Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar

Rúmlega 100 manns með COVID19 sjúkdóminn voru með meðalslæm eða versnandi einkenni í dag en yfir 600 manns voru einkennalitnir. Sex eru á gjörgæslu og í öndunarvél og eru fjölskyldutengsl á meðal sumra sem þar liggja. Við ræðum við Má Kristjánsson, yfirlækni smitsjúkdóma í kvöldfréttum klukkan hálf sjö.

Þar segjum við líka frá því að heilbrigðiskerfið er nú í óða önn að undirbúa sig fyrir verstu mögulega spá um þróun faraldursins. Nú þegar er róðurinn farinn að þyngjast þegar innlögnum fjölgar.

Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem Mjólkursamsölunni er gert að greiða tæplega fimm hundruð milljónir króna í sekt fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína. Sektin er einnig fyrir að torvelda rannsókn Samkeppniseftirlitsins.

Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.