Umferðarslys í Húnavatnssýslu: „Skyldu sjúkraflutningamennirnir koma eða ekki?“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. maí 2017 21:36 Frá slysstað. mynd/höskuldur birkir Fjórir erlendir ferðamenn voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir umferðarslys við bæinn Hólabak í Húnavatnssýslu í kvöld. Ekki er talið að neinn hafi sakað alvarlega, en bíllinn er gjörónýtur, líkt og sjá má á myndskeiðinu neðst í fréttinni. Höskuldur Birkir Erlingsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Blönduósi, varð vitni að slysinu en hann var á frívakt þegar það varð. Hann þakkar fyrir að hafa getað fengið aðstoð sjúkraflutningamanna því fimm af sjö sjúkraflutningamönnum á Blönduósi hafa sagt upp störfum vegna kjaramála. Hann hafi því verið afar áhyggjufullur um tíma.Sjá einnig:Sjúkraflutningamennirnir hætta í vikunni „Ég var þarna á mínum bíl á leið frá Reykjavík. Fyrir framan mig voru sex eða sjö jeppar í samfloti en þar voru allir erlendir ferðamenn,“ segir hann.Hefur líklega dottað Skyndilega hafi einn bíll úr hópnum tekið sveig til hægri með þeim afleiðingum að hann hafnaði utan vegar. „Ég sá bara þegar einn af jepplingunum, sem var sirka í miðjum hóp, tekur sig allt í einu út úr hópnum, sveigir til hægri og fer út af veginum. Þaðan fer hann ofan í hvilft, tekur flugið, yfir heimreiðina við sveitabæinn og endar úti í móa. Hann valt og endastakkst og endaði svo á toppnum og er mikið skemmdur,“ segir Höskuldur sem telur hugsanlegt að ökumaðurinn hafi dottað. Höskuldur segist hafa tekið stjórn á vettvangi um leið, hringt eftir aðstoð og reynt að róa hópinn. Fólkið hafi verið í miklu uppnámi en að aðeins einn úr hópnum hafi verið enskumælandi. Sá hafi því þurft að túlka allt. „Ég sinnti ökumanninum, reyndi að fá hann til þess að hreyfa sig ekki því hann var greinilega með höfuðmeiðsl. Ég hélt honum svo í skorðum, í kjöltunni á mér á meðan ég beið eftir sjúkraliði,” segir hann. Hann hafi þó óttast það versta, því bróðurpartur sjúkraflutningamanna í Austur-Húnavatnssýslu hefur sagt upp störfum vegna kjaramála. „Á meðan þessu stóð og allt var í gangi þá varð mér hugsað til þess að það var allt komið í voða með stöðu sjúkraflutningamanna og ég vissi ekki hvort þeir væru núna að hætta eða hvenær. Skyldu sjúkraflutningamennirnir koma eða ekki, hugsaði ég. Þetta mál hvílir á fólki eins og mara, enda reiðum við okkur á þetta fólk.”Bandarískur læknir og hjúkrunarkona Höskuldur segir það hafa verið mikinn létti þegar aðstoðin barst, og hversu fljótt hún barst. Bæði hafi sjúkraflutningamenn verið fljótir á vettvang sem og þyrla Landhelgisgæslunnar. Að auki hafi hann fengið aðstoð frá bandarískum hjónum; lækni og hjúkrunarkonu. Hins vegar segist hann vonast til þess að hægt verði að leysa mál sjúkraflutningamanna strax enda sé mikið í húfi. Höskuldur tók myndband af vettvangi, en það má sjá hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Sjúkraflutningamennirnir á Blönduósi hætta í vikunni Nær engin hreyfing á málinu frá því sjúkraflutningamenn á Blönsuósi sögðu upp í apríl 15. maí 2017 19:00 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Fjórir erlendir ferðamenn voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir umferðarslys við bæinn Hólabak í Húnavatnssýslu í kvöld. Ekki er talið að neinn hafi sakað alvarlega, en bíllinn er gjörónýtur, líkt og sjá má á myndskeiðinu neðst í fréttinni. Höskuldur Birkir Erlingsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Blönduósi, varð vitni að slysinu en hann var á frívakt þegar það varð. Hann þakkar fyrir að hafa getað fengið aðstoð sjúkraflutningamanna því fimm af sjö sjúkraflutningamönnum á Blönduósi hafa sagt upp störfum vegna kjaramála. Hann hafi því verið afar áhyggjufullur um tíma.Sjá einnig:Sjúkraflutningamennirnir hætta í vikunni „Ég var þarna á mínum bíl á leið frá Reykjavík. Fyrir framan mig voru sex eða sjö jeppar í samfloti en þar voru allir erlendir ferðamenn,“ segir hann.Hefur líklega dottað Skyndilega hafi einn bíll úr hópnum tekið sveig til hægri með þeim afleiðingum að hann hafnaði utan vegar. „Ég sá bara þegar einn af jepplingunum, sem var sirka í miðjum hóp, tekur sig allt í einu út úr hópnum, sveigir til hægri og fer út af veginum. Þaðan fer hann ofan í hvilft, tekur flugið, yfir heimreiðina við sveitabæinn og endar úti í móa. Hann valt og endastakkst og endaði svo á toppnum og er mikið skemmdur,“ segir Höskuldur sem telur hugsanlegt að ökumaðurinn hafi dottað. Höskuldur segist hafa tekið stjórn á vettvangi um leið, hringt eftir aðstoð og reynt að róa hópinn. Fólkið hafi verið í miklu uppnámi en að aðeins einn úr hópnum hafi verið enskumælandi. Sá hafi því þurft að túlka allt. „Ég sinnti ökumanninum, reyndi að fá hann til þess að hreyfa sig ekki því hann var greinilega með höfuðmeiðsl. Ég hélt honum svo í skorðum, í kjöltunni á mér á meðan ég beið eftir sjúkraliði,” segir hann. Hann hafi þó óttast það versta, því bróðurpartur sjúkraflutningamanna í Austur-Húnavatnssýslu hefur sagt upp störfum vegna kjaramála. „Á meðan þessu stóð og allt var í gangi þá varð mér hugsað til þess að það var allt komið í voða með stöðu sjúkraflutningamanna og ég vissi ekki hvort þeir væru núna að hætta eða hvenær. Skyldu sjúkraflutningamennirnir koma eða ekki, hugsaði ég. Þetta mál hvílir á fólki eins og mara, enda reiðum við okkur á þetta fólk.”Bandarískur læknir og hjúkrunarkona Höskuldur segir það hafa verið mikinn létti þegar aðstoðin barst, og hversu fljótt hún barst. Bæði hafi sjúkraflutningamenn verið fljótir á vettvang sem og þyrla Landhelgisgæslunnar. Að auki hafi hann fengið aðstoð frá bandarískum hjónum; lækni og hjúkrunarkonu. Hins vegar segist hann vonast til þess að hægt verði að leysa mál sjúkraflutningamanna strax enda sé mikið í húfi. Höskuldur tók myndband af vettvangi, en það má sjá hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Sjúkraflutningamennirnir á Blönduósi hætta í vikunni Nær engin hreyfing á málinu frá því sjúkraflutningamenn á Blönsuósi sögðu upp í apríl 15. maí 2017 19:00 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Sjúkraflutningamennirnir á Blönduósi hætta í vikunni Nær engin hreyfing á málinu frá því sjúkraflutningamenn á Blönsuósi sögðu upp í apríl 15. maí 2017 19:00
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent