið úr niðurskurði og verið með einhverja innspýtingu í atvinnusköpun á sviði rannsókna og nýsköpunar,“ segir Katrín. En gera þingmenn Vinstri grænna þá ekki ráð fyrir neinum aðgerðum til að lækka skuldir heimilanna eins og ríkisstjórnin gerir ráð fyrir í sínum breytingatillögum við fjárlagafrumvarpið? „Nú höfum við auðvitað ekki séð breytingatillögur ríkisstjórnarinnar en þær miðast við sérstakan tekjustofn. Okkar tillögur snúast fyrst og fremst um breytingar á því frumvarpi sem við höfum séð,“ bætir Katrín við. Heildarútgjöld myndu aukast um 11 milljarða á næsta ári. Fjárfestingaráætlun fyrri stjórnar tæki að hluta til gildi vegna minni tekna og áfram yrði afgangur á fjárlögum eins og stjórnarflokkarnir ganga út frá. Útgjöld til heilbrigðismála yrðu aukin um 5 milljarða, 300 milljónir færu til skapandi greina, 730 milljónir til rannsóknarsjóðs, tæknirannsóknarsjóðs og markaðsátaks og fleira. Þá rynni útvarpsskatturinn óskiptur til Ríkisútvarpsins. „Við gerum ekki ráð fyrir lækkun barna- og vaxtabóta og við gerum raunar ráð fyrir því að efla fæðingarorlofssjóð og við gerum ráð fyrir því líka að efla og bæta í þróunarsjóðina. Þannig að eins og þú heyrir bera okkar tillögur vott um aðra pólitík og aðra forgangsröðun,“ segir Katrín Jakobsdóttir.Tillögur Vinstri grænna má skoða í heild sinni í meðfylgjandi skjali.
Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng lokuð til norðurs Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Sjá meira