Fréttir

Framverðir í veirubaráttunni í Víglínunni

Heimir Már Pétursson skrifar

Fámenn framvarðasveit fólks með her heilbrigðisstarfsfólks að baki sér er beinlínis á víglínunni í þeirri baráttu sem samfélagið á nú í við hina skæðu kórónuveiru og covid19 sjúkdóminn sem hún veldur. Tveir slíkir framverðir mæta í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttamanns í dag.

Í fyrri hluta þáttarins er rætt við Má Kristjánsson yfirlækni smitsjúkdómadeildar Landspítalans þar sem öll starfsemi hefur verið endurskipulögð til að efla varnir íslenska heilbrigðiskerfisins og möguleika þess til að taka á afleiðingum þess að þúsundir manna smitist og hundruð manna þurfi á sértækri læknisþjónustu að halda.

Svala Jóhannsdóttir verkefnastýra Frú Ragnheiðar hjá Rauða kross Íslands er daglega á vettvangi þar sem viðkæmustu einstaklingar samfélagsins berjast fyrir lífi sínu. Fólk með alvarlega fíknisjúkdóma og neytir vímuefna í æð daglega. Þessi hópur þarf nú að glíma við þurð á ólöglega vímuefnamarkaðnum vegna takmarkana á ferðalögum og aðgangur að bestu meðferð sem er möguleg er ekki alltaf til staðar.

Ekki missa af fólkinu sem raunverulega veit hvað er að gerast í kórónu veiru faraldrinum hér á landi sem og annars staðar í heiminmum í Víglínunni. Þátturinn er í opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 17:40 og kemur snemma í kvöld inn á sjónvarpshluta Vísis.


Tengdar fréttir

Kórónuveirusmit á sængurlegudeild

Kórónuveirusmit kom upp á sængurlegudeild Landspítalans í gærkvöldi. Nýbakaður faðir, sem reyndist smitaður, hafði verið á spítalanum með móður og barni í fimm daga - meðal annars verið á vökudeild. Yfirljósmóðir segir að reglur hafi nú verið hertar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.