Dagur fjögur og fimm: Ferðalangur í eigin landi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. mars 2020 11:00 Garpur Elísabetarson ferðast einn um Ísland á tímum kórónuveiru. Um helgina hitti hann þessa fallegu hreindýrahjörð. Vísir/Garpur Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er á einstöku ferðalagi um landið. Hann skrifar ferðadagbók hér á Vísi á meðan á ferðinni stendur: Eftir góðan göngutúr á Falljökli hvíldi ég lúna fætur á Fosshotel Glacier Lagoon í Öræfum. Góðum svefn seinna lagði ég af stað á þjóðveginum og fyrsta stopp var skammt undan, á Jökulsárlóni. Þar var mjög mikill vindur, þannig að stoppið var stutt. Ég kíkti þó við í Vestri-Fellsfjöru og heilsaði upp á strandaða ísjakanna þar. Klippa: Dagur 4 og 5 - Ferðalangur í eigin landi Með örstopppi á Stokksnesi var ég svo kominn á Austurlandið. Nálægðin við fjöllin og hafið er svakaleg þegar maður keyrir hringveginn eftir fjörðunum. Bæirnir ríma vel við landslagið og gæti maður alveg hugsað sér að setjast bara að í hverju stoppi. Gunnarshús á Skriðuklaustri.Vísir/Garpur Ég hafði frétt af hreindýra hjörð á Breiðdalsheiði og var ég fljótur að bregðast við því. Ég þurfti reyndar að stoppa nokkrum sinnum og skoða kort til þess að vita hvar Breiðdalsheiðin væri, en fann hana þó á endanum. Ég keyrði fram hjá bónda sem var út i að keyra með hundinn sinn. Hundurinn hljóp á undan og bóndinn keyrði á eftir. Ekki algeng sjón, en bóndinn gat þó bent mér í rétt átt á eftir hjörðinni sem stóð á beit skammt undan. Ég reyndi að fara varlega að hjörðinni, en hreindýrin hafa sennilega heyrt og fundið mig koma langt áður en ég mætti og byrjuðu að skokka rólega í burtu. En ég náði þó að fylgja þeim eftir í skamma stund. Það var mikil upplifun að hitta þennan flotta hóp á Breiðdalsheiði.Vísir/Garpur Þessa skamma stund leið alltof fljótt og leið mér eins og litlu barni á jólunum að hafa hitt öll þessi hreindýr í einni kássu. Eftir að ég hafði hringt í bróður minn og reynt að deila gleðinni með einhverjum þá lagði ég af stað og förinni heitið á Óbyggðarsetrið, sem er inni í Norðurdal í Fljótsdal. Keyrslan þangað var afar fögur og staðsetningin var eins og í einhverju ævintýri, sem og húsið sjálft. Það er búið að hugsa fyrir hverju smáatriði og upplifunin einstök. Vísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur Elísabetarson Dagur sex hófst og ég keyrði af stað. Ég var svo sem ekki með plan, en rúntaði um firðina og skoðaði mig um. Það var sól og blíða þennan laugardag og hlýtt þegar vindurinn hagaði sér. Þeir fossar sem ég skoðaði voru flestir í klakaböndum og höfðu lítið fyrir sér. Margir fossar landsins eru nú frosnir. Vísir/Garpur Ég eyddi svo nóttinni á gistiheimili Birtu á Egilsstöðum áður en ég hélt af stað á Norðurlandið. Ég gat þó ekki yfirgefið Austurland án þess að koma við í Stuðlagili í Jökuldal í Fljótsdalshéraði. Stuðlagil á Jökuldal á Fljótsdalshéraði er að finna náttúruperlu sem lengi var lítt þekkt.Vísir/Garpur Ég hafði komið þar síðasta sumar og það er einstakur staður. Stuðlagil var í vetrarbúning og eyddi ég síðustu mínútum mínum á austurhluta Íslands með tveimur krummum sem ég hef ákveðið að séu þeir sömu og borðuðu allt kexið mitt á Falljökli. Stuðlagil kom ekki almennilega í ljós fyrr en eftir að Kárahnjúkavirkjun var tekin í notkun og vatnsmagnið í Jökulsá á Dal, eða Jöklu, snarminnkaði.Vísir/Garpur Fram undan er svo vetraríkið Norðurland og ég er mjög spenntur að skoða og kanna það á næstu dögum. Næstu daga ferðast Garpur Elísabetarson um landið. Garpur er aleinn en vopnaður myndavélum fyrir ferðadagbók, sem hann heldur úti hér á Vísi og í Bítinu á Stöð 2. Garpur heimsækir íslenskar náttúruperlur og hvetur Íslendinga til að kynnast landinu sínu betur. Einnig er hægt að fylgjast með Garpi á Instagram og á Facebook-síðunni Ferðalangur í eigin landi. Ferðalagið er unnið í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar. Ferðalög Ferðalangur í eigin landi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Dagur þrjú: Ferðalangur í eigin landi Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er á einstöku ferðalagi um landið. 27. mars 2020 11:00 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Sjá meira
Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er á einstöku ferðalagi um landið. Hann skrifar ferðadagbók hér á Vísi á meðan á ferðinni stendur: Eftir góðan göngutúr á Falljökli hvíldi ég lúna fætur á Fosshotel Glacier Lagoon í Öræfum. Góðum svefn seinna lagði ég af stað á þjóðveginum og fyrsta stopp var skammt undan, á Jökulsárlóni. Þar var mjög mikill vindur, þannig að stoppið var stutt. Ég kíkti þó við í Vestri-Fellsfjöru og heilsaði upp á strandaða ísjakanna þar. Klippa: Dagur 4 og 5 - Ferðalangur í eigin landi Með örstopppi á Stokksnesi var ég svo kominn á Austurlandið. Nálægðin við fjöllin og hafið er svakaleg þegar maður keyrir hringveginn eftir fjörðunum. Bæirnir ríma vel við landslagið og gæti maður alveg hugsað sér að setjast bara að í hverju stoppi. Gunnarshús á Skriðuklaustri.Vísir/Garpur Ég hafði frétt af hreindýra hjörð á Breiðdalsheiði og var ég fljótur að bregðast við því. Ég þurfti reyndar að stoppa nokkrum sinnum og skoða kort til þess að vita hvar Breiðdalsheiðin væri, en fann hana þó á endanum. Ég keyrði fram hjá bónda sem var út i að keyra með hundinn sinn. Hundurinn hljóp á undan og bóndinn keyrði á eftir. Ekki algeng sjón, en bóndinn gat þó bent mér í rétt átt á eftir hjörðinni sem stóð á beit skammt undan. Ég reyndi að fara varlega að hjörðinni, en hreindýrin hafa sennilega heyrt og fundið mig koma langt áður en ég mætti og byrjuðu að skokka rólega í burtu. En ég náði þó að fylgja þeim eftir í skamma stund. Það var mikil upplifun að hitta þennan flotta hóp á Breiðdalsheiði.Vísir/Garpur Þessa skamma stund leið alltof fljótt og leið mér eins og litlu barni á jólunum að hafa hitt öll þessi hreindýr í einni kássu. Eftir að ég hafði hringt í bróður minn og reynt að deila gleðinni með einhverjum þá lagði ég af stað og förinni heitið á Óbyggðarsetrið, sem er inni í Norðurdal í Fljótsdal. Keyrslan þangað var afar fögur og staðsetningin var eins og í einhverju ævintýri, sem og húsið sjálft. Það er búið að hugsa fyrir hverju smáatriði og upplifunin einstök. Vísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur Elísabetarson Dagur sex hófst og ég keyrði af stað. Ég var svo sem ekki með plan, en rúntaði um firðina og skoðaði mig um. Það var sól og blíða þennan laugardag og hlýtt þegar vindurinn hagaði sér. Þeir fossar sem ég skoðaði voru flestir í klakaböndum og höfðu lítið fyrir sér. Margir fossar landsins eru nú frosnir. Vísir/Garpur Ég eyddi svo nóttinni á gistiheimili Birtu á Egilsstöðum áður en ég hélt af stað á Norðurlandið. Ég gat þó ekki yfirgefið Austurland án þess að koma við í Stuðlagili í Jökuldal í Fljótsdalshéraði. Stuðlagil á Jökuldal á Fljótsdalshéraði er að finna náttúruperlu sem lengi var lítt þekkt.Vísir/Garpur Ég hafði komið þar síðasta sumar og það er einstakur staður. Stuðlagil var í vetrarbúning og eyddi ég síðustu mínútum mínum á austurhluta Íslands með tveimur krummum sem ég hef ákveðið að séu þeir sömu og borðuðu allt kexið mitt á Falljökli. Stuðlagil kom ekki almennilega í ljós fyrr en eftir að Kárahnjúkavirkjun var tekin í notkun og vatnsmagnið í Jökulsá á Dal, eða Jöklu, snarminnkaði.Vísir/Garpur Fram undan er svo vetraríkið Norðurland og ég er mjög spenntur að skoða og kanna það á næstu dögum. Næstu daga ferðast Garpur Elísabetarson um landið. Garpur er aleinn en vopnaður myndavélum fyrir ferðadagbók, sem hann heldur úti hér á Vísi og í Bítinu á Stöð 2. Garpur heimsækir íslenskar náttúruperlur og hvetur Íslendinga til að kynnast landinu sínu betur. Einnig er hægt að fylgjast með Garpi á Instagram og á Facebook-síðunni Ferðalangur í eigin landi. Ferðalagið er unnið í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar.
Næstu daga ferðast Garpur Elísabetarson um landið. Garpur er aleinn en vopnaður myndavélum fyrir ferðadagbók, sem hann heldur úti hér á Vísi og í Bítinu á Stöð 2. Garpur heimsækir íslenskar náttúruperlur og hvetur Íslendinga til að kynnast landinu sínu betur. Einnig er hægt að fylgjast með Garpi á Instagram og á Facebook-síðunni Ferðalangur í eigin landi. Ferðalagið er unnið í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar.
Ferðalög Ferðalangur í eigin landi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Dagur þrjú: Ferðalangur í eigin landi Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er á einstöku ferðalagi um landið. 27. mars 2020 11:00 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Sjá meira
Dagur þrjú: Ferðalangur í eigin landi Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er á einstöku ferðalagi um landið. 27. mars 2020 11:00