Saksóknari ætlar að ákveða næstu skref Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. mars 2017 07:00 Sævar Ciesielski við meðferð málsins fyrir Hæstarétti Íslands árið 1980. Mynd/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Tilkynnt var í gærkvöldi að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hefði sett Davíð Þór Björgvinsson, prófessor og fyrrverandi dómara við Mannréttindadómstól Evrópu, ríkissaksóknara á ný í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Hann var settur ríkissaksóknari vegna endurupptökubeiðni í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum eftir að Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfa. „Einnig mun ég, ef þurfa þykir, setja nýja dómara í embætti í þessu máli séu menn einnig vanhæfir þar,“ sagði dómsmálaráðherra í samtali við Fréttablaðið. Eftir að endurupptökunefnd birti niðurstöður sínar á föstudag sagðist dómsmálaráðherra líta þannig á að hlutverki Davíðs Þórs í málinu væri lokið. Skjöl málsins hlaupa á mörgum þúsundum blaðsíðna og er það mjög flókið. Það hefði því tafið málareksturinn gríðarlega ef nýr saksóknari hefði þurft að taka við af honum. Það varð niðurstaða fundar sem fram fór í innanríkisráðuneytinu í gær að farsælast yrði að Davíð Þór héldi áfram með málið. Davíð Þór segir að það þurfi því að breyta orðalagi í setningarbréfi hans sem saksóknara. Að því búnu muni hann snúa sér með málið til Hæstaréttar Íslands. „Þá snýr saksóknari sér þangað með bréf þar sem Hæstarétti er formlega tilkynnt þessi ákvörðun endurupptökunefndar.“Hæstiréttur muni síðan veita honum frest til að skila greinargerð. „Við vinnslu þeirrar greinargerðar tek ég afstöðu til þess hvaða kröfur ég mun gera,“ segir Davíð Þór og bætir við að það séu nokkrir möguleikar í stöðunni. Eftir atvikum geti það verið sýkna eða að falla frá ákæruliðum sem endurupptökunefnd telur að eigi að taka upp. „Þetta er tæknileg útfærsla og ég held að það sé nú ekki skynsamlegt fyrir mig að vera að binda mig með yfirlýsingum í fjölmiðlum um það nákvæmlega hvernig á að gera þetta.“ Davíð Þór segir stöðuna sem komin er upp vera alveg nýja og það sé óljóst hvernig eigi að standa að málum. „En ég held að markmiðin séu skýr hjá öllum, að koma þessu til Hæstaréttar til endanlegrar ákvörðunar.“ Endurupptaka vegna nýrra gagna Endurupptökunefnd féllst á endurupptöku dóms Hæstaréttar gagnvart Kristjáni Viðari Júlíussyni, Sævari Ciesielski og Tryggva Rúnari Leifssyni fyrir að hafa orðið Guðmundi Einarssyni að bana og gagnvart Alberti Klahn Skaftasyni fyrir að hafa hjálpað til við að fjarlægja lík Guðmundar og fela það. Einnig var fallist á endurupptöku máls gagnvart Guðjóni Skarphéðinssyni, Kristjáni Viðari og Sævari fyrir að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana. Hins vegar var hafnað beiðni um endurupptöku varðandi sakfellingu Erlu Bolladóttur, Kristjáns Viðars og Sævars Marínós fyrir að hafa borið rangar sakir á fjóra menn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Tilkynnt var í gærkvöldi að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hefði sett Davíð Þór Björgvinsson, prófessor og fyrrverandi dómara við Mannréttindadómstól Evrópu, ríkissaksóknara á ný í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Hann var settur ríkissaksóknari vegna endurupptökubeiðni í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum eftir að Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfa. „Einnig mun ég, ef þurfa þykir, setja nýja dómara í embætti í þessu máli séu menn einnig vanhæfir þar,“ sagði dómsmálaráðherra í samtali við Fréttablaðið. Eftir að endurupptökunefnd birti niðurstöður sínar á föstudag sagðist dómsmálaráðherra líta þannig á að hlutverki Davíðs Þórs í málinu væri lokið. Skjöl málsins hlaupa á mörgum þúsundum blaðsíðna og er það mjög flókið. Það hefði því tafið málareksturinn gríðarlega ef nýr saksóknari hefði þurft að taka við af honum. Það varð niðurstaða fundar sem fram fór í innanríkisráðuneytinu í gær að farsælast yrði að Davíð Þór héldi áfram með málið. Davíð Þór segir að það þurfi því að breyta orðalagi í setningarbréfi hans sem saksóknara. Að því búnu muni hann snúa sér með málið til Hæstaréttar Íslands. „Þá snýr saksóknari sér þangað með bréf þar sem Hæstarétti er formlega tilkynnt þessi ákvörðun endurupptökunefndar.“Hæstiréttur muni síðan veita honum frest til að skila greinargerð. „Við vinnslu þeirrar greinargerðar tek ég afstöðu til þess hvaða kröfur ég mun gera,“ segir Davíð Þór og bætir við að það séu nokkrir möguleikar í stöðunni. Eftir atvikum geti það verið sýkna eða að falla frá ákæruliðum sem endurupptökunefnd telur að eigi að taka upp. „Þetta er tæknileg útfærsla og ég held að það sé nú ekki skynsamlegt fyrir mig að vera að binda mig með yfirlýsingum í fjölmiðlum um það nákvæmlega hvernig á að gera þetta.“ Davíð Þór segir stöðuna sem komin er upp vera alveg nýja og það sé óljóst hvernig eigi að standa að málum. „En ég held að markmiðin séu skýr hjá öllum, að koma þessu til Hæstaréttar til endanlegrar ákvörðunar.“ Endurupptaka vegna nýrra gagna Endurupptökunefnd féllst á endurupptöku dóms Hæstaréttar gagnvart Kristjáni Viðari Júlíussyni, Sævari Ciesielski og Tryggva Rúnari Leifssyni fyrir að hafa orðið Guðmundi Einarssyni að bana og gagnvart Alberti Klahn Skaftasyni fyrir að hafa hjálpað til við að fjarlægja lík Guðmundar og fela það. Einnig var fallist á endurupptöku máls gagnvart Guðjóni Skarphéðinssyni, Kristjáni Viðari og Sævari fyrir að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana. Hins vegar var hafnað beiðni um endurupptöku varðandi sakfellingu Erlu Bolladóttur, Kristjáns Viðars og Sævars Marínós fyrir að hafa borið rangar sakir á fjóra menn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira