Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. september 2019 12:14 Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. Mynd/Samsett Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. Í yfirlýsingu sem embætti ríkislögreglustjóra sendi frá sér skömmu fyrir hádegi segir að stjórn landsambandsins hafi hvorki haft samband við embættið til að ræða áhyggjur sem hún kveðst hafa af stöðu lögreglumála, né sett fram umkvörtunarefni.Sjá einnig: Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Þá eigi Landssamband lögreglumanna fulltrúa í bæði fata- og búnaðarnefnd og bílanefnd embættisins, þar sem formaðurinn hafi m.a. átt sæti. Þá hafi fulltrúi landssambandsins unnið með embættinu að útboði á einkennisfatnaði fyrir lögreglumenn sem birtast muni innan skamms.Þegar liggi jafnframt fyrir að bílamiðstöð verði lögð niður. Þá hafi ríkislögreglustjóri sjálfur haft frumkvæði að því að óska eftir því við ríkisendurskoðanda að fram færi úttekt á bílamiðstöðinni og áhrifum þeirra breytinga sem ný lög um opinber fjárlög hafa haft á reksturinn. „Ríkislögreglustjóri telur að tímabært sé að hugað verði að framtíðarskipan lögreglu og skynsamlegt væri að stjórnsýsluúttekt ríkisendurskoðanda myndi beinast að heildarendurskoðun lögreglumála í landinu,“ segir í yfirlýsingu embættis ríkislögreglustjóra. Í yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, sem stjórn sambandsins samþykkti í gær, kom fram að óánægjuna sem ríkt hefur með störf yfirstjórnar embættis ríkislögreglustjóra megi m.a. rekja til fatamála og bílamála. Þessi mál hafi verið í ólestri undanfarin misseri. Sambandið taldi mikilvægt að sú gagnrýni sem beinst hefur að embætti ríkislögreglustjóra fái skjóta úrlausn. Annars muni það bitna áþjónustu við borgarana, öryggi þeirra og öryggi lögreglumanna á landsvísu. Slíkt ástand sé til þess fallið að rýra traust almennings til lögreglu. Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verður lögð niður um áramót. 5. september 2019 06:00 Lögregluþjónar fagna úttekt hjá ríkislögreglustjóra Stjórn Landssambands lögreglumanna telur ákvörðun dómsmálaráðuneytis um að fara fram á alhliða stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra löngu tímabæra. 7. september 2019 22:17 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Erlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Fleiri fréttir Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Sjá meira
Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. Í yfirlýsingu sem embætti ríkislögreglustjóra sendi frá sér skömmu fyrir hádegi segir að stjórn landsambandsins hafi hvorki haft samband við embættið til að ræða áhyggjur sem hún kveðst hafa af stöðu lögreglumála, né sett fram umkvörtunarefni.Sjá einnig: Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Þá eigi Landssamband lögreglumanna fulltrúa í bæði fata- og búnaðarnefnd og bílanefnd embættisins, þar sem formaðurinn hafi m.a. átt sæti. Þá hafi fulltrúi landssambandsins unnið með embættinu að útboði á einkennisfatnaði fyrir lögreglumenn sem birtast muni innan skamms.Þegar liggi jafnframt fyrir að bílamiðstöð verði lögð niður. Þá hafi ríkislögreglustjóri sjálfur haft frumkvæði að því að óska eftir því við ríkisendurskoðanda að fram færi úttekt á bílamiðstöðinni og áhrifum þeirra breytinga sem ný lög um opinber fjárlög hafa haft á reksturinn. „Ríkislögreglustjóri telur að tímabært sé að hugað verði að framtíðarskipan lögreglu og skynsamlegt væri að stjórnsýsluúttekt ríkisendurskoðanda myndi beinast að heildarendurskoðun lögreglumála í landinu,“ segir í yfirlýsingu embættis ríkislögreglustjóra. Í yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, sem stjórn sambandsins samþykkti í gær, kom fram að óánægjuna sem ríkt hefur með störf yfirstjórnar embættis ríkislögreglustjóra megi m.a. rekja til fatamála og bílamála. Þessi mál hafi verið í ólestri undanfarin misseri. Sambandið taldi mikilvægt að sú gagnrýni sem beinst hefur að embætti ríkislögreglustjóra fái skjóta úrlausn. Annars muni það bitna áþjónustu við borgarana, öryggi þeirra og öryggi lögreglumanna á landsvísu. Slíkt ástand sé til þess fallið að rýra traust almennings til lögreglu.
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verður lögð niður um áramót. 5. september 2019 06:00 Lögregluþjónar fagna úttekt hjá ríkislögreglustjóra Stjórn Landssambands lögreglumanna telur ákvörðun dómsmálaráðuneytis um að fara fram á alhliða stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra löngu tímabæra. 7. september 2019 22:17 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Erlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Fleiri fréttir Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Sjá meira
Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verður lögð niður um áramót. 5. september 2019 06:00
Lögregluþjónar fagna úttekt hjá ríkislögreglustjóra Stjórn Landssambands lögreglumanna telur ákvörðun dómsmálaráðuneytis um að fara fram á alhliða stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra löngu tímabæra. 7. september 2019 22:17