Innlent

Íslensk erfðagreining fær grænt ljós frá Persónuvernd

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Kári Stefánsson er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári Stefánsson er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/vilhelm

Persónuvernd hefur fallist á umsókn íslenskrar erfðagreiningar um leyfi fyrir vísindarannsókn tengda COVID 19. Stofnunin afgreiddi umsóknina til vísindasiðanefndar síðdegis í gær.

Í umsögn persónuverndar kemur fram að með vísan til þeirra almennu skilyrða sem gilda um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði, að ekki séu gerðar athugasemdir við að nefndin taki umsókn Íslenskrar Erfðagreiningar til efnislegrar afgreiðslu.

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur gagnrýnt Persónuvernd harðlega og sakað stofnunina um að draga fæturna við afgreiðslu á umsókn fyrirtækisins um að birta niðurstöður úr skimun fyrirtækisins fyrir kórónuveiru í samfélaginu í vísindagrein.

Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir stofnunina hafa unnið hörðum höndum að umsókninni alla helgina. Ganga hafi þurft úr skugga um að niðurstöðurnar brjóti ekki persónuverndarlög.


Tengdar fréttir

Kári segir Persónuvernd seka um glæp

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, birtir harðorða grein þar sem hann lýsir þeim hörmungum sem kórónuveiran hefur valdið bæði hér á landi og á heimsvísu. Hann beinir svo spjótum sínum að Persónuvernd og vandar þeirri stofnun ekki kveðjurnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×