Innlent

Bátur strandaði við höfnina á Drangs­nesi

Atli Ísleifsson skrifar
Ákveðið var að taka áhöfnina í land og bíða eftir flóði í þeirri von að losa bátinn þannig.
Ákveðið var að taka áhöfnina í land og bíða eftir flóði í þeirri von að losa bátinn þannig. Björgunarsveitin Björg

Bátur strandaði við höfnina við Kokkálsvík á Drangsnesi í gærkvöldi.

Björgunarsveitin Björg greinir frá því á Facebook-síðu sinni að aðstoðarbeiðni hafi borist og hafi björgunarsveitarmenn farið á bátnum Pólstjörnunni og skoðað aðstæður.

Var í kjölfarið ákveðið að taka áhöfnina í land og bíða eftir flóði í þeirri von að losa bátinn þannig.

„Svo var farið kl 06:00 og báturinn dreginn af strandstað á Pólstjörnunni og gat báturinn siglt undir eigin vélarafli í höfn,“ segir í færslunni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.