Fyrstur til að fljúga gírókopter umhverfis heiminn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. september 2019 20:00 Heimsmet gæti fallið á næstu dögum þegar Breti, sem nú er staddur hér á landi, verður fyrsti maðurinn til að ferðast umhverfis hnöttinn á gírókopter. Á morgun flýgur hann frá Íslandi til Færeyja, áður en hann heldur til Bretlands og lokar þar hringnum. Þyrlan er opin og hann segist margoft hafa lent í vonskuveðri. James Ketchell lagði af stað frá Bretlandi í mars og á nú að baki 3.300 kílómetra leið, eða nánast umhverfis hnöttinn. „Á morgun hyggst ég fljúga þyrlunni til baka til Færeyja en þá mun ég eiga eftir einn fluglegg til Bretlands. Þá verður hringflugi mínu umhverfis jörðina lokið," segir Ketchell spenntur. Ketchell er mikill ævintýramaður, hefur klifið Everest-fjall, hjólað umhverfis heiminn og róið yfir Atlantshafið. Ef þetta tekst verður hann einnig fyrsti maðurinn til að fljúga umhverfis heiminn í þessu farartæki.Ketchell á flugi yfir San Fransisco í Bandaríkjunum„Eins og þið sjáið er stjórnklefinn opinn og því er maður mjög berskjaldaður fyrir náttúruöflum og rigningu. Því get ég í rauninni aðeins flogið í góðu veðri. Ég hef samt oft lent í mjög slæmu veðri. Í Kanada þurfti ég til dæmis að nauðlenda vegna eldinga sem laust óvænt niður," segir hann. Ketchell er einn á ferð en fólk fylgist þó með ferðinni í gegnum staðsetningarbúnað, tilbúið að bregðast við í neyðartilvikum. Hann segir gírókopter vera örugga þrátt fyrir smæðina. „Flugfarið er stanslaust á sjálfvirkum snúningi og því fellur maður aldrei til jarðar, jafnvel þótt vélin stöðvist. Maður svífur bara til jarðar." Á leið sinni hefur hann safnað áheitum fyrir barnasamtök og vill sýna fram á að allt sé hægt. „En það opnast engin tækifæri bara sjálfkrafa, þú þarft að leggja metnað í þau. En þegar þú gerir það er mögulegt." Fréttir af flugi Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira
Heimsmet gæti fallið á næstu dögum þegar Breti, sem nú er staddur hér á landi, verður fyrsti maðurinn til að ferðast umhverfis hnöttinn á gírókopter. Á morgun flýgur hann frá Íslandi til Færeyja, áður en hann heldur til Bretlands og lokar þar hringnum. Þyrlan er opin og hann segist margoft hafa lent í vonskuveðri. James Ketchell lagði af stað frá Bretlandi í mars og á nú að baki 3.300 kílómetra leið, eða nánast umhverfis hnöttinn. „Á morgun hyggst ég fljúga þyrlunni til baka til Færeyja en þá mun ég eiga eftir einn fluglegg til Bretlands. Þá verður hringflugi mínu umhverfis jörðina lokið," segir Ketchell spenntur. Ketchell er mikill ævintýramaður, hefur klifið Everest-fjall, hjólað umhverfis heiminn og róið yfir Atlantshafið. Ef þetta tekst verður hann einnig fyrsti maðurinn til að fljúga umhverfis heiminn í þessu farartæki.Ketchell á flugi yfir San Fransisco í Bandaríkjunum„Eins og þið sjáið er stjórnklefinn opinn og því er maður mjög berskjaldaður fyrir náttúruöflum og rigningu. Því get ég í rauninni aðeins flogið í góðu veðri. Ég hef samt oft lent í mjög slæmu veðri. Í Kanada þurfti ég til dæmis að nauðlenda vegna eldinga sem laust óvænt niður," segir hann. Ketchell er einn á ferð en fólk fylgist þó með ferðinni í gegnum staðsetningarbúnað, tilbúið að bregðast við í neyðartilvikum. Hann segir gírókopter vera örugga þrátt fyrir smæðina. „Flugfarið er stanslaust á sjálfvirkum snúningi og því fellur maður aldrei til jarðar, jafnvel þótt vélin stöðvist. Maður svífur bara til jarðar." Á leið sinni hefur hann safnað áheitum fyrir barnasamtök og vill sýna fram á að allt sé hægt. „En það opnast engin tækifæri bara sjálfkrafa, þú þarft að leggja metnað í þau. En þegar þú gerir það er mögulegt."
Fréttir af flugi Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira