Sýnir málverk af Grýlu og Gretti Freyr Bjarnason skrifar 4. apríl 2009 06:00 Þrándur sækir viðfangsefni sín í þjóðsögur og Íslendingasögurnar en einnig er á sýningunni heldur óvenjuleg sjálfsmynd Þrándar. Grýla, Grettir Ásmundarson og Egill Skallagrímsson birtast ljóslifandi í verkum Þrándar Þórarinssonar listmálara, sem opnar aðra einkasýningu sína í dag. Samkvæmt þjóðsögunni kemur Grýla til byggða og étur óþekku börnin og í málverki Þrándar er farið með söguna alla leið. „Maður er ekkert voðalega hræddur við að sjá kerlingu með stórt nef sem er skopmyndaleg. Ég málaði hana sem virkilega viðbjóðslega flökkukerlingu,“ segir Þrándur, sem sækir viðfangsefni sín bæði í þjóðsögur og Íslendingasögurnar. Á meðal annarra olíumálverka á sýningunni eru myndir af Heklugosinu, fjallkonunni, kristnitökunni og Flugumýrarbrennu. Einnig er á sýningunni heldur óvenjuleg sjálfsmynd Þrándar. „Ég málaði sjálfan mig sem flotaforingja. Ég vildi bara mála mig í eins huggulegum múnderingum og ég gat hugsað mér,“ segir hann. Þrándur, sem er fæddur 1978, nam málaralistina hjá norska listmálaranum Odd Nerdrum á árunum 2003 til 2006 eftir nám hér á landi í Listaháskóla Íslands og Myndlistaskólanum á Akureyri. Einkasýning hans verður haldin á Laugavegi 51 og opnuð kl. 14 í dag. Hún stendur yfir til 19. apríl og er opin daglega frá 13 til 17. Tengdar fréttir Grýla vekur alheimsathygli Hin gamla góða íslenska Grýla hefur vakið mikla athygli um helgina. Ástæðan er sú að ljósmynd af málverki sem listamaðurinn Þrándur Þórarinsson málaði fyrir listasýningu árið 2009 fer eins og eldur í sinu um internetið. Ljósmyndin var sett á tenglavefinn reddit og hafa tæplega 620 þúsund manns séð hana á einum sólarhring. Í texta með myndinni á reddit segir að samkvæmt gamalli þjóðsögu éti Grýla börn ef þau haga sér ekki vel um jólin. 25. nóvember 2012 22:03 Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Fleiri fréttir Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Grýla, Grettir Ásmundarson og Egill Skallagrímsson birtast ljóslifandi í verkum Þrándar Þórarinssonar listmálara, sem opnar aðra einkasýningu sína í dag. Samkvæmt þjóðsögunni kemur Grýla til byggða og étur óþekku börnin og í málverki Þrándar er farið með söguna alla leið. „Maður er ekkert voðalega hræddur við að sjá kerlingu með stórt nef sem er skopmyndaleg. Ég málaði hana sem virkilega viðbjóðslega flökkukerlingu,“ segir Þrándur, sem sækir viðfangsefni sín bæði í þjóðsögur og Íslendingasögurnar. Á meðal annarra olíumálverka á sýningunni eru myndir af Heklugosinu, fjallkonunni, kristnitökunni og Flugumýrarbrennu. Einnig er á sýningunni heldur óvenjuleg sjálfsmynd Þrándar. „Ég málaði sjálfan mig sem flotaforingja. Ég vildi bara mála mig í eins huggulegum múnderingum og ég gat hugsað mér,“ segir hann. Þrándur, sem er fæddur 1978, nam málaralistina hjá norska listmálaranum Odd Nerdrum á árunum 2003 til 2006 eftir nám hér á landi í Listaháskóla Íslands og Myndlistaskólanum á Akureyri. Einkasýning hans verður haldin á Laugavegi 51 og opnuð kl. 14 í dag. Hún stendur yfir til 19. apríl og er opin daglega frá 13 til 17.
Tengdar fréttir Grýla vekur alheimsathygli Hin gamla góða íslenska Grýla hefur vakið mikla athygli um helgina. Ástæðan er sú að ljósmynd af málverki sem listamaðurinn Þrándur Þórarinsson málaði fyrir listasýningu árið 2009 fer eins og eldur í sinu um internetið. Ljósmyndin var sett á tenglavefinn reddit og hafa tæplega 620 þúsund manns séð hana á einum sólarhring. Í texta með myndinni á reddit segir að samkvæmt gamalli þjóðsögu éti Grýla börn ef þau haga sér ekki vel um jólin. 25. nóvember 2012 22:03 Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Fleiri fréttir Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Grýla vekur alheimsathygli Hin gamla góða íslenska Grýla hefur vakið mikla athygli um helgina. Ástæðan er sú að ljósmynd af málverki sem listamaðurinn Þrándur Þórarinsson málaði fyrir listasýningu árið 2009 fer eins og eldur í sinu um internetið. Ljósmyndin var sett á tenglavefinn reddit og hafa tæplega 620 þúsund manns séð hana á einum sólarhring. Í texta með myndinni á reddit segir að samkvæmt gamalli þjóðsögu éti Grýla börn ef þau haga sér ekki vel um jólin. 25. nóvember 2012 22:03