Innlent

Staðfest smit orðin 963

Andri Eysteinsson skrifar
Staðfestum smitum vegna kórónuveirunnar heldur áfram að fjölga.
Staðfestum smitum vegna kórónuveirunnar heldur áfram að fjölga. Vísir/Vilhelm

Staðfest smit vegna kórónuveirunnar er nú orðin 963. Smitum hefur því fjölgað um 67 frá því í gær þegar þau voru 896.

Á upplýsingasíðunni covid.is kemur fram að nú séu rétt undir 10 þúsund manns í sóttkví en um 3.991  hafa lokið sóttkví. Þá hafa verið tekin 14.635 sýni.

18 eru á sjúkrahúsi þar af 6 á gjörgæslu.  97 hefur batnað.

Líkt og undanfarnar vikur verður upplýsingafundur almannavarna og landlæknis klukkan 14:00 í dag. Fundurinn verður í beinni útsendingu hér á Vísi.

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Alma D. Möller landlæknir munu fara yfir stöðu mála með tilliti til COVID-19 hér á landi.

Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, er gestur fundarins í dag. Hún mun ræða þau verkefni sem velferðarsvið borgarinnar vinnur að vegna COVID-19.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.