Hungursneyð í Evrópu á 9. öld rakin til Kötlugoss Kristján Már Unnarsson skrifar 9. ágúst 2017 21:00 Frá Drumbabót. Mýrdalsjökull og Eyjafjallajökull í baksýn. Hamfarahlaup frá Kötlu niður Markarfljótsaura eyddi skóginum. Sama eldgos er nú talið hafa valdið hungursneyð í Evrópu. Stöð 2/Einar Árnason. Eldgos í Kötlu fyrir tólfhundruð árum er nú talið geta skýrt hungursneyð sem varð í Evrópu á árunum eftir 821, - hálfri öld áður en Ísland byggðist. Þá varð svo kalt að stórfljót frusu, þar á meðal Rín, Signa og Dóná. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Við sögðum í síðasta mánuði frá alþjóðlegri vísindarannsókn þar sem tókst að aldursgreina trjáleifarnar í Drumbabót undan Fljótshlíð með afar nákvæmum hætti. Drumbarnir sem standa upp úr sandinum eru leifar af stórvöxnum birkiskógi sem eyddist í hamfarahlaupi vegna Kötlugoss. Drumbabót er á Þveráreyrum undan Tumastöðum í Fljótshlíð. Fjallið Þríhyrningur í baksýn.Stöð 2/Einar Árnason.Þessi nákvæma tímasetning eldgossins hefur leitt til þess að vísindamennirnir, undir forystu Ulf Büntgen í Cambridge-háskóla, tengja það nú við kuldaskeið og hungursneyð sem varð í Evrópu á sama tíma. Í grein í The Economist kemur fram að Kötlugosið er talið hafa valdið því að hitastig í Evrópu lækkaði verulega á árunum eftir 821. Í samtímaannálum kemur fram að árnar Rín, Signa og Dóná frusu og mátti komast yfir þær á hestum á ís. Lýst er snjóþyngslum með hræðilegum hagléljum. Uppskerubresti fylgdu plágur og hungursneyð um nokkurra ára skeið og svo miklar voru hörmungarnar að munkur í Norður-Frakklandi, Radbertus, ritaði á þessum tíma að sjálfur Guð hlyti að vera reiður.Frá Kötlugosinu árið 1918. Það er síðasta eldgos sem vitað er um með vissu í eldstöðinni.En nú eru nútímavísindi búin að finna annan sökudólg; sjálfa Kötlu, og afleiðingar eldgossins má enn sjá í Drumbabót. Þetta Kötlugos er þá ekki eina íslenska eldgosið sem kennt er um evrópskar hörmungar því Skaftáreldar árið 1783 hafa verið spyrtir við matarskort í Evrópu árin á eftir og frönsku byltinguna. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, varaði umheiminn við Kötlu árið 2010 í frægu viðtali á BBC. Tengdar fréttir Kötlugos sem bjó til Drumbabót tímasett aftur til haustsins 822 Tekist hefur að aldursgreina Drumbabót undan Fljótshlíð og þar með tímasetja hamfarir vegna Kötlugoss svo aðeins skeikar nokkrum mánuðum. 13. júlí 2017 21:00 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Sjá meira
Eldgos í Kötlu fyrir tólfhundruð árum er nú talið geta skýrt hungursneyð sem varð í Evrópu á árunum eftir 821, - hálfri öld áður en Ísland byggðist. Þá varð svo kalt að stórfljót frusu, þar á meðal Rín, Signa og Dóná. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Við sögðum í síðasta mánuði frá alþjóðlegri vísindarannsókn þar sem tókst að aldursgreina trjáleifarnar í Drumbabót undan Fljótshlíð með afar nákvæmum hætti. Drumbarnir sem standa upp úr sandinum eru leifar af stórvöxnum birkiskógi sem eyddist í hamfarahlaupi vegna Kötlugoss. Drumbabót er á Þveráreyrum undan Tumastöðum í Fljótshlíð. Fjallið Þríhyrningur í baksýn.Stöð 2/Einar Árnason.Þessi nákvæma tímasetning eldgossins hefur leitt til þess að vísindamennirnir, undir forystu Ulf Büntgen í Cambridge-háskóla, tengja það nú við kuldaskeið og hungursneyð sem varð í Evrópu á sama tíma. Í grein í The Economist kemur fram að Kötlugosið er talið hafa valdið því að hitastig í Evrópu lækkaði verulega á árunum eftir 821. Í samtímaannálum kemur fram að árnar Rín, Signa og Dóná frusu og mátti komast yfir þær á hestum á ís. Lýst er snjóþyngslum með hræðilegum hagléljum. Uppskerubresti fylgdu plágur og hungursneyð um nokkurra ára skeið og svo miklar voru hörmungarnar að munkur í Norður-Frakklandi, Radbertus, ritaði á þessum tíma að sjálfur Guð hlyti að vera reiður.Frá Kötlugosinu árið 1918. Það er síðasta eldgos sem vitað er um með vissu í eldstöðinni.En nú eru nútímavísindi búin að finna annan sökudólg; sjálfa Kötlu, og afleiðingar eldgossins má enn sjá í Drumbabót. Þetta Kötlugos er þá ekki eina íslenska eldgosið sem kennt er um evrópskar hörmungar því Skaftáreldar árið 1783 hafa verið spyrtir við matarskort í Evrópu árin á eftir og frönsku byltinguna. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, varaði umheiminn við Kötlu árið 2010 í frægu viðtali á BBC.
Tengdar fréttir Kötlugos sem bjó til Drumbabót tímasett aftur til haustsins 822 Tekist hefur að aldursgreina Drumbabót undan Fljótshlíð og þar með tímasetja hamfarir vegna Kötlugoss svo aðeins skeikar nokkrum mánuðum. 13. júlí 2017 21:00 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Sjá meira
Kötlugos sem bjó til Drumbabót tímasett aftur til haustsins 822 Tekist hefur að aldursgreina Drumbabót undan Fljótshlíð og þar með tímasetja hamfarir vegna Kötlugoss svo aðeins skeikar nokkrum mánuðum. 13. júlí 2017 21:00