Staðfest smit vegna kórónuveirunnar er nú orðin 963. Smitum hefur því fjölgað um 67 frá því í gær þegar þau voru 896.
Á upplýsingasíðunni covid.is kemur fram að nú séu rétt undir 10 þúsund manns í sóttkví en um 3.991 hafa lokið sóttkví. Þá hafa verið tekin 14.635 sýni.
18 eru á sjúkrahúsi þar af 6 á gjörgæslu. 97 hefur batnað.
Líkt og undanfarnar vikur verður upplýsingafundur almannavarna og landlæknis klukkan 14:00 í dag. Fundurinn verður í beinni útsendingu hér á Vísi.
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Alma D. Möller landlæknir munu fara yfir stöðu mála með tilliti til COVID-19 hér á landi.
Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, er gestur fundarins í dag. Hún mun ræða þau verkefni sem velferðarsvið borgarinnar vinnur að vegna COVID-19.