Lífið

Tvær hliðar Emmsjé Gauta

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gauti Þeyr eða Emmsjé Gauti mun senda frá sér nýja plötu í maí.
Gauti Þeyr eða Emmsjé Gauti mun senda frá sér nýja plötu í maí. Vísir/vilhelm

Rapparinn Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, hefur verið einn vinsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar undanfarin ár og er að verða einn á reynslumesti í rappsenunni hér á landi.

Hann er viðskiptamaður og stofnaði hamborgarastað í Vesturbænum fyrir ekki svo löngu. Rapparinn er gestur vikunnar í Einkalífinu en hann er síðasti gesturinn í þessari þáttaröð. Á næstunni kemur enn ein platan út frá Emmsjé Gauta.

„Þessa plata fjallar um margt. Hún heitir Bleikt ský og fjallar um að vera svolítið á bleiku skýi,“ segir Gauti um komandi plötu.

„En hún er líka samin þegar mér leið aðeins verr áður en ég fór að gera hluti sem fékk mig til að líða betur. Eitt lag á plötunni heitir einnig Bleikt ský og annað heitir Flughræddur sem endurspeglar kannski þessar tvær hliðar á plötunni. Hún er high tempó ég er bestur í heimi en líka bara ég að meika ekki að vakna. Hún fer á báða staðina.“

Hann segir að á plötunni geti fólk heyrt klassískan Emmsjé Gauta en líka nýja týpu af rapparanum en hann stefnir á það að gefa plötuna út í maí.

Í þættinum hér að ofan ræðir Gauti einnig um tónlistarferilinn, hvernig ferill hans hefur þróast í gegnum árin, kvíða sem hann hefur glímt við í áraraðir, um komandi plötu og um hvað hún fjallar, stjúptengsl og fjölskyldulífið, um þau fjárhagsleg áföll sem kórónaveiran hefur í för með sér fyrir tónlistarmenn, um framhaldið og margt margt fleira.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.