Mál Heklu Lindar komið á borð Umboðsmanns Alþingis Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 8. febrúar 2020 14:35 Guðrún Haraldsdóttir og Jón Ingi Gunnarsson foreldrar Heklu Lindar. vísir/vilhelm Umboðsmaður Alþingis skoðar nú mál Heklu Lindar Jónsdóttur, sem lést eftir að lögregla hafði afskipti af henni í apríl í fyrra. Móðir Heklu Lindar er þakklát viðbrögðunum. Hekla Lind var aðeins 25 ára gömul þegar hún lést eftir að lögregla handtók hana í bakgarði í miðbæ Reykjavíkur í apríl síðastliðnum. Hún var undir áhrifum vímuefna og í slæmu geðrofsástandi. Hringt hafði verið eftir sjúkrabíl en lögregla var send á staðinn. Fjallað var ítarlega um málið í fréttaskýringaþættinum Kompás um miðjan janúar. Foreldrar Heklu Lindar gagnrýndu handtökuaðferðir lögreglu og ákvörðun Héraðssaksóknara og Ríkissaksóknara um að fella málið niður. Það var gert þar sem talið var að viðurkenndum handtökuaðferðum hefði verið beitt og að málið væri ekki líklegt til sakfellis. Réttarmeinafræðingur segir þó í áliti sínu að aðgerðir lögreglu hafi átt umtalsverðan þátt í dauða hennar. Í kjölfar umfjöllunar um málið sendi Geðhjálp frá sér ályktun þar sem farið var fram á óháða úttekt á verkferlum í málum þegar afskipti er höfð af manneskju í geðrofi. Þá er málið til umfjöllunar hjá Velferðarnefnd Alþingis. Guðrún Haraldsdóttir, móðir Heklu Lindar, segist vera þakklát fyrir þau góðu viðbrögð sem foreldrarnir fengu eftir að hafa stigið fram. „Því viðbrögðin hafa verið svo jákvæð og í raun svo mikil hvatning fyrir okkur. Við erum svo þakklát að Hekla skuli fá rödd fyrir þennan stóra hóp í samfélaginu. Það er auðvitað sorglegt að svona þurfi að koma til svo að þetta fari í umræðu en í raun erum við rosalega þakklát og viðbrögðin hafa bara verið rosa mikil,“ segir Guðrún Haraldsdóttir, móðir Heklu Lindar. Mál Heklu Lindar er nú komið á borð Umboðsmanns Alþingis. „Ég hafði samband og fór fram á hvort mögulegt væri að þeir gætu opnað málið og skoðað það betur þar sem við erum langt frá því að vera sátt við þessa verkferla og svo var bara hringt strax í kjölfarið og ég var beðin um að koma með öll gögn sem ég fór í af afla og skilaði af mér á fimmtudaginn,“ segir Guðrún. Kompás Lögreglumál Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Farið fram á úttekt á viðbrögðum við hjálparbeiðnum Gera þarf óháða úttekt á því hvernig brugðist er við hjálparbeiðnum þegar um andleg veikindi er að ræða að mati Geðhjálpar. 21. janúar 2020 20:00 Geðrof er ekki lögbrot Það ætti að samþætta þjálfun lögreglumanna í valdbeitingu og fræðslu um mismunandi handtökuaðferðir í ólíkum aðstæðum. Þetta segir forstöðumaður menntaseturs lögreglunnar. Formaður velferðarnefndar segir ástæðu til að nefndin skoði verkferla við erfið útköll. 23. janúar 2020 11:00 Misstu dóttur sína eftir átök við lögreglumenn Síðastliðið vor lést ung kona eftir átök við lögreglumenn sem höfðu afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi. Lögreglumennirnir voru ekki ákærðir fyrir brot í starfi þrátt fyrir að réttarmeinafræðingur fullyrði að aðgerðir þeirra hafi átt umtalsverðan þátt í dauða hennar. Í Kompás ræðum við við foreldra konunnar sem telja lögreglu hafa farið offari við handtökuna. 20. janúar 2020 09:00 Senda lögreglu en ekki sjúkrabíl: Verklag Neyðarlínunnar lýsi fordómum Þegar óskað er eftir aðstoð er samkvæmt verkferlum Neyðarlínunnar fyrsta viðbragð að senda lögreglu en ekki sjúkrabíl ef einstaklingur er í geðrofi, en ekki slasaður. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir þetta lýsa fordómum og telur nauðsynlegt að endurskoða verklagið. Mikilvægt sé að koma fólki sem allra fyrst undir læknishendur. 21. janúar 2020 11:54 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis skoðar nú mál Heklu Lindar Jónsdóttur, sem lést eftir að lögregla hafði afskipti af henni í apríl í fyrra. Móðir Heklu Lindar er þakklát viðbrögðunum. Hekla Lind var aðeins 25 ára gömul þegar hún lést eftir að lögregla handtók hana í bakgarði í miðbæ Reykjavíkur í apríl síðastliðnum. Hún var undir áhrifum vímuefna og í slæmu geðrofsástandi. Hringt hafði verið eftir sjúkrabíl en lögregla var send á staðinn. Fjallað var ítarlega um málið í fréttaskýringaþættinum Kompás um miðjan janúar. Foreldrar Heklu Lindar gagnrýndu handtökuaðferðir lögreglu og ákvörðun Héraðssaksóknara og Ríkissaksóknara um að fella málið niður. Það var gert þar sem talið var að viðurkenndum handtökuaðferðum hefði verið beitt og að málið væri ekki líklegt til sakfellis. Réttarmeinafræðingur segir þó í áliti sínu að aðgerðir lögreglu hafi átt umtalsverðan þátt í dauða hennar. Í kjölfar umfjöllunar um málið sendi Geðhjálp frá sér ályktun þar sem farið var fram á óháða úttekt á verkferlum í málum þegar afskipti er höfð af manneskju í geðrofi. Þá er málið til umfjöllunar hjá Velferðarnefnd Alþingis. Guðrún Haraldsdóttir, móðir Heklu Lindar, segist vera þakklát fyrir þau góðu viðbrögð sem foreldrarnir fengu eftir að hafa stigið fram. „Því viðbrögðin hafa verið svo jákvæð og í raun svo mikil hvatning fyrir okkur. Við erum svo þakklát að Hekla skuli fá rödd fyrir þennan stóra hóp í samfélaginu. Það er auðvitað sorglegt að svona þurfi að koma til svo að þetta fari í umræðu en í raun erum við rosalega þakklát og viðbrögðin hafa bara verið rosa mikil,“ segir Guðrún Haraldsdóttir, móðir Heklu Lindar. Mál Heklu Lindar er nú komið á borð Umboðsmanns Alþingis. „Ég hafði samband og fór fram á hvort mögulegt væri að þeir gætu opnað málið og skoðað það betur þar sem við erum langt frá því að vera sátt við þessa verkferla og svo var bara hringt strax í kjölfarið og ég var beðin um að koma með öll gögn sem ég fór í af afla og skilaði af mér á fimmtudaginn,“ segir Guðrún.
Kompás Lögreglumál Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Farið fram á úttekt á viðbrögðum við hjálparbeiðnum Gera þarf óháða úttekt á því hvernig brugðist er við hjálparbeiðnum þegar um andleg veikindi er að ræða að mati Geðhjálpar. 21. janúar 2020 20:00 Geðrof er ekki lögbrot Það ætti að samþætta þjálfun lögreglumanna í valdbeitingu og fræðslu um mismunandi handtökuaðferðir í ólíkum aðstæðum. Þetta segir forstöðumaður menntaseturs lögreglunnar. Formaður velferðarnefndar segir ástæðu til að nefndin skoði verkferla við erfið útköll. 23. janúar 2020 11:00 Misstu dóttur sína eftir átök við lögreglumenn Síðastliðið vor lést ung kona eftir átök við lögreglumenn sem höfðu afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi. Lögreglumennirnir voru ekki ákærðir fyrir brot í starfi þrátt fyrir að réttarmeinafræðingur fullyrði að aðgerðir þeirra hafi átt umtalsverðan þátt í dauða hennar. Í Kompás ræðum við við foreldra konunnar sem telja lögreglu hafa farið offari við handtökuna. 20. janúar 2020 09:00 Senda lögreglu en ekki sjúkrabíl: Verklag Neyðarlínunnar lýsi fordómum Þegar óskað er eftir aðstoð er samkvæmt verkferlum Neyðarlínunnar fyrsta viðbragð að senda lögreglu en ekki sjúkrabíl ef einstaklingur er í geðrofi, en ekki slasaður. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir þetta lýsa fordómum og telur nauðsynlegt að endurskoða verklagið. Mikilvægt sé að koma fólki sem allra fyrst undir læknishendur. 21. janúar 2020 11:54 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Farið fram á úttekt á viðbrögðum við hjálparbeiðnum Gera þarf óháða úttekt á því hvernig brugðist er við hjálparbeiðnum þegar um andleg veikindi er að ræða að mati Geðhjálpar. 21. janúar 2020 20:00
Geðrof er ekki lögbrot Það ætti að samþætta þjálfun lögreglumanna í valdbeitingu og fræðslu um mismunandi handtökuaðferðir í ólíkum aðstæðum. Þetta segir forstöðumaður menntaseturs lögreglunnar. Formaður velferðarnefndar segir ástæðu til að nefndin skoði verkferla við erfið útköll. 23. janúar 2020 11:00
Misstu dóttur sína eftir átök við lögreglumenn Síðastliðið vor lést ung kona eftir átök við lögreglumenn sem höfðu afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi. Lögreglumennirnir voru ekki ákærðir fyrir brot í starfi þrátt fyrir að réttarmeinafræðingur fullyrði að aðgerðir þeirra hafi átt umtalsverðan þátt í dauða hennar. Í Kompás ræðum við við foreldra konunnar sem telja lögreglu hafa farið offari við handtökuna. 20. janúar 2020 09:00
Senda lögreglu en ekki sjúkrabíl: Verklag Neyðarlínunnar lýsi fordómum Þegar óskað er eftir aðstoð er samkvæmt verkferlum Neyðarlínunnar fyrsta viðbragð að senda lögreglu en ekki sjúkrabíl ef einstaklingur er í geðrofi, en ekki slasaður. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir þetta lýsa fordómum og telur nauðsynlegt að endurskoða verklagið. Mikilvægt sé að koma fólki sem allra fyrst undir læknishendur. 21. janúar 2020 11:54