Sport

Dag­skráin í dag: Bikar­úr­slita­leikir, körfu­bolta­veisla og raf­í­þróttir

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sportið í dag og Sportið í kvöld verða á sínum stað í dag.
Sportið í dag og Sportið í kvöld verða á sínum stað í dag. vísir/vilhelm

Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar.

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.

Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.

Á Stöð 2 Sport er farið um víðan völl. Dagurinn hefst á fjórum handboltaleikjum frá úrslitakeppninni í Olís-deild karla og kvenna á síðasta ári áður en rifjaðir eru upp þrír Meistaradeildarleikir frá síðustu þremur leiktíðum.

Úrslitaleikur Borgunarbikarsins árið 2014 í karlaflokki og úrslitaleikur Borgunarbikar kvenna árið 2013 fylgja í kjölfarið á Sportinu í dag og fleiri bikarúrslitaleikir eru svo á dagskránni er líða fer á kvöldið.

Stöð 2 Sport 2

Á Stöð 2 Sport 2 er körfubolti frá morgni fram á kvöld. Frábærir leikir KR og Tindastóls sem og Grindavíkur og KR í karlaflokki sem og leikir Keflavíkur og Snæfells og Hauka og Snæfells í kvennaflokki.

Stöð 2 Sport 3

Bikarveislan í fótbolta heldur áfram á Stöð 2 Sport 3 þar sem er sýnt frá undanúrslitum bikarsins og úrslitaleikjum síðustu ára, bæði í karla og kvennaflokki. Síðasti bikartitill Fram í karlaflokki og Stjörnunnar í kvennaflokki er meðal annars til sýningar.

Stöð 2 eSport

Rafíþróttirnar eiga hug Stöð 2 Sport eSport eins og nafnið gefur til að kynna. Sýnt er bæði frá Counter Strike sem og leik Fylkis og Þórs í Vodafone-deildinni.

Stöð 2 Golf

The Players meistaramótið er fyrirferðamikið á Stöð 2 Golf í dag. Sýnt verður frá lokadeginum á mótunum sem fóru fram 2017 og 2017.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.