ASÍ: Laun þingmanna jafngilda launum um fimm fullvinnandi verkamanna á lágmarkslaunum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 2. mars 2017 17:42 Kjararáð hækkaði laun þingmanna í október í fyrra en fyrir stuttu lækkaði forsætisnefnd starfstengdar greiðslur þingmanna. vísir/Anton Brink Alþýðusamband Íslands segir frétt fjármálaráðuneytisins um launaþróun þingmanna ekki gefa rétta sýn á stöðu mála og að laun þingmanna jafngildi launum fimm fullvinannandi verkamanna á lágmarkslaunum. Í frétt ráðuneytisins sagði að þróun launakjara þingmanna eftir að kjararáð hækkaði laun þeirra í október í fyrra og eftir að forsætisnefnd ákvað að lækka starfstengdar greiðslur til þreirra væri „mjög áþekk launaþróun annarra hópa á vinnumarkaði.“ Tölurnar eru byggðar á samantekt frá Hagstofu Íslands um þróun launakjara alþingismanna undanfarin áratug. Alþýðusamband Íslands segir að í þeim tölum sé staðfest að á árunum 2013-2016 hafi regluleg laun þingmanna hækkað umtalsvert meira en hjá öðrum hópum, eða um 68% á sama tíma og laun á almennum vinnumarkaði hækkuðu um 26% og laun opinberra starfsmanna um ríflega 31%. „Í samanburði ráðuneytisins eru laun þingmanna borin saman við þróun launavísitölu aftur til ársins 2006. Í þeim samanburði er þannig með öllu horft fram hjá því að rammasamkomulag aðila vinnumarkaðarins, sem ríki og sveitarfélög undirrituðu, byggir á sameiginlegri launastefnu til ársloka 2018 um að launakostnaður aukist ekki umfram 32% á tímabilinu frá nóvember 2013 til ársloka 2018. segir í tilkynningu frá ASÍ.Laun þingmanna fimmföld lágmarkslaun Þá segir að það tímabil sem miðað er við í rammasamkomulaginu sé ekki tilviljun. „ Með því að horfa til tímabilsins frá 2013 var verið að verja sérstakar hækkanir lægstu launa í kjarasamningum undanfarin áratug. Þau skilaboð sem felast í því að miða launaþróun alþingismanna við tímabilið aftur til ársins 2006 eru því þau, að alþingismenn eigi að njóta þeirra sérstöku hækkana sem samið hefur verið um fyrir láglaunahópa undanfarin áratug í sínum launum. Þetta skýtur nokkuð skökku við í ljósi þess að laun þingmanna jafngilda launum um fimm fullvinnandi verkamanna á lágmarkslaunum.“ ASÍ segir að með undirritun rammasamkomulagsins árið 2015 hafi ríki og sveitarfélög undirgengist að fylgja ákveðinni launastefnu í kjarasamningum við sína starfsmenn. „Það er því sjálfsögð og eðlileg krafa að slíkt hið sama eigi við um þjóðkjörna fulltrúa. Í sameiginlegri yfirlýsingu ASÍ og SA við undirritun samkomulagsins um frestun á uppsagnarheimild kjarasamninga til loka febrúar 2018 var sérstaklega áréttuð krafa samtakanna um að æðstu embættismenn og kjörnir fulltrúar fylgi sömu launastefnu og samið var um í rammasamkomulaginu. Þessar upplýsingar sem ráðuneyti fjármála- og efnahagsmála gefa tilefni til að árétta þá kröfu.“ Tengdar fréttir Fjármálaráðuneytið: Þróun launakjara þingmanna „mjög áþekk launaþróun annarra hópa“ Þróun launakjara þingmanna eftir að kjararáð hækkaði laun þeirra í október í fyrra og eftir að forsætisnefnd ákvað að lækka starfstengdar greiðslur til þeirra er "mjög áþekk launaþróun annarra hópa á vinnumarkaði.