Boða rómantíska stemmningu á sundlaugarbakkanum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. febrúar 2019 14:01 Sundlaug Kópavogs nýtur mikilla vinsælda hjá íbúm í bænum og víðar á höfuðborgarsvæðinu. Kópavogur.is Vetrarhátíð fer fram í Kópavogi dagana 8. og 9. febrúar. Safnanótt er haldin föstudaginn 8. febrúar og laugardaginn 9. febrúar er komið að sundlauganótt. Að vanda er metnaðarfull dagskrá í Kópavogi bæði kvöldin. Menningarhúsin í Kópavogi, Kópavogskirkja og Midpunkt gallerí taka þátt í Safnanótt og hefst dagskrá klukkan 18.00 og stendur til 23.00. Pure Deli í Gerðarsafni verður þó opið til miðnættis en þar verður hamingjustund og tónlist. Sundlauganótt fer fram í Salalaug að þessu sinni. Ókeypis er inn í laugina frá klukkan 18 og opið til 22.00. Viðburðir, rómantísk stemning á bakknum og ókeypis ís fyrir börnin, að því er segir í tilkynningu frá Kópavogsbæ. „Dagskrá Vetrarhátíðar í Kópavogi hefur aldrei verið glæsilegri en núna. Viðburðir eru fjölmargir og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi,“ segir Soffía Karlsdóttir, forstöðumaður menningarmála í Kópavogi. Kópavogskirkja er eitt af þekktari kennileitum Kópavogs.Kópavogur.is Kirkjan tekur á sig óvenjulega mynd Ævar Þór Benediktsson er sérstakur gestur á Bókasafni Kópavogs á Safnanótt en hann er höfundur bókaflokksins góðkunna. Ratleikur í anda bókanna fer fram á öllum hæðum og Ævar Þór leiðir áheyrendur á vit ævintýranna með skemmtilegum viðburðum. Þar fyrir utan verða ýmsir fróðlegir og fjörugir viðburðir á Bókasafninu. Kópavogskirkja og Borgarholtið taka á sig óvenjulega mynd með vörpun á vídeóverki Hrundar Atladóttur . Inni í kirkjunni verður raftónlistarupplifun undir stjórn Arnljóts Sigurðssonar og Sr. Sigurður Arnarson veitir leiðsögn um nýuppgerða glugga Gerðar Helgadóttur. Í Náttúrufræðistofu verða lífverur í vötnum, sýnatökur og rannsóknir til umfjöllunar, sérfræðingar sýna aðferðir og svara spurningum forvitinna gesta. Í Gerðarsafni verður boðið upp á hefðbundna og dansleiðsögn um sýninguna Ó, hve hljótt. Þá leiðir Curver Thoroddsen viðburð þar sem gestir varpa eigin vídeóverki á veggi. Midpunkt gallerí tekur þátt og sýnir einnig brot af verkum frá síðustu sýningum. Í Salnum verða tvennir tónleikar með Gissuri Páli Gissurarsyni. Loks má þess geta að í Héraðsskjalasafni Kópavogs verða sýndar kvikmyndir frá ýmsum tímum undir leiðsögn valinkunnra sagnaþula bæjarins. Frítt í Salalaug á Sundlauganótt Salalaug tekur þátt í Sundlauganótt sem fram fer næsta laugardag, 9. febrúar. Frítt verður í laugina frá klukkan 18.00 og opið til 22.00. Boðið verður upp á skemmtilega dagskrá, aqua zumba, jóga, samflot og þá verður töframaður og uppistand. Rómantísk stemning og tónlist verður við útilaugina, og lýst upp með kyndlum. Ókeypis ís verður á boðstólum fyrir börnin. Vetrarhátíð í Kópavogi er hluti af Vetrarhátíð á höfuðborgarsvæðinu. Kópavogur Sundlaugar Vetrarhátíð Tengdar fréttir Dalur dauðans, miðbæjarflot og ljósaganga á Vetrarhátíð 2019 Vetrarhátíð verður haldin dagana 7. – 9. febrúar næstkomandi. Hátíðin er nú haldin í 18. sinn og fer fram í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. 