Lífið

Kann ekkert í eldhúsinu en náði að matreiða dýrindis kjötböllur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sindri er kannski ekki sá besti í eldhúsinu.
Sindri er kannski ekki sá besti í eldhúsinu.

Við erum flest meira og minna heima um þessar mundir, förum minna út að borða og eldum því oftar.

Í þætti gærkvöldsins í Íslandi í dag fór Eva Laufey heim til Sindra Sindrasonar og kenndi honum og okkur öllum að gera ekta ítalskar kjötbollur á einfaldan hátt.

Eva sem byrjar í kvöld með nýja þætti á Stöð 2, Matarboð með Evu, segir þennan rétt einnig tilvalinn til að elda með krökkum, rétt sem þau ættu öll að vilja borða.

Í þættinum kom fram að Sindri Sindrason er ekkert sérstakur í eldhúsinu og eldar í raun aldrei heimavið. Hann á ótal eldhúsáhöld og tæki sem hann hefur hreinlega aldrei notað.

Hér að neðan má sjá uppskrift af réttinum:

Ítalskar kjötbollur

·500 g nautahakk

·500 g svínahakk

·1 dl brauðrasp

·3 hvítlauksrif, marin

·2 msk. Fersk steinselja, smátt söxuð

·2 msk. Fersk basilíka, smátt söxuð

·1 dl rifinn parmesan ostur

·1 egg, létt pískað

·Salt og pipar, magn eftir smekk

·400 g spagettí

·Salt

·Ólífuolía

Aðferð:

1. Forhitið ofninn í 180°C

2. Blandið öllum hráefnum saman með höndunum og búið til jafn stórar bollur úr deiginu.

3. Raðið kjötbollunum í eldfast mót og sáldrið olíu yfir bollurnar og setjið inn í ofn við 180°C í 25 – 30 mínútur. Á meðan bollurnar eru í ofninum er gott að útbúa tómat-og basilsósuna.

4. Sjóðið spagettí í vel söltu vatni samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum, hellið vatninu frá og bætið smjörklípu eða ólífuolíu út á.

5. Berið fram með nýrifnum parmesan osti og steinselju.

Tómat-og basilíkusósa.

·1 msk ólífuolía

·1 laukur, smátt skorinn

·2 gulrætur, smátt skornar

·2 hvítlauksrif, marin

·500 ml tómata passata eða hakkaðir tómatar

·½ kjúklingateningur

·1 msk fersk steinselja, smátt söxuð

·1 msk fersk basilíka, smátt söxuð

·Skvetta af hunangi

·Salt og pipar

Aðferð:

1. Hitið olíu við vægan hita í potti, steikið lauk, gulrætur og hvítlauk í eina til tvær mínútur.

2. Bætið öllu hráefninu í pottinn, kryddið duglega og leyfið sósunni að malla á meðan þið búið til kjötbollurnar.

3. Maukið með töfrasprota ef þið viljið mjög fíngerða sósu.

4. Berið fram með kjötbollunum og spagettí.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.