Hugmyndin kviknaði vegna innilokunarkenndar í samkomubanni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. mars 2020 16:00 Rakel Tómas segir að það sé mikilvægt að einangra sig ekki á tímum sem þessum. Hún tengist sínum fylgjendum mikið í gegnum samfélagsmiðla. Mynd/Tara Tjörvadóttir Listakonan Rakel Tómasdóttir, betur þekkt sem Rakel Tómas, setti af stað litaáskorun í samkomubanninu sem vakið hefur verðskuldaða athygli. Rakel birtir daglega myndir af nýjum verkum og fylgja margir aðrir sama þema og sýna eigin verk á samfélagsmiðlum. Hún segir að þetta sé tækifæri fyrir fólk til að skapa eitthvað saman án þess að vera í sama rými. „Ég hef verið að teikna síðan ég man eftir mér, en á menntaskólaárunum fór ég að taka því alvarlega. Árið 2017 byrjaði ég að teikna í þeim stíl sem ég er orðin þekkt fyrir í dag og hef verið að þróa hann áfram síðan þá,“ segir Rakel í samtali við Vísi. Forsaga málsins er sú að Rakel er þekkt fyrir að vinna með svarta liti og gráa tóna í verkum sínum. Hún ákvað að taka sig á á meðan samkomubanninu stendur og gera litaverk á hverjum degi. Margir hafa stokkið á þessa hugmynd og birtast myndirnar á samfélagsmiðlum merktar #Litasamkoma. teikningar/rakel tómas Tilfinningar sem erfitt er að koma í orð „Ég reyni að hugsa ekki of mikið um innblástur eða áhrif á meðan ég vinn myndirnar. Ég sé þetta þannig að mitt hlutverk er að skoða sem mest, fara á söfn, lesa, ferðast, upplifa nýja hluti og leyfa svo líkamanum og undirmeðvitundinni að vinna úr upplýsingunum og koma þeim á blað,“ segir Rakel um innblásturinn á bak við hennar teikningar. „Í verkunum mínum vinn ég með kvenlíkamann, brýt hann upp á súrrealískan hátt og leitast við að túlka tilfinningar sem ég kem ekki í orð. Ég teikna myndirnar vanalega með blýanti, kolum og stundum bleki, en núna undanfarna daga hef ég verið að prófa mig áfram með liti.“ Í langan tíma hefur Rakel ætlað sér að ná betri tökum á litum. „Aðallega af því ég held að það muni opna fleiri möguleika og gera mér kleift að skapa fjölbreyttari verk. Ég hef oft byrjað að nota til dæmis tréliti eða olíumálningu en alltaf farið aftur í svart/hvítt því það er innan þægindarammans. Mér líður næstum eins og ég sé að fara nokkur ár aftur í tímann í hæfni þegar ég nota liti þannig það getur reynt á þolinmæðina. Það tekur auðvitað æfingu og tíma að ná almennilegum tökum á nýjum aðferðum og það er mikil hvatning að hafa fleiri með mér í þessu ferli.“ Teikningar/rakel tómas Gott fyrir andlegu hliðina að teikna Rakel segir að áframhaldandi áhrifin af áskoruninni á hennar stíl eigi bara eftir að koma í ljós. „Mig langar að halda áfram að hafa kvenlíkamann í aðalhlutverki í verkunum mínum, en það er það eina sem ég veit núna. Upphaflega var ekki planið að selja verkin sem ég geri í Litasamkomunni, en eftir að hafa fengið þónokkrar fyrirspurnir um þær að þá kemur það alveg til greina. Ætli ég selji ekki þær myndir sem ég verð ánægð með en í grunninn eru þetta bara æfingar og tilraunir.“ Nú þegar hefur Rakel birt myndir af fjölda listaverka í lit sem má sjá á Instagram síðu hennar. „Hugmyndin af Litasamkomunni kviknaði út frá smá innilokunarkennd í kjölfar samkomubannsins. Faraldurinn og aðgerðirnar tengdar honum hafa áhrif á okkur öll og mig langaði að gera eitthvað jákvætt í þessu ástandi. Litasamkoman er tækifæri fyrir okkur til að skapa eitthvað saman án þess að vera í sama rými. Það hjálpar andlegu hliðinni minni að teikna og á þessum erfiðu tímum er mikilvægt að við pössum vel uppá hana. Ég vona að þetta hvetji fólk til að opna á sína listrænu hlið, það er svo ótrúlega gott fyrir sálina að skapa." Rakel Tómas hefur vakið mikla athygli fyrir dagbækur sínar og falleg listaverk af konum og kvenlíkamanum.Mynd/Tara Tjörvadóttir Það geta allir tekið þátt og hver og einn teiknar eða málar í eigin stíl. „Litasamkoman virkar þannig að ég skipti vikunum eftir þema og hver dagur er svo með mismunandi orð innan þemans. Til að taka þátt þá teiknar þú mynd út frá orði dagsins og deilir henni á Instagram með millumerkinu #litasamkoma og merkir mig @rakeltomas þannig ég geti deilt í mínu story á Instagram.“ Í lok dagsins er svo hægt að skoða ótrúlega fjölbreytta túlkun frá mismunandi aðilum á sama orðinu. Margir eru byrjaðir að deila eigin teikningum og málverkum á Instagram undir millumerkinu litasamkomaMynd/Tara Tjörvadóttir Byrjendur jafnt sem fagmenn „Fyrstu vikuna langaði mig að vinna með landslag svo ég valdi frekar opin orð tengd því. Í þessari viku valdi ég lög eftir íslenskt tónlistarfólk, með þeim tilgangi að teikna eftir túlkun á hverju lagi fyrir sig. Næstu tvær vikur fá svo að koma í ljós.“ Rakel segir að viðbrögðin hafi verið vonum framar. „Það er mjög gaman hversu margir eru að taka þátt og það er mjög gaman að sjá öll þessi ólíku verk sem eiga samt öll eitthvað sameiginlegt. Þeir sem eru að taka þátt eru á öllum stigum, allt frá byrjendum til atvinnu teiknara. Það er öllum velkomið að taka þátt.“ Hún hvetur fólk til þess að nota samfélagsmiðla í samskipti á meðan samkomubanninu stendur. „Það er svo mikilvægt að við nýtum okkur tæknina á tímum sem þessum til að tengjast og komast aðeins nær hvort öðru. Það er auðvelt að einangrast og það að gera eitthvað saman í gegnum samfélagsmiðla getur munað miklu. Við erum öll í þessu saman.“ Áhugasamir geta fylgst með Rakel á Instagram. Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Sjá meira
Listakonan Rakel Tómasdóttir, betur þekkt sem Rakel Tómas, setti af stað litaáskorun í samkomubanninu sem vakið hefur verðskuldaða athygli. Rakel birtir daglega myndir af nýjum verkum og fylgja margir aðrir sama þema og sýna eigin verk á samfélagsmiðlum. Hún segir að þetta sé tækifæri fyrir fólk til að skapa eitthvað saman án þess að vera í sama rými. „Ég hef verið að teikna síðan ég man eftir mér, en á menntaskólaárunum fór ég að taka því alvarlega. Árið 2017 byrjaði ég að teikna í þeim stíl sem ég er orðin þekkt fyrir í dag og hef verið að þróa hann áfram síðan þá,“ segir Rakel í samtali við Vísi. Forsaga málsins er sú að Rakel er þekkt fyrir að vinna með svarta liti og gráa tóna í verkum sínum. Hún ákvað að taka sig á á meðan samkomubanninu stendur og gera litaverk á hverjum degi. Margir hafa stokkið á þessa hugmynd og birtast myndirnar á samfélagsmiðlum merktar #Litasamkoma. teikningar/rakel tómas Tilfinningar sem erfitt er að koma í orð „Ég reyni að hugsa ekki of mikið um innblástur eða áhrif á meðan ég vinn myndirnar. Ég sé þetta þannig að mitt hlutverk er að skoða sem mest, fara á söfn, lesa, ferðast, upplifa nýja hluti og leyfa svo líkamanum og undirmeðvitundinni að vinna úr upplýsingunum og koma þeim á blað,“ segir Rakel um innblásturinn á bak við hennar teikningar. „Í verkunum mínum vinn ég með kvenlíkamann, brýt hann upp á súrrealískan hátt og leitast við að túlka tilfinningar sem ég kem ekki í orð. Ég teikna myndirnar vanalega með blýanti, kolum og stundum bleki, en núna undanfarna daga hef ég verið að prófa mig áfram með liti.“ Í langan tíma hefur Rakel ætlað sér að ná betri tökum á litum. „Aðallega af því ég held að það muni opna fleiri möguleika og gera mér kleift að skapa fjölbreyttari verk. Ég hef oft byrjað að nota til dæmis tréliti eða olíumálningu en alltaf farið aftur í svart/hvítt því það er innan þægindarammans. Mér líður næstum eins og ég sé að fara nokkur ár aftur í tímann í hæfni þegar ég nota liti þannig það getur reynt á þolinmæðina. Það tekur auðvitað æfingu og tíma að ná almennilegum tökum á nýjum aðferðum og það er mikil hvatning að hafa fleiri með mér í þessu ferli.“ Teikningar/rakel tómas Gott fyrir andlegu hliðina að teikna Rakel segir að áframhaldandi áhrifin af áskoruninni á hennar stíl eigi bara eftir að koma í ljós. „Mig langar að halda áfram að hafa kvenlíkamann í aðalhlutverki í verkunum mínum, en það er það eina sem ég veit núna. Upphaflega var ekki planið að selja verkin sem ég geri í Litasamkomunni, en eftir að hafa fengið þónokkrar fyrirspurnir um þær að þá kemur það alveg til greina. Ætli ég selji ekki þær myndir sem ég verð ánægð með en í grunninn eru þetta bara æfingar og tilraunir.“ Nú þegar hefur Rakel birt myndir af fjölda listaverka í lit sem má sjá á Instagram síðu hennar. „Hugmyndin af Litasamkomunni kviknaði út frá smá innilokunarkennd í kjölfar samkomubannsins. Faraldurinn og aðgerðirnar tengdar honum hafa áhrif á okkur öll og mig langaði að gera eitthvað jákvætt í þessu ástandi. Litasamkoman er tækifæri fyrir okkur til að skapa eitthvað saman án þess að vera í sama rými. Það hjálpar andlegu hliðinni minni að teikna og á þessum erfiðu tímum er mikilvægt að við pössum vel uppá hana. Ég vona að þetta hvetji fólk til að opna á sína listrænu hlið, það er svo ótrúlega gott fyrir sálina að skapa." Rakel Tómas hefur vakið mikla athygli fyrir dagbækur sínar og falleg listaverk af konum og kvenlíkamanum.Mynd/Tara Tjörvadóttir Það geta allir tekið þátt og hver og einn teiknar eða málar í eigin stíl. „Litasamkoman virkar þannig að ég skipti vikunum eftir þema og hver dagur er svo með mismunandi orð innan þemans. Til að taka þátt þá teiknar þú mynd út frá orði dagsins og deilir henni á Instagram með millumerkinu #litasamkoma og merkir mig @rakeltomas þannig ég geti deilt í mínu story á Instagram.“ Í lok dagsins er svo hægt að skoða ótrúlega fjölbreytta túlkun frá mismunandi aðilum á sama orðinu. Margir eru byrjaðir að deila eigin teikningum og málverkum á Instagram undir millumerkinu litasamkomaMynd/Tara Tjörvadóttir Byrjendur jafnt sem fagmenn „Fyrstu vikuna langaði mig að vinna með landslag svo ég valdi frekar opin orð tengd því. Í þessari viku valdi ég lög eftir íslenskt tónlistarfólk, með þeim tilgangi að teikna eftir túlkun á hverju lagi fyrir sig. Næstu tvær vikur fá svo að koma í ljós.“ Rakel segir að viðbrögðin hafi verið vonum framar. „Það er mjög gaman hversu margir eru að taka þátt og það er mjög gaman að sjá öll þessi ólíku verk sem eiga samt öll eitthvað sameiginlegt. Þeir sem eru að taka þátt eru á öllum stigum, allt frá byrjendum til atvinnu teiknara. Það er öllum velkomið að taka þátt.“ Hún hvetur fólk til þess að nota samfélagsmiðla í samskipti á meðan samkomubanninu stendur. „Það er svo mikilvægt að við nýtum okkur tæknina á tímum sem þessum til að tengjast og komast aðeins nær hvort öðru. Það er auðvelt að einangrast og það að gera eitthvað saman í gegnum samfélagsmiðla getur munað miklu. Við erum öll í þessu saman.“ Áhugasamir geta fylgst með Rakel á Instagram.
Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Sjá meira