Innlent

Heimir Jónasson er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Heimir Jónasson.
Heimir Jónasson.

Heimir Jónasson, markaðsráðgjafi og fyrrverandi dagskrárstjóri Stöðvar 2, er látinn, 53 ára að aldri. 

Heimir lést á líknardeild Landspítalans síðastliðinn laugardag, en hann greindist með taugahrörnunarsjúkdóminn CBGD í byrjun árs 2018.

Heimir útskrifaðist úr University of Television and Film í München árið 1995 og starfaði meðal annars sem dagskrárstjóri Stöðvar 2, á markaðsdeild Icelandair, framleiðslustjóri hjá Latabæ, hjá Íslensku auglýsingastofunni og Dale Carnegie og sem framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs.

Þá rak Heimir um árabil eigið markaðsfyrirtæki, Icelandic Cowboys.

Heimir lætur eftir sig eiginkonu, Berglindi Magnúsdóttur, og þrjú börn, þau Markús, Áshildi og Silju.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.