Vill skoða skuldabréfaútgáfu til almennings Heimir Már Pétursson skrifar 30. mars 2020 14:09 Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður Vinstri grænna. vísir/einar Þingmaður Vinstri grænna setti fram þá hugmynd á Alþingi í dag að ríkissjóður gæfi út skuldabréf sem almenningur gæti keypt til að standa undir tilteknum verkefnum. Vísaði hann til þess þegar ríkissjóður gaf út svo kölluð happdrættisskuldabréf árið 1974 til að fjármagna lagningu hringvegarins. Vegna sóttvarna er fámennt í þingsal hverju sinni en þingmenn fylgjast með umræðum annars staðar frá.Vísir/Vilhelm Önnur umræða um aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldursins fór fram á Alþingi í dag. Þar er kveðið á umalls kyns útgjöld og tilhliðranir fyrir fyrirtæki og heimili til að lina áfallið sem hlýst af faraldrinum. Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður Vinstri grænna nefndi þann möguleika í ræðu sinni að ríkissjóður gæfi út skuldabréf fyrir almenning til ákveðinna verkefna. „Þetta hefur áður verið gert bæði í kreppum og sérstökum verkefnum hér á landi," sagði Ólafur Þór. Þetta hafi meðal annars verið gert þegar ráðist var í að ljúka hringveginum með byggingu Skeiðarárbrúnna. Þá voru gefin út svo kölluð happdrættisskuldabréf í fimm ár til tíu ára hver skuldabréfaflokkur og voru bréfin upp á 1.000 krónur hvert bréf meðal annars vinsælar fermingargjafir. Bréfin voru framtals- og skattfrjáls og gefin út á handhafa og dregnir voru út vinningar reglulega úr potti tölusettra bréfanna. Ólafur Þór sagði núverandi farsótt ekki sambærilega þessu verkefni. „Hins vegar gæti hún verið tilefni til þess að gefa þeim sem eru aflögufæri tækifæri til að leggja hluta af sínum fjármunum í ríkisskuldabréf og létta þar með undir með ríkinu. Þá má annars vegar hugsa sér að þetta gæti verið í formi bréfa til sérstakra verkefna. Ég nefni þá sérstaklega menn myndu kannski horfa til þess að bréfin væru græn og menn gætu valið í vissum tilvikum að kaupa slík bréf. Ég held að þetta sé eitthvað sem við í að minnsta kosti getum skoðað í framhaldinu," sagði Ólafur Þór. Megin verkefnið nú væri að stjórnvöld væru að stíga annað stóra skrefið í að að koma til móts við samfélagi, heimilin og fyrirtækin í landninu. „Við munum þurfa að stíga fleiri skref. En því skynsamlegri sem þessi skref verða því auðveldari verður viðspyrnan þegar faraldurinn er genginn yfir," sagði Ólafur Þór Gunnarsson. Tengdar fréttir Stefnt að afgreiðslu sex aðgerðamála á Alþingi í dag Alþingi kom saman í morgun til að ræða sex stjórnarmál um auknar aðgerðir í efnahagsmálum vegna áhrifa kórónuveirunnar og er stefnt að því að ljúka öllum umræðum og samþykkt laga í dag. Þeirra á meðal er fjárfestingarátak til að auka atvinnu á þessu ári. 30. mars 2020 12:07 Vilja að starfsfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu fái 200 þúsund í bónus Fimm flokkar stjórnarandstöðunnar leggja til að 30 milljörðum verði varið til viðbótar við þær efnahagsaðgerðir sem ríkisstjórnin hefur þegar kynnt. 30. mars 2020 12:18 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
