Á ystu nöf fyrir Instagram Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 10. ágúst 2017 09:00 Fólk gengur mislangt fyrir Instagram. Instagram Svo virðist vera að nokkuð algengt sé að erlendir ferðamenn komi sjálfum sér og öðrum í hættu við myndatökur í Dyrhólaey. Þegar rennt er í gegnum samfélagsmiðilinn Instagram og leitað að staðsetningunni og myllumerkinu Dyrhólaey birtist fjöldi mynda þar sem fólk hefur farið yfir sérmerktar girðingar og út á klettasyllur til að ná fallegri mynd yfir Dyrhólafjöru. Veðurstofan gerði úttekt á svæðinu árið 2015 og lagði til að bæði klettabrúninni og fjörunni yrði lokað vegna hrunhættu. Umhverfisstofnun hefur síðan sett upp girðingar og merkingar en fólk virðist ekki alltaf virða merkingarnar. „Í Dyrhólaey getur verið svakalega flott brim. Það er alveg hægt að standa bara á öruggum stað og njóta þess en mjög oft fara menn undir og yfir allar keðjur og út á ystu nöf. Það er algengt að sjá það, ekki bara þarna heldur bara alls staðar. Þetta er náttúrulega bara matsatriði, hvenær það er hættulegt. En stundum sér maður sjó ganga yfir fólk,“ segir Teitur Þorkelsson leiðsögumaður í samtali við Vísi.Teitur Þorkelsson, leiðsögumaður.Vísir/Heiða„Annars vegar er það Dyrhólaey sjálf, háa eyjan sem er með vitanum. Þar er fólk öruggt frá hafinu, en auðvitað er hægt að fara fram af björg. Svo er neðri eyjan sem flestir fara á. Þar eru mjög flottar klettamyndanir og mikið brim oft. Þar eru menn líka að klöngrast langt út á einhverja kletta. Það getur í sjálfu sér verið hættulegt en sennilega, ég held að flestir heimamenn séu sammála um það að hættulegasti staðurinn er niður í Kirkjufjöru.“ Hákon Ásgeirsson, landvörður og sérfræðingur Umhverfisstofnunar á Suðurlandi, segir það beinlínis hættulegt að fara út fyrir merkt svæði í eynni, en þrjú banaslys hafa orðið í fjörunum í kringum Dyrhólaey síðastliðinn áratug. „Ekki bara af því það er hætta á að detta fram af brúninni heldur líka vegna þess að það hrynur úr henni. Stundum er nóg að stíga út á brúnina og þá hrynur úr henni,“ segir Hákon í samtali við Vísi.Þessi ofurhugi segist bara vera að hanga.Skjáskot/Instagram„Á háeynni er útsýnisstaður yfir gatið, eða dyrina í Dyrhólaey. Það er algengt að fólk vill fara þar yfir keðjuna og ná betri mynd af sér og gatinu.“ Hann segir þó að það heyri til undantekninga að fólk sé hætt komið á svæðinu. „95 prósent af fólkinu sem heimsækir Dyrhólaey fer ekki yfir girðinguna. Það er þetta 1-5% sem fer mest fyrir. Ég myndi ekki beint segja að þetta sé algengt.“ Hákon segir að aukið upplýsingaflæði á svæðinu hafi gert það að verkum að fólk er varkárara á svæðinu þar sem náttúran getur verið hættuleg. „Ef fólk fær meiri fræðslu, sem við landverðir erum að gera þá verður fólk meðvitaðra um hætturnar. Stundum fara bannskilti fyrir brjóstið á fólki, en ef það fær fræðslu þá virðir það merkingar frekar.“ Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fegin að komast lífs en með stórt sár á sálinni Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Fleiri fréttir Fegin að komast lífs en með stórt sár á sálinni Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Sjá meira
Svo virðist vera að nokkuð algengt sé að erlendir ferðamenn komi sjálfum sér og öðrum í hættu við myndatökur í Dyrhólaey. Þegar rennt er í gegnum samfélagsmiðilinn Instagram og leitað að staðsetningunni og myllumerkinu Dyrhólaey birtist fjöldi mynda þar sem fólk hefur farið yfir sérmerktar girðingar og út á klettasyllur til að ná fallegri mynd yfir Dyrhólafjöru. Veðurstofan gerði úttekt á svæðinu árið 2015 og lagði til að bæði klettabrúninni og fjörunni yrði lokað vegna hrunhættu. Umhverfisstofnun hefur síðan sett upp girðingar og merkingar en fólk virðist ekki alltaf virða merkingarnar. „Í Dyrhólaey getur verið svakalega flott brim. Það er alveg hægt að standa bara á öruggum stað og njóta þess en mjög oft fara menn undir og yfir allar keðjur og út á ystu nöf. Það er algengt að sjá það, ekki bara þarna heldur bara alls staðar. Þetta er náttúrulega bara matsatriði, hvenær það er hættulegt. En stundum sér maður sjó ganga yfir fólk,“ segir Teitur Þorkelsson leiðsögumaður í samtali við Vísi.Teitur Þorkelsson, leiðsögumaður.Vísir/Heiða„Annars vegar er það Dyrhólaey sjálf, háa eyjan sem er með vitanum. Þar er fólk öruggt frá hafinu, en auðvitað er hægt að fara fram af björg. Svo er neðri eyjan sem flestir fara á. Þar eru mjög flottar klettamyndanir og mikið brim oft. Þar eru menn líka að klöngrast langt út á einhverja kletta. Það getur í sjálfu sér verið hættulegt en sennilega, ég held að flestir heimamenn séu sammála um það að hættulegasti staðurinn er niður í Kirkjufjöru.“ Hákon Ásgeirsson, landvörður og sérfræðingur Umhverfisstofnunar á Suðurlandi, segir það beinlínis hættulegt að fara út fyrir merkt svæði í eynni, en þrjú banaslys hafa orðið í fjörunum í kringum Dyrhólaey síðastliðinn áratug. „Ekki bara af því það er hætta á að detta fram af brúninni heldur líka vegna þess að það hrynur úr henni. Stundum er nóg að stíga út á brúnina og þá hrynur úr henni,“ segir Hákon í samtali við Vísi.Þessi ofurhugi segist bara vera að hanga.Skjáskot/Instagram„Á háeynni er útsýnisstaður yfir gatið, eða dyrina í Dyrhólaey. Það er algengt að fólk vill fara þar yfir keðjuna og ná betri mynd af sér og gatinu.“ Hann segir þó að það heyri til undantekninga að fólk sé hætt komið á svæðinu. „95 prósent af fólkinu sem heimsækir Dyrhólaey fer ekki yfir girðinguna. Það er þetta 1-5% sem fer mest fyrir. Ég myndi ekki beint segja að þetta sé algengt.“ Hákon segir að aukið upplýsingaflæði á svæðinu hafi gert það að verkum að fólk er varkárara á svæðinu þar sem náttúran getur verið hættuleg. „Ef fólk fær meiri fræðslu, sem við landverðir erum að gera þá verður fólk meðvitaðra um hætturnar. Stundum fara bannskilti fyrir brjóstið á fólki, en ef það fær fræðslu þá virðir það merkingar frekar.“
Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fegin að komast lífs en með stórt sár á sálinni Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Fleiri fréttir Fegin að komast lífs en með stórt sár á sálinni Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Sjá meira