“ 2. mars 2017 11:49 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Alþýðusamband Íslands segir frétt fjármálaráðuneytisins um launaþróun þingmanna ekki gefa rétta sýn á stöðu mála og að laun þingmanna jafngildi launum fimm fullvinannandi verkamanna á lágmarkslaunum. Í frétt ráðuneytisins sagði að þróun launakjara þingmanna eftir að kjararáð hækkaði laun þeirra í október í fyrra og eftir að forsætisnefnd ákvað að lækka starfstengdar greiðslur til þreirra væri „mjög áþekk launaþróun annarra hópa á vinnumarkaði.“ Tölurnar eru byggðar á samantekt frá Hagstofu Íslands um þróun launakjara alþingismanna undanfarin áratug. Alþýðusamband Íslands segir að í þeim tölum sé staðfest að á árunum 2013-2016 hafi regluleg laun þingmanna hækkað umtalsvert meira en hjá öðrum hópum, eða um 68% á sama tíma og laun á almennum vinnumarkaði hækkuðu um 26% og laun opinberra starfsmanna um ríflega 31%. „Í samanburði ráðuneytisins eru laun þingmanna borin saman við þróun launavísitölu aftur til ársins 2006. Í þeim samanburði er þannig með öllu horft fram hjá því að rammasamkomulag aðila vinnumarkaðarins, sem ríki og sveitarfélög undirrituðu, byggir á sameiginlegri launastefnu til ársloka 2018 um að launakostnaður aukist ekki umfram 32% á tímabilinu frá nóvember 2013 til ársloka 2018. segir í tilkynningu frá ASÍ.Laun þingmanna fimmföld lágmarkslaun Þá segir að það tímabil sem miðað er við í rammasamkomulaginu sé ekki tilviljun. „ Með því að horfa til tímabilsins frá 2013 var verið að verja sérstakar hækkanir lægstu launa í kjarasamningum undanfarin áratug. Þau skilaboð sem felast í því að miða launaþróun alþingismanna við tímabilið aftur til ársins 2006 eru því þau, að alþingismenn eigi að njóta þeirra sérstöku hækkana sem samið hefur verið um fyrir láglaunahópa undanfarin áratug í sínum launum. Þetta skýtur nokkuð skökku við í ljósi þess að laun þingmanna jafngilda launum um fimm fullvinnandi verkamanna á lágmarkslaunum.“ ASÍ segir að með undirritun rammasamkomulagsins árið 2015 hafi ríki og sveitarfélög undirgengist að fylgja ákveðinni launastefnu í kjarasamningum við sína starfsmenn. „Það er því sjálfsögð og eðlileg krafa að slíkt hið sama eigi við um þjóðkjörna fulltrúa. Í sameiginlegri yfirlýsingu ASÍ og SA við undirritun samkomulagsins um frestun á uppsagnarheimild kjarasamninga til loka febrúar 2018 var sérstaklega áréttuð krafa samtakanna um að æðstu embættismenn og kjörnir fulltrúar fylgi sömu launastefnu og samið var um í rammasamkomulaginu. Þessar upplýsingar sem ráðuneyti fjármála- og efnahagsmála gefa tilefni til að árétta þá kröfu.“
Tengdar fréttir Fjármálaráðuneytið: Þróun launakjara þingmanna „mjög áþekk launaþróun annarra hópa“ Þróun launakjara þingmanna eftir að kjararáð hækkaði laun þeirra í október í fyrra og eftir að forsætisnefnd ákvað að lækka starfstengdar greiðslur til þeirra er "mjög áþekk launaþróun annarra hópa á vinnumarkaði.“ 2. mars 2017 11:49 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Fjármálaráðuneytið: Þróun launakjara þingmanna „mjög áþekk launaþróun annarra hópa“ Þróun launakjara þingmanna eftir að kjararáð hækkaði laun þeirra í október í fyrra og eftir að forsætisnefnd ákvað að lækka starfstengdar greiðslur til þeirra er "mjög áþekk launaþróun annarra hópa á vinnumarkaði.“ 2. mars 2017 11:49