Innlent

Rannsaka kanínudauða í Elliðaárdal

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hