Goðsögn LA Rams líkir nýja merki liðsins við typpi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2020 16:00 Los Angeles Rams goðsögnin Eric Dickerson tekur sjálfu með stuðningsmönnum félagsins. Getty/Alika Jenner NFL-liðið Los Angeles Rams er að flytja á nýjan glæsilegan leikvang í úthverfi Los Angeles í haust og félagið ákvað að markaðssetja liðið upp á nýtt með nýju merki. Það eru hins vegar ekki allir sáttir með það og þar á meðal ein stærsta goðsögnin í sögu Hrútanna. Eric Dickerson var dögunum valinn í hundrað ára úrvalslið NFL-deildarinnar sem einn af tólf bestu hlaupurum sögunnar. Hann ræddi nýja merkið í viðtali við Los Angeles Times. Nýja merki Los Angeles Rams er skammstöfunin LA þar sem A-ið myndar um leið horn á hrúti. Eric Dickerson finnst að merkið ætti frekar að vera merki Los Angeles Chargers liðsins sem mun deila nýja leikvanginum í Inglewood með Los Angeles Rams. The ?????? ?????????????? Rams pic.twitter.com/qyspVxoHWX— Los Angeles Rams (@RamsNFL) March 23, 2020 „Ef þú segðir mér að þetta sé merki Chargers liðsins þá myndi ég svara að þetta væri svo sem í lagi. Stuðningsmennirnir okkar hata það. Þeir eru ekki hrifnir. Það eru þeir sem munu vera með það á sér. Fólkið á skrifstofunni klæðast því en þau kaupa þau ekki,“ sagði Eric Dickerson við Los Angeles Times. „Sumir segja að það líti út eins og typpi og það gerir það. Það segir svo margt. Það ætti að vera nóg svo að fólkið hjá Rams viðurkenni að þau hafi gert mistök,“ sagði Eric Dickerson Eric Dickerson on new Rams logo: It looks like a penis https://t.co/VZWm0bvmlu @FourVerts pic.twitter.com/FVt8wWesYY— NY Daily News Sports (@NYDNSports) March 26, 2020 Eric Dickerson var hlaupari hjá Los Angeles Rams á árunum 1983 til 1987 og var efstur í hlaupametrum í deildinni á þremur af þessum fjórum tímabilum og þá var hann fjórum sinnum valinn í lið ársins á þessum árum sínum hjá Rams. Eric Dickerson gerði meira en það því tímabilið 1984 setti hann met sem stendur enn þegar hann hljóp með boltann 2105 jarda og bætti þá met O. J. Simpson. Eric Dickerson var tekinn inn í frægðarhöllina árið 1999 en hann hefur alltaf verið óhræddur að segja skoðun sína á opinberum vettvangi og er vinsæll viðmælandi í bandarískum íþróttafjölmiðlum. Þetta er samt örugglega í fyrsta sinn sem merki íþróttaliðs þykir minna menn á getnaðarlim en sýnir svart á hvítu hvað Eric Dickerson og fleiri eru ósáttir með þetta nýja merki félagsins. .@RamsNFL fans, I reviewed your comments regarding our new logos and share in your disappointment. I ll be speaking with the Rams on our behalf. Please like if you prefer the logo on the left and retweet to vote for the logo on the right (Rams booster club).-The Rambassador pic.twitter.com/wZuzCzwdER— Eric Dickerson (@EricDickerson) March 25, 2020 NFL Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
NFL-liðið Los Angeles Rams er að flytja á nýjan glæsilegan leikvang í úthverfi Los Angeles í haust og félagið ákvað að markaðssetja liðið upp á nýtt með nýju merki. Það eru hins vegar ekki allir sáttir með það og þar á meðal ein stærsta goðsögnin í sögu Hrútanna. Eric Dickerson var dögunum valinn í hundrað ára úrvalslið NFL-deildarinnar sem einn af tólf bestu hlaupurum sögunnar. Hann ræddi nýja merkið í viðtali við Los Angeles Times. Nýja merki Los Angeles Rams er skammstöfunin LA þar sem A-ið myndar um leið horn á hrúti. Eric Dickerson finnst að merkið ætti frekar að vera merki Los Angeles Chargers liðsins sem mun deila nýja leikvanginum í Inglewood með Los Angeles Rams. The ?????? ?????????????? Rams pic.twitter.com/qyspVxoHWX— Los Angeles Rams (@RamsNFL) March 23, 2020 „Ef þú segðir mér að þetta sé merki Chargers liðsins þá myndi ég svara að þetta væri svo sem í lagi. Stuðningsmennirnir okkar hata það. Þeir eru ekki hrifnir. Það eru þeir sem munu vera með það á sér. Fólkið á skrifstofunni klæðast því en þau kaupa þau ekki,“ sagði Eric Dickerson við Los Angeles Times. „Sumir segja að það líti út eins og typpi og það gerir það. Það segir svo margt. Það ætti að vera nóg svo að fólkið hjá Rams viðurkenni að þau hafi gert mistök,“ sagði Eric Dickerson Eric Dickerson on new Rams logo: It looks like a penis https://t.co/VZWm0bvmlu @FourVerts pic.twitter.com/FVt8wWesYY— NY Daily News Sports (@NYDNSports) March 26, 2020 Eric Dickerson var hlaupari hjá Los Angeles Rams á árunum 1983 til 1987 og var efstur í hlaupametrum í deildinni á þremur af þessum fjórum tímabilum og þá var hann fjórum sinnum valinn í lið ársins á þessum árum sínum hjá Rams. Eric Dickerson gerði meira en það því tímabilið 1984 setti hann met sem stendur enn þegar hann hljóp með boltann 2105 jarda og bætti þá met O. J. Simpson. Eric Dickerson var tekinn inn í frægðarhöllina árið 1999 en hann hefur alltaf verið óhræddur að segja skoðun sína á opinberum vettvangi og er vinsæll viðmælandi í bandarískum íþróttafjölmiðlum. Þetta er samt örugglega í fyrsta sinn sem merki íþróttaliðs þykir minna menn á getnaðarlim en sýnir svart á hvítu hvað Eric Dickerson og fleiri eru ósáttir með þetta nýja merki félagsins. .@RamsNFL fans, I reviewed your comments regarding our new logos and share in your disappointment. I ll be speaking with the Rams on our behalf. Please like if you prefer the logo on the left and retweet to vote for the logo on the right (Rams booster club).-The Rambassador pic.twitter.com/wZuzCzwdER— Eric Dickerson (@EricDickerson) March 25, 2020
NFL Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira