Tóku upp plötu í rólegheitum á Grænlandi Stefán Þór Hjartarson skrifar 17. ágúst 2017 11:45 Stereo Hypnosis og Futuregrapher mættir til Grænlands. Mynd/Aðsend „Við fórum til að spila á tónlistarhátíðinni Arctic Sounds sem er stærsta hátíð Grænlands og er haldin í Sisimiut, þetta er norrænt samstarf þar sem hljómsveitir frá öllum Norðurlöndunum spila. Við erum í rosa skemmtilegu gömlu húsi þarna í bænum og það slysaðist eiginlega þannig að við ákváðum að henda í plötu. Við fórum í stúdíó og platan var tekin upp á tveggja rása upptöku – í einni töku, þetta er eiginlega spunatónverk sem heppnaðist svo vel að við ákváðum að gefa það út sem plötu. Það var aldrei ætlunin að gera þessa plötu, við fórum bara út saman og spiluðum hver í sínu lagi og svo gerðist þetta. Það hefur samt alltaf verið pínu draumur að við myndum gera plötu saman,“ segir Pan Thorarensen úr hljómsveitinni Stereo Hypnosis sem tók upp plötuna Toqqissivoq með tónlistarmanninum Futuregrapher í Sisimiut á Grænlandi. Hljómsveitina Stereo Hypnosis skipa þeir Pan Thorarensen, Óskar Thorarensen og Þorkell Atlason en þeir hafa gefið út tvær breiðskífur auk Toqqissivoq. Futuregrapher er Árni Grétar Jóhannesson og hefur hann verið, ásamt Stereo Hypnosis og fleirum, í fremstu línu í íslenska raftónlistarheiminum. Nafn plötunnar merkir að vera rólegur á grænlensku og segir Pan það fanga nákvæmlega tilfinninguna sem átti sér stað við gerð plötunnar. Þeir voru líka duglegir við að taka myndir og myndbönd í ferðinni og héldu útgáfutónleika sem í leiðinni voru sýning á ljósmyndum og myndböndum teknum í Sisimiut. „Þetta er rosalega skemmtilegur staður. Þetta er um það bil fimm þúsund manna bær og ekkert margir sem slysast þangað. Flestir fara til Kulusuq eða Nuuk kannski. Það er líka vesen að komast þangað – maður þarf að fljúga til Nuuk og taka rellu yfir, þetta er svolítið ævintýri.“ Tónlist Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Við fórum til að spila á tónlistarhátíðinni Arctic Sounds sem er stærsta hátíð Grænlands og er haldin í Sisimiut, þetta er norrænt samstarf þar sem hljómsveitir frá öllum Norðurlöndunum spila. Við erum í rosa skemmtilegu gömlu húsi þarna í bænum og það slysaðist eiginlega þannig að við ákváðum að henda í plötu. Við fórum í stúdíó og platan var tekin upp á tveggja rása upptöku – í einni töku, þetta er eiginlega spunatónverk sem heppnaðist svo vel að við ákváðum að gefa það út sem plötu. Það var aldrei ætlunin að gera þessa plötu, við fórum bara út saman og spiluðum hver í sínu lagi og svo gerðist þetta. Það hefur samt alltaf verið pínu draumur að við myndum gera plötu saman,“ segir Pan Thorarensen úr hljómsveitinni Stereo Hypnosis sem tók upp plötuna Toqqissivoq með tónlistarmanninum Futuregrapher í Sisimiut á Grænlandi. Hljómsveitina Stereo Hypnosis skipa þeir Pan Thorarensen, Óskar Thorarensen og Þorkell Atlason en þeir hafa gefið út tvær breiðskífur auk Toqqissivoq. Futuregrapher er Árni Grétar Jóhannesson og hefur hann verið, ásamt Stereo Hypnosis og fleirum, í fremstu línu í íslenska raftónlistarheiminum. Nafn plötunnar merkir að vera rólegur á grænlensku og segir Pan það fanga nákvæmlega tilfinninguna sem átti sér stað við gerð plötunnar. Þeir voru líka duglegir við að taka myndir og myndbönd í ferðinni og héldu útgáfutónleika sem í leiðinni voru sýning á ljósmyndum og myndböndum teknum í Sisimiut. „Þetta er rosalega skemmtilegur staður. Þetta er um það bil fimm þúsund manna bær og ekkert margir sem slysast þangað. Flestir fara til Kulusuq eða Nuuk kannski. Það er líka vesen að komast þangað – maður þarf að fljúga til Nuuk og taka rellu yfir, þetta er svolítið ævintýri.“
Tónlist Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“