Lífið

Ábreiða Daða af laginu Fuego slær í gegn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Daði kom sér fyrir heima hjá sér í Berlín og negldi lagið. 
Daði kom sér fyrir heima hjá sér í Berlín og negldi lagið. 

Daði Freyr hefur heldur betur slegið í gegn um alla Evrópu síðustu vikur eftir að hafa slegið í gegn með laginu Think about things.

Daði Freyr og Gagnamagnið áttu að taka þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision í Rotterdam í maí en búið er að aflýsa keppninni og mun hann því ekki fara með lagið í lokakeppni Eurovision. Laginu var spáð mjög góðu gengi af veðbönkum.

Eftir að keppninni var aflýst ákvað Daði að gefa frá sér ábreiðu af laginu Fuego sem sló í gegn í keppninni árið 2018.

Þá lenti söngkonan Eleni Foureira í öðru sæti í Eurovision í Lissabon en hún keppti fyrir hönd Kýpurs.

Hér að neðan má sjá útkomuna hjá Daða en þegar þess grein er skrifuð hefur verið horft á ábreiðuna 170 þúsund sinnum á YouTube.


Tengdar fréttir

Daði Freyr klár að keppa í Eurovision 2021 ef RÚV gefur grænt ljós

Í gær greindi Vísir frá því að Daði Freyr gæti ekki hugsað sér að taka þátt í Söngvakeppninni á næsta ári en ákveðið hefur verið að öll þau lög sem komust í gegnum undankeppnir Evrópulandanna í ár verða ekki gjaldgeng í keppnina í Rotterdam 2021.

„Ég fer ekki aftur í Söngvakeppnina“

„Fyrir mig persónulega er þetta ekkert rosalega svekkjandi þannig sé en mér finnst leiðinlegt að hafa misst af tækifærinu að prófa þetta og taka þátt í þessu brjálæði sem Eurovision er.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.