Innlent

Smitandi lifradrep veldur kanínudauða

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kanínudauði í Elliðarárdal
Kanínudauði í Elliðarárdal Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Kanínur sem drápust í Elliðaárdal nýlega drápust vegna smitandi lifradreps en veiran RHDV2 (Rabbit Hemorhagic Disease Virus 2) veldur veikinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun.

Fólki sem á kanínur er ráðlagt að forðast um á þekktum smitsvæðum, svo sem Elliðaárdal, og gæta smitvarna eins og hægt er heima fyrir með því að minnka umgang ókunnugra við kanínurnar og viðhafa ýtrustu smitvarnir við aðbúnað, fóðrun og umhirðu.

Veiran er sérstaklega harðger og lifir lengi í náttúrunni í lífrænum úrgangi. Hún smitar auðveldlega og getur borist hratt á milli svæða með villtum fuglum, öðrum dýrum og fólki. Veiran getur þó aðeins smitað kanínur en ekki fólk og önnur dýr.

Bóluefni er til við veirunni en það er enn ekki komið á almennan markað í Evrópu. Matvælastofnun hefur leitað til lyfjainnflytjenda til að kanna þann möguleika að flytja bóluefnið inn til landsins svo kanínueigendur geti varið dýr sín fyrir sjúkdómnum.


Tengdar fréttir

Kanínudauði rakinn til lifradreps

Matvælastofnun segir að að öllum líkindum megi rekja veikindi og dauða mikils fjölda kanína í Elliðaárdalnum til sjúkdómsins smitandi lifrardrep.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×