Saksóknari ætlar að ákveða næstu skref Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. mars 2017 07:00 Sævar Ciesielski við meðferð málsins fyrir Hæstarétti Íslands árið 1980. Mynd/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Tilkynnt var í gærkvöldi að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hefði sett Davíð Þór Björgvinsson, prófessor og fyrrverandi dómara við Mannréttindadómstól Evrópu, ríkissaksóknara á ný í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Hann var settur ríkissaksóknari vegna endurupptökubeiðni í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum eftir að Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfa. „Einnig mun ég, ef þurfa þykir, setja nýja dómara í embætti í þessu máli séu menn einnig vanhæfir þar,“ sagði dómsmálaráðherra í samtali við Fréttablaðið. Eftir að endurupptökunefnd birti niðurstöður sínar á föstudag sagðist dómsmálaráðherra líta þannig á að hlutverki Davíðs Þórs í málinu væri lokið. Skjöl málsins hlaupa á mörgum þúsundum blaðsíðna og er það mjög flókið. Það hefði því tafið málareksturinn gríðarlega ef nýr saksóknari hefði þurft að taka við af honum. Það varð niðurstaða fundar sem fram fór í innanríkisráðuneytinu í gær að farsælast yrði að Davíð Þór héldi áfram með málið. Davíð Þór segir að það þurfi því að breyta orðalagi í setningarbréfi hans sem saksóknara. Að því búnu muni hann snúa sér með málið til Hæstaréttar Íslands. „Þá snýr saksóknari sér þangað með bréf þar sem Hæstarétti er formlega tilkynnt þessi ákvörðun endurupptökunefndar.“Hæstiréttur muni síðan veita honum frest til að skila greinargerð. „Við vinnslu þeirrar greinargerðar tek ég afstöðu til þess hvaða kröfur ég mun gera,“ segir Davíð Þór og bætir við að það séu nokkrir möguleikar í stöðunni. Eftir atvikum geti það verið sýkna eða að falla frá ákæruliðum sem endurupptökunefnd telur að eigi að taka upp. „Þetta er tæknileg útfærsla og ég held að það sé nú ekki skynsamlegt fyrir mig að vera að binda mig með yfirlýsingum í fjölmiðlum um það nákvæmlega hvernig á að gera þetta.“ Davíð Þór segir stöðuna sem komin er upp vera alveg nýja og það sé óljóst hvernig eigi að standa að málum. „En ég held að markmiðin séu skýr hjá öllum, að koma þessu til Hæstaréttar til endanlegrar ákvörðunar.“ Endurupptaka vegna nýrra gagna Endurupptökunefnd féllst á endurupptöku dóms Hæstaréttar gagnvart Kristjáni Viðari Júlíussyni, Sævari Ciesielski og Tryggva Rúnari Leifssyni fyrir að hafa orðið Guðmundi Einarssyni að bana og gagnvart Alberti Klahn Skaftasyni fyrir að hafa hjálpað til við að fjarlægja lík Guðmundar og fela það. Einnig var fallist á endurupptöku máls gagnvart Guðjóni Skarphéðinssyni, Kristjáni Viðari og Sævari fyrir að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana. Hins vegar var hafnað beiðni um endurupptöku varðandi sakfellingu Erlu Bolladóttur, Kristjáns Viðars og Sævars Marínós fyrir að hafa borið rangar sakir á fjóra menn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Tilkynnt var í gærkvöldi að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hefði sett Davíð Þór Björgvinsson, prófessor og fyrrverandi dómara við Mannréttindadómstól Evrópu, ríkissaksóknara á ný í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Hann var settur ríkissaksóknari vegna endurupptökubeiðni í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum eftir að Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfa. „Einnig mun ég, ef þurfa þykir, setja nýja dómara í embætti í þessu máli séu menn einnig vanhæfir þar,“ sagði dómsmálaráðherra í samtali við Fréttablaðið. Eftir að endurupptökunefnd birti niðurstöður sínar á föstudag sagðist dómsmálaráðherra líta þannig á að hlutverki Davíðs Þórs í málinu væri lokið. Skjöl málsins hlaupa á mörgum þúsundum blaðsíðna og er það mjög flókið. Það hefði því tafið málareksturinn gríðarlega ef nýr saksóknari hefði þurft að taka við af honum. Það varð niðurstaða fundar sem fram fór í innanríkisráðuneytinu í gær að farsælast yrði að Davíð Þór héldi áfram með málið. Davíð Þór segir að það þurfi því að breyta orðalagi í setningarbréfi hans sem saksóknara. Að því búnu muni hann snúa sér með málið til Hæstaréttar Íslands. „Þá snýr saksóknari sér þangað með bréf þar sem Hæstarétti er formlega tilkynnt þessi ákvörðun endurupptökunefndar.“Hæstiréttur muni síðan veita honum frest til að skila greinargerð. „Við vinnslu þeirrar greinargerðar tek ég afstöðu til þess hvaða kröfur ég mun gera,“ segir Davíð Þór og bætir við að það séu nokkrir möguleikar í stöðunni. Eftir atvikum geti það verið sýkna eða að falla frá ákæruliðum sem endurupptökunefnd telur að eigi að taka upp. „Þetta er tæknileg útfærsla og ég held að það sé nú ekki skynsamlegt fyrir mig að vera að binda mig með yfirlýsingum í fjölmiðlum um það nákvæmlega hvernig á að gera þetta.“ Davíð Þór segir stöðuna sem komin er upp vera alveg nýja og það sé óljóst hvernig eigi að standa að málum. „En ég held að markmiðin séu skýr hjá öllum, að koma þessu til Hæstaréttar til endanlegrar ákvörðunar.“ Endurupptaka vegna nýrra gagna Endurupptökunefnd féllst á endurupptöku dóms Hæstaréttar gagnvart Kristjáni Viðari Júlíussyni, Sævari Ciesielski og Tryggva Rúnari Leifssyni fyrir að hafa orðið Guðmundi Einarssyni að bana og gagnvart Alberti Klahn Skaftasyni fyrir að hafa hjálpað til við að fjarlægja lík Guðmundar og fela það. Einnig var fallist á endurupptöku máls gagnvart Guðjóni Skarphéðinssyni, Kristjáni Viðari og Sævari fyrir að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana. Hins vegar var hafnað beiðni um endurupptöku varðandi sakfellingu Erlu Bolladóttur, Kristjáns Viðars og Sævars Marínós fyrir að hafa borið rangar sakir á fjóra menn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira