Styður Svölu að fullu Elín Albertsdóttir skrifar 6. maí 2017 09:00 Eurovision hefur veitt Gretu Salóme fjölmörg tækifæri sem hún hefði ekki annars fengið. MYND/GVA Greta Salóme hefur margs að minnast nú þegar hún lítur til baka. Hún hefur tvisvar tekið þátt í Eurovision-keppninni. Greta gat deilt reynslu sinni til Svölu Björgvins. Greta segir að það leynist mörg tækifæri í Eurovision-keppninni og sjálfsagt sé að nýta þau. Keppnin hafi gefið henni kost á að ferðast og halda tónleika víða. Þar fyrir utan hafi hún kynnst mörgu góðu fólki. „Ef maður grípur tækifærið eru allir vegir færir,“ segir hún. Það hafa verið annasamir dagar og vikur hjá Gretu undanfarið en hún er ákveðin í að reyna eftir fremsta megni að fylgjast með öllum þremur Eurovision-kvöldunum í næstu viku. „Ég er að spila úti um allar trissur,“ segir Greta þegar við slógum á þráðinn til hennar. „Það er svo ótrúlega margt búið að gerast. Ég verð með „show“ í Eldborg í Hörpu eftir viku. Það er fyrir skipafélagið Celebrity Cruise Line sem býður upp á þessa sýningu fyrir sérstaka VIP-gesti á þeirra vegum. Síðan verð ég með tvenna tónleika í Salnum í Kópavogi fyrir Oddfellow. Auk þess spila ég mikið við alls kyns fagnaði, afmæli, brúðkaup eða jarðarfarir. Það er alltaf eitthvað að gerast,“ segir Greta og bætir við að fljótlega liggi leiðin til New York þar sem hún mun syngja á tískusýningu sem haldin er fyrir baráttusamtök gegn einelti sem nefnast Unicef against bullying.Á ferð og flugi „Eftir New York-ferðina verð ég í Danmörku áður en ég fer aftur um borð í Disney-skemmtiferðaskip. Ég býst við að fljúga fram og til baka að mestu leyti þetta sumarið í stað þess að vera alltaf um borð í skipinu,“ segir hún. „Næstu mánuðir eru því þéttskipaðir hjá mér. Ég verð með annan fótinn heima og hinn í útlöndum. Þetta er æðislega gaman og það eru algjör forréttindi að fá að gera það sem manni finnst skemmtilegast.“ Greta tók þátt í Eurovision-keppninni í fyrra skiptið í Bakú árið 2012 og síðan aftur árið 2016. Hún segir að strax eftir fyrri keppnina hafi hún fundið fyrir auknum verkefnum. Disney-skipafélagið hafði samband og bauð henni að vera með sýningu um borð í skemmtiferðaskipinu Disney Magic en hún sigldi með skipinu í meira en eitt ár og síðan aftur með hléum. Það gaf henni kost á ferðalögum um heiminn á fljótandi fimm stjörnu hóteli. „Ég ætla ekki að vera hjá Disney af sama kraftinum og áður enda svo margt annað að gerast hjá mér. Til dæmis verð ég með tónleika í Líbanon í sumar,“ segir þessi kraftmikla söngkona og fiðluleikari. „Ég er einhvern veginn úti um allt.“Svala toppar þetta Greta segist hugsa mikið til Svölu Björgvins þessa dagana. Hún veit hvernig dagar hennar eru í Kænugarði. „Við erum góðar vinkonur og erum í miklu sambandi. Við hittumst áður en hún fór út og spjölluðum um keppnina. Ég sagði henni frá minni reynslu og hvernig ég hefði upplifað keppnina. Svo gaf ég henni auðvitað eins góð ráð og ég gat. Það er gott að miðla af reynslu sinni en jafnframt benti ég á að þessi keppni er óútreiknanleg. Í raun getur maður ekkert gert annað en að gera sitt besta á sviðinu. Niðurstaðan í keppninni er í annarra höndum,“ segir Greta sem viðurkennir að það hafi verið sárt að komast ekki í aðalkeppnina. „Sérstaklega af því að við fengum frábær viðbrögð á staðnum og mikinn stuðning. Ég fann það líka eftir úrslitin að mörgum fannst þau ósanngjörn. Við fengum síðan ótrúlega mikla fjölmiðlaathygli vegna þess að við komumst ekki áfram. Ég náði að nýta mér þá athygli á réttan hátt og hef fengið mörg tækifæri út á það.“ Þegar Greta er spurð hvort hún telji að Svala komist upp úr undankeppninni, segist hún ekki þora að spá um það. „Það er algjörlega ómögulegt að svara því. En það er ekki nokkur vafi í mínum huga að hún á eftir að skila sínu upp í topp. Við þurfum að standa með henni sama hver úrslitin verða. Ég hlakka til að fylgjast með Svölu á þriðjudaginn,“ segir Greta og bætir við að hún gæti alveg hugsa sér að taka aftur þátt í keppninni á réttum forsendum. „Ef rétta lagið kæmi upp í hendurnar á mér.“MYND/ANTON BRINKNýtt lag á leiðinni Greta ætlar ekki að vera með Eurovision-partí komandi laugardag. Ástæðan er sú að hún verður með Disney-tónleikana í Hörpu daginn eftir. „Ég verð á stífum æfingum á laugardeginum auk annarra verkefna. Hins vegar er búið að bjóða mér í nokkur partí og aldrei að vita nema ég reki nefið inn einhvers staðar. En það verður líklega ekki kósíkvöld hjá mér.“ Um þessa helgi ætlar Greta að reyna að taka smá kósíkvöld með fjölskyldunni í sumarbústað við Laugarvatn. „Ég verð með tvenna tónleika í Salnum í dag fyrir Oddfellow. Á eftir bruna ég svo í bústaðinn. Ég reikna með að hlaupa smá í sveitinni og byggja mig upp. Síðan grillum við eitthvað gott,“ segir Greta en kærastinn, Elvar Karlsson, fær þá aðeins að sjá hana. „Hann er sjálfur mjög upptekinn alla daga í námi og starfi. Hann er að klára viðskiptafræði og verðbréfamiðlun og rekur að auki fyrirtæki.“ Greta er fyrir utan allt annað að semja lög á fullu. Hún ætlar að senda frá sér nýtt lag í sumar, fjörugt lag sem hún vonast til að verði sumarsmellur. Fyrir stuttu lék hún með Eurovision-stjörnunni Alexander Rybak í Eldborgarsal Hörpu. „Það var æðislegt. Við fengum frábær viðbrögð frá áhorfendum. Alexander er mjög hrifinn af Íslandi og honum fannst tónlistarviðbrögðin hér æðisleg. Hann hefur hug á að koma aftur. Við erum í góðu sambandi og ég á von á að við vinnum meira saman,“ segir Greta sem hlakkar mikið til næstu viku. Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Sjá meira
Greta Salóme hefur margs að minnast nú þegar hún lítur til baka. Hún hefur tvisvar tekið þátt í Eurovision-keppninni. Greta gat deilt reynslu sinni til Svölu Björgvins. Greta segir að það leynist mörg tækifæri í Eurovision-keppninni og sjálfsagt sé að nýta þau. Keppnin hafi gefið henni kost á að ferðast og halda tónleika víða. Þar fyrir utan hafi hún kynnst mörgu góðu fólki. „Ef maður grípur tækifærið eru allir vegir færir,“ segir hún. Það hafa verið annasamir dagar og vikur hjá Gretu undanfarið en hún er ákveðin í að reyna eftir fremsta megni að fylgjast með öllum þremur Eurovision-kvöldunum í næstu viku. „Ég er að spila úti um allar trissur,“ segir Greta þegar við slógum á þráðinn til hennar. „Það er svo ótrúlega margt búið að gerast. Ég verð með „show“ í Eldborg í Hörpu eftir viku. Það er fyrir skipafélagið Celebrity Cruise Line sem býður upp á þessa sýningu fyrir sérstaka VIP-gesti á þeirra vegum. Síðan verð ég með tvenna tónleika í Salnum í Kópavogi fyrir Oddfellow. Auk þess spila ég mikið við alls kyns fagnaði, afmæli, brúðkaup eða jarðarfarir. Það er alltaf eitthvað að gerast,“ segir Greta og bætir við að fljótlega liggi leiðin til New York þar sem hún mun syngja á tískusýningu sem haldin er fyrir baráttusamtök gegn einelti sem nefnast Unicef against bullying.Á ferð og flugi „Eftir New York-ferðina verð ég í Danmörku áður en ég fer aftur um borð í Disney-skemmtiferðaskip. Ég býst við að fljúga fram og til baka að mestu leyti þetta sumarið í stað þess að vera alltaf um borð í skipinu,“ segir hún. „Næstu mánuðir eru því þéttskipaðir hjá mér. Ég verð með annan fótinn heima og hinn í útlöndum. Þetta er æðislega gaman og það eru algjör forréttindi að fá að gera það sem manni finnst skemmtilegast.“ Greta tók þátt í Eurovision-keppninni í fyrra skiptið í Bakú árið 2012 og síðan aftur árið 2016. Hún segir að strax eftir fyrri keppnina hafi hún fundið fyrir auknum verkefnum. Disney-skipafélagið hafði samband og bauð henni að vera með sýningu um borð í skemmtiferðaskipinu Disney Magic en hún sigldi með skipinu í meira en eitt ár og síðan aftur með hléum. Það gaf henni kost á ferðalögum um heiminn á fljótandi fimm stjörnu hóteli. „Ég ætla ekki að vera hjá Disney af sama kraftinum og áður enda svo margt annað að gerast hjá mér. Til dæmis verð ég með tónleika í Líbanon í sumar,“ segir þessi kraftmikla söngkona og fiðluleikari. „Ég er einhvern veginn úti um allt.“Svala toppar þetta Greta segist hugsa mikið til Svölu Björgvins þessa dagana. Hún veit hvernig dagar hennar eru í Kænugarði. „Við erum góðar vinkonur og erum í miklu sambandi. Við hittumst áður en hún fór út og spjölluðum um keppnina. Ég sagði henni frá minni reynslu og hvernig ég hefði upplifað keppnina. Svo gaf ég henni auðvitað eins góð ráð og ég gat. Það er gott að miðla af reynslu sinni en jafnframt benti ég á að þessi keppni er óútreiknanleg. Í raun getur maður ekkert gert annað en að gera sitt besta á sviðinu. Niðurstaðan í keppninni er í annarra höndum,“ segir Greta sem viðurkennir að það hafi verið sárt að komast ekki í aðalkeppnina. „Sérstaklega af því að við fengum frábær viðbrögð á staðnum og mikinn stuðning. Ég fann það líka eftir úrslitin að mörgum fannst þau ósanngjörn. Við fengum síðan ótrúlega mikla fjölmiðlaathygli vegna þess að við komumst ekki áfram. Ég náði að nýta mér þá athygli á réttan hátt og hef fengið mörg tækifæri út á það.“ Þegar Greta er spurð hvort hún telji að Svala komist upp úr undankeppninni, segist hún ekki þora að spá um það. „Það er algjörlega ómögulegt að svara því. En það er ekki nokkur vafi í mínum huga að hún á eftir að skila sínu upp í topp. Við þurfum að standa með henni sama hver úrslitin verða. Ég hlakka til að fylgjast með Svölu á þriðjudaginn,“ segir Greta og bætir við að hún gæti alveg hugsa sér að taka aftur þátt í keppninni á réttum forsendum. „Ef rétta lagið kæmi upp í hendurnar á mér.“MYND/ANTON BRINKNýtt lag á leiðinni Greta ætlar ekki að vera með Eurovision-partí komandi laugardag. Ástæðan er sú að hún verður með Disney-tónleikana í Hörpu daginn eftir. „Ég verð á stífum æfingum á laugardeginum auk annarra verkefna. Hins vegar er búið að bjóða mér í nokkur partí og aldrei að vita nema ég reki nefið inn einhvers staðar. En það verður líklega ekki kósíkvöld hjá mér.“ Um þessa helgi ætlar Greta að reyna að taka smá kósíkvöld með fjölskyldunni í sumarbústað við Laugarvatn. „Ég verð með tvenna tónleika í Salnum í dag fyrir Oddfellow. Á eftir bruna ég svo í bústaðinn. Ég reikna með að hlaupa smá í sveitinni og byggja mig upp. Síðan grillum við eitthvað gott,“ segir Greta en kærastinn, Elvar Karlsson, fær þá aðeins að sjá hana. „Hann er sjálfur mjög upptekinn alla daga í námi og starfi. Hann er að klára viðskiptafræði og verðbréfamiðlun og rekur að auki fyrirtæki.“ Greta er fyrir utan allt annað að semja lög á fullu. Hún ætlar að senda frá sér nýtt lag í sumar, fjörugt lag sem hún vonast til að verði sumarsmellur. Fyrir stuttu lék hún með Eurovision-stjörnunni Alexander Rybak í Eldborgarsal Hörpu. „Það var æðislegt. Við fengum frábær viðbrögð frá áhorfendum. Alexander er mjög hrifinn af Íslandi og honum fannst tónlistarviðbrögðin hér æðisleg. Hann hefur hug á að koma aftur. Við erum í góðu sambandi og ég á von á að við vinnum meira saman,“ segir Greta sem hlakkar mikið til næstu viku.
Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Sjá meira