1. febrúar 2019 13:50 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Vetrarhátíð fer fram í Kópavogi dagana 8. og 9. febrúar. Safnanótt er haldin föstudaginn 8. febrúar og laugardaginn 9. febrúar er komið að sundlauganótt. Að vanda er metnaðarfull dagskrá í Kópavogi bæði kvöldin. Menningarhúsin í Kópavogi, Kópavogskirkja og Midpunkt gallerí taka þátt í Safnanótt og hefst dagskrá klukkan 18.00 og stendur til 23.00. Pure Deli í Gerðarsafni verður þó opið til miðnættis en þar verður hamingjustund og tónlist. Sundlauganótt fer fram í Salalaug að þessu sinni. Ókeypis er inn í laugina frá klukkan 18 og opið til 22.00. Viðburðir, rómantísk stemning á bakknum og ókeypis ís fyrir börnin, að því er segir í tilkynningu frá Kópavogsbæ. „Dagskrá Vetrarhátíðar í Kópavogi hefur aldrei verið glæsilegri en núna. Viðburðir eru fjölmargir og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi,“ segir Soffía Karlsdóttir, forstöðumaður menningarmála í Kópavogi. Kópavogskirkja er eitt af þekktari kennileitum Kópavogs.Kópavogur.is Kirkjan tekur á sig óvenjulega mynd Ævar Þór Benediktsson er sérstakur gestur á Bókasafni Kópavogs á Safnanótt en hann er höfundur bókaflokksins góðkunna. Ratleikur í anda bókanna fer fram á öllum hæðum og Ævar Þór leiðir áheyrendur á vit ævintýranna með skemmtilegum viðburðum. Þar fyrir utan verða ýmsir fróðlegir og fjörugir viðburðir á Bókasafninu. Kópavogskirkja og Borgarholtið taka á sig óvenjulega mynd með vörpun á vídeóverki Hrundar Atladóttur . Inni í kirkjunni verður raftónlistarupplifun undir stjórn Arnljóts Sigurðssonar og Sr. Sigurður Arnarson veitir leiðsögn um nýuppgerða glugga Gerðar Helgadóttur. Í Náttúrufræðistofu verða lífverur í vötnum, sýnatökur og rannsóknir til umfjöllunar, sérfræðingar sýna aðferðir og svara spurningum forvitinna gesta. Í Gerðarsafni verður boðið upp á hefðbundna og dansleiðsögn um sýninguna Ó, hve hljótt. Þá leiðir Curver Thoroddsen viðburð þar sem gestir varpa eigin vídeóverki á veggi. Midpunkt gallerí tekur þátt og sýnir einnig brot af verkum frá síðustu sýningum. Í Salnum verða tvennir tónleikar með Gissuri Páli Gissurarsyni. Loks má þess geta að í Héraðsskjalasafni Kópavogs verða sýndar kvikmyndir frá ýmsum tímum undir leiðsögn valinkunnra sagnaþula bæjarins. Frítt í Salalaug á Sundlauganótt Salalaug tekur þátt í Sundlauganótt sem fram fer næsta laugardag, 9. febrúar. Frítt verður í laugina frá klukkan 18.00 og opið til 22.00. Boðið verður upp á skemmtilega dagskrá, aqua zumba, jóga, samflot og þá verður töframaður og uppistand. Rómantísk stemning og tónlist verður við útilaugina, og lýst upp með kyndlum. Ókeypis ís verður á boðstólum fyrir börnin. Vetrarhátíð í Kópavogi er hluti af Vetrarhátíð á höfuðborgarsvæðinu.
Kópavogur Sundlaugar Vetrarhátíð Tengdar fréttir Dalur dauðans, miðbæjarflot og ljósaganga á Vetrarhátíð 2019 Vetrarhátíð verður haldin dagana 7. – 9. febrúar næstkomandi. Hátíðin er nú haldin í 18. sinn og fer fram í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. 1. febrúar 2019 13:50 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Dalur dauðans, miðbæjarflot og ljósaganga á Vetrarhátíð 2019 Vetrarhátíð verður haldin dagana 7. – 9. febrúar næstkomandi. Hátíðin er nú haldin í 18. sinn og fer fram í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. 1. febrúar 2019 13:50