Þingmaður Vinstri grænna setti fram þá hugmynd á Alþingi í dag að ríkissjóður gæfi út skuldabréf sem almenningur gæti keypt til að standa undir tilteknum verkefnum. Vísaði hann til þess þegar ríkissjóður gaf út svo kölluð happdrættisskuldabréf árið 1974 til að fjármagna lagningu hringvegarins. Vegna sóttvarna er fámennt í þingsal hverju sinni en þingmenn fylgjast með umræðum annars staðar frá.Vísir/Vilhelm Önnur umræða um aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldursins fór fram á Alþingi í dag. Þar er kveðið á umalls kyns útgjöld og tilhliðranir fyrir fyrirtæki og heimili til að lina áfallið sem hlýst af faraldrinum. Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður Vinstri grænna nefndi þann möguleika í ræðu sinni að ríkissjóður gæfi út skuldabréf fyrir almenning til ákveðinna verkefna. „Þetta hefur áður verið gert bæði í kreppum og sérstökum verkefnum hér á landi," sagði Ólafur Þór. Þetta hafi meðal annars verið gert þegar ráðist var í að ljúka hringveginum með byggingu Skeiðarárbrúnna. Þá voru gefin út svo kölluð happdrættisskuldabréf í fimm ár til tíu ára hver skuldabréfaflokkur og voru bréfin upp á 1.000 krónur hvert bréf meðal annars vinsælar fermingargjafir. Bréfin voru framtals- og skattfrjáls og gefin út á handhafa og dregnir voru út vinningar reglulega úr potti tölusettra bréfanna. Ólafur Þór sagði núverandi farsótt ekki sambærilega þessu verkefni. „Hins vegar gæti hún verið tilefni til þess að gefa þeim sem eru aflögufæri tækifæri til að leggja hluta af sínum fjármunum í ríkisskuldabréf og létta þar með undir með ríkinu. Þá má annars vegar hugsa sér að þetta gæti verið í formi bréfa til sérstakra verkefna. Ég nefni þá sérstaklega menn myndu kannski horfa til þess að bréfin væru græn og menn gætu valið í vissum tilvikum að kaupa slík bréf. Ég held að þetta sé eitthvað sem við í að minnsta kosti getum skoðað í framhaldinu," sagði Ólafur Þór. Megin verkefnið nú væri að stjórnvöld væru að stíga annað stóra skrefið í að að koma til móts við samfélagi, heimilin og fyrirtækin í landninu. „Við munum þurfa að stíga fleiri skref. En því skynsamlegri sem þessi skref verða því auðveldari verður viðspyrnan þegar faraldurinn er genginn yfir," sagði Ólafur Þór Gunnarsson.
Tengdar fréttir Stefnt að afgreiðslu sex aðgerðamála á Alþingi í dag Alþingi kom saman í morgun til að ræða sex stjórnarmál um auknar aðgerðir í efnahagsmálum vegna áhrifa kórónuveirunnar og er stefnt að því að ljúka öllum umræðum og samþykkt laga í dag. Þeirra á meðal er fjárfestingarátak til að auka atvinnu á þessu ári. 30. mars 2020 12:07 Vilja að starfsfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu fái 200 þúsund í bónus Fimm flokkar stjórnarandstöðunnar leggja til að 30 milljörðum verði varið til viðbótar við þær efnahagsaðgerðir sem ríkisstjórnin hefur þegar kynnt. 30. mars 2020 12:18 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
Stefnt að afgreiðslu sex aðgerðamála á Alþingi í dag Alþingi kom saman í morgun til að ræða sex stjórnarmál um auknar aðgerðir í efnahagsmálum vegna áhrifa kórónuveirunnar og er stefnt að því að ljúka öllum umræðum og samþykkt laga í dag. Þeirra á meðal er fjárfestingarátak til að auka atvinnu á þessu ári. 30. mars 2020 12:07
Vilja að starfsfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu fái 200 þúsund í bónus Fimm flokkar stjórnarandstöðunnar leggja til að 30 milljörðum verði varið til viðbótar við þær efnahagsaðgerðir sem ríkisstjórnin hefur þegar kynnt. 30. mars 2020 12:18
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent