Vill skoða skuldabréfaútgáfu til almennings Heimir Már Pétursson skrifar 30. mars 2020 14:09 Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður Vinstri grænna. vísir/einar Þingmaður Vinstri grænna setti fram þá hugmynd á Alþingi í dag að ríkissjóður gæfi út skuldabréf sem almenningur gæti keypt til að standa undir tilteknum verkefnum. Vísaði hann til þess þegar ríkissjóður gaf út svo kölluð happdrættisskuldabréf árið 1974 til að fjármagna lagningu hringvegarins. Vegna sóttvarna er fámennt í þingsal hverju sinni en þingmenn fylgjast með umræðum annars staðar frá.Vísir/Vilhelm Önnur umræða um aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldursins fór fram á Alþingi í dag. Þar er kveðið á umalls kyns útgjöld og tilhliðranir fyrir fyrirtæki og heimili til að lina áfallið sem hlýst af faraldrinum. Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður Vinstri grænna nefndi þann möguleika í ræðu sinni að ríkissjóður gæfi út skuldabréf fyrir almenning til ákveðinna verkefna. „Þetta hefur áður verið gert bæði í kreppum og sérstökum verkefnum hér á landi," sagði Ólafur Þór. Þetta hafi meðal annars verið gert þegar ráðist var í að ljúka hringveginum með byggingu Skeiðarárbrúnna. Þá voru gefin út svo kölluð happdrættisskuldabréf í fimm ár til tíu ára hver skuldabréfaflokkur og voru bréfin upp á 1.000 krónur hvert bréf meðal annars vinsælar fermingargjafir. Bréfin voru framtals- og skattfrjáls og gefin út á handhafa og dregnir voru út vinningar reglulega úr potti tölusettra bréfanna. Ólafur Þór sagði núverandi farsótt ekki sambærilega þessu verkefni. „Hins vegar gæti hún verið tilefni til þess að gefa þeim sem eru aflögufæri tækifæri til að leggja hluta af sínum fjármunum í ríkisskuldabréf og létta þar með undir með ríkinu. Þá má annars vegar hugsa sér að þetta gæti verið í formi bréfa til sérstakra verkefna. Ég nefni þá sérstaklega menn myndu kannski horfa til þess að bréfin væru græn og menn gætu valið í vissum tilvikum að kaupa slík bréf. Ég held að þetta sé eitthvað sem við í að minnsta kosti getum skoðað í framhaldinu," sagði Ólafur Þór. Megin verkefnið nú væri að stjórnvöld væru að stíga annað stóra skrefið í að að koma til móts við samfélagi, heimilin og fyrirtækin í landninu. „Við munum þurfa að stíga fleiri skref. En því skynsamlegri sem þessi skref verða því auðveldari verður viðspyrnan þegar faraldurinn er genginn yfir," sagði Ólafur Þór Gunnarsson. Tengdar fréttir Stefnt að afgreiðslu sex aðgerðamála á Alþingi í dag Alþingi kom saman í morgun til að ræða sex stjórnarmál um auknar aðgerðir í efnahagsmálum vegna áhrifa kórónuveirunnar og er stefnt að því að ljúka öllum umræðum og samþykkt laga í dag. Þeirra á meðal er fjárfestingarátak til að auka atvinnu á þessu ári. 30. mars 2020 12:07 Vilja að starfsfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu fái 200 þúsund í bónus Fimm flokkar stjórnarandstöðunnar leggja til að 30 milljörðum verði varið til viðbótar við þær efnahagsaðgerðir sem ríkisstjórnin hefur þegar kynnt. 30. mars 2020 12:18 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Sjá meira
Þingmaður Vinstri grænna setti fram þá hugmynd á Alþingi í dag að ríkissjóður gæfi út skuldabréf sem almenningur gæti keypt til að standa undir tilteknum verkefnum. Vísaði hann til þess þegar ríkissjóður gaf út svo kölluð happdrættisskuldabréf árið 1974 til að fjármagna lagningu hringvegarins. Vegna sóttvarna er fámennt í þingsal hverju sinni en þingmenn fylgjast með umræðum annars staðar frá.Vísir/Vilhelm Önnur umræða um aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldursins fór fram á Alþingi í dag. Þar er kveðið á umalls kyns útgjöld og tilhliðranir fyrir fyrirtæki og heimili til að lina áfallið sem hlýst af faraldrinum. Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður Vinstri grænna nefndi þann möguleika í ræðu sinni að ríkissjóður gæfi út skuldabréf fyrir almenning til ákveðinna verkefna. „Þetta hefur áður verið gert bæði í kreppum og sérstökum verkefnum hér á landi," sagði Ólafur Þór. Þetta hafi meðal annars verið gert þegar ráðist var í að ljúka hringveginum með byggingu Skeiðarárbrúnna. Þá voru gefin út svo kölluð happdrættisskuldabréf í fimm ár til tíu ára hver skuldabréfaflokkur og voru bréfin upp á 1.000 krónur hvert bréf meðal annars vinsælar fermingargjafir. Bréfin voru framtals- og skattfrjáls og gefin út á handhafa og dregnir voru út vinningar reglulega úr potti tölusettra bréfanna. Ólafur Þór sagði núverandi farsótt ekki sambærilega þessu verkefni. „Hins vegar gæti hún verið tilefni til þess að gefa þeim sem eru aflögufæri tækifæri til að leggja hluta af sínum fjármunum í ríkisskuldabréf og létta þar með undir með ríkinu. Þá má annars vegar hugsa sér að þetta gæti verið í formi bréfa til sérstakra verkefna. Ég nefni þá sérstaklega menn myndu kannski horfa til þess að bréfin væru græn og menn gætu valið í vissum tilvikum að kaupa slík bréf. Ég held að þetta sé eitthvað sem við í að minnsta kosti getum skoðað í framhaldinu," sagði Ólafur Þór. Megin verkefnið nú væri að stjórnvöld væru að stíga annað stóra skrefið í að að koma til móts við samfélagi, heimilin og fyrirtækin í landninu. „Við munum þurfa að stíga fleiri skref. En því skynsamlegri sem þessi skref verða því auðveldari verður viðspyrnan þegar faraldurinn er genginn yfir," sagði Ólafur Þór Gunnarsson.
Tengdar fréttir Stefnt að afgreiðslu sex aðgerðamála á Alþingi í dag Alþingi kom saman í morgun til að ræða sex stjórnarmál um auknar aðgerðir í efnahagsmálum vegna áhrifa kórónuveirunnar og er stefnt að því að ljúka öllum umræðum og samþykkt laga í dag. Þeirra á meðal er fjárfestingarátak til að auka atvinnu á þessu ári. 30. mars 2020 12:07 Vilja að starfsfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu fái 200 þúsund í bónus Fimm flokkar stjórnarandstöðunnar leggja til að 30 milljörðum verði varið til viðbótar við þær efnahagsaðgerðir sem ríkisstjórnin hefur þegar kynnt. 30. mars 2020 12:18 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Sjá meira
Stefnt að afgreiðslu sex aðgerðamála á Alþingi í dag Alþingi kom saman í morgun til að ræða sex stjórnarmál um auknar aðgerðir í efnahagsmálum vegna áhrifa kórónuveirunnar og er stefnt að því að ljúka öllum umræðum og samþykkt laga í dag. Þeirra á meðal er fjárfestingarátak til að auka atvinnu á þessu ári. 30. mars 2020 12:07
Vilja að starfsfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu fái 200 þúsund í bónus Fimm flokkar stjórnarandstöðunnar leggja til að 30 milljörðum verði varið til viðbótar við þær efnahagsaðgerðir sem ríkisstjórnin hefur þegar kynnt. 30. mars 2020 12:18