Innlent

Ekkert lát á suð­vestan­áttinni

Atli Ísleifsson skrifar
Spákortið fyrir hádegið eins og það leit út um klukkan sjö í morgun.
Spákortið fyrir hádegið eins og það leit út um klukkan sjö í morgun. Veðurstofan

Ekkert lát er á suðvestanáttinni sem ráðið hefur ríkjum á landinu um helgina. Frekar mun bæta í vindinn í dag og þá sér í lagi norðan heiða. Þannig er spáð 15 til 23 metrum á sekúndu norðantil, en 8 til 15 sunnanlands.

Veðurstofan spáir að súld verði vestantil á landinu, en annars bjart með köflum. Hiti 3 til 12 stig, hlýjast á Suðausturlandi.

„Á morgun dregur úr vindi en áfram mun vera vætusamt um landið vestanvert og eftir hádegi færist úrkoman austur yfir landið. Annað kvöld mun síðan draga úr úrkomu og kólna.

Seint á miðvikudag snýst síðan í norðlægar áttir með snjókomu norðanlands og talsverðu frosti í öllum landshlutum,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Á vef Vegagerðarinnar segir að hálkublettir séu á köflum um norðanvert landið og eins sé hvassviðri víða en að mestu greiðfært um landið sunnanvert.

Veðurhorfur næstu daga:

Á þriðjudag: Vestan 8-13 m/s og rigning, en að mestu þurrt austast. Hiti 1 til 7 stig.

Á miðvikudag: Stíf vestlæg átt og él, en þurrt að kalla austanlands. Snýst í allhvassa eða hvassa norðanátt um kvöldið með snjókomu fyrir norðan en léttir til syðra. Kólnandi.

Á fimmtudag: Hvöss norðanátt með snjókomu, en bjartviðri syðst. Dregur úr vindi og úrkomu eftir hádegi. Talsvert frost víðast hvar.

Á föstudag: Norðan strekkingur og él fyrir norðan og austan, en léttskýjað annars staðar. Talsvert frost.

Á laugardag: Minnkandi norðanátt, dálítil él norðan- og austanlands en annars léttskýjað. Áfram kalt í veðri.

Á sunnudag: Fremur hæg norðlæg eða breytileg átt, stöku él með norður- og austurströndinni, en annars léttskýjað. Kalt í veðri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×