Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar

Rúmlega 100 manns með COVID19 sjúkdóminn voru með meðalslæm eða versnandi einkenni í dag en yfir 600 manns voru einkennalitnir. Sex eru á gjörgæslu og í öndunarvél og eru fjölskyldutengsl á meðal sumra sem þar liggja. Við ræðum við Má Kristjánsson, yfirlækni smitsjúkdóma í kvöldfréttum klukkan hálf sjö.

Þar segjum við líka frá því að heilbrigðiskerfið er nú í óða önn að undirbúa sig fyrir verstu mögulega spá um þróun faraldursins. Nú þegar er róðurinn farinn að þyngjast þegar innlögnum fjölgar.

Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem Mjólkursamsölunni er gert að greiða tæplega fimm hundruð milljónir króna í sekt fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína. Sektin er einnig fyrir að torvelda rannsókn Samkeppniseftirlitsins.

Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×