Innlent

Rannsaka kanínudauða í Elliðaárdal

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hræ af kanínu úr Elliðaárdalnum síðastliðinn laugardag.
Hræ af kanínu úr Elliðaárdalnum síðastliðinn laugardag.

Matvælastofnun rannsakar nú dauða fjölda kanína í Elliðaárdal. Á vef stofnunarinnar segir að henni hafi í morgun borist tilkynning um fjölda dauðra kanína í dalnum frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Þá hafi á annan tug ábendinga borist frá almenningi.

Meindýraeyðir borgarinnar hirti 36 hræ í dalnum í gær og 15 til viðbótar í morgun. Hefur MAST nú sent tíu hræ til sýnatöku og krufningar á Keldum til þess að rannsaka hvort smitsjúkdómur, eitrun eða annað hafi orðið dýrunum að bana.

Niðurstöður rannsóknarinnar verða birtar um leið og þær berast að því er segir á vef MAST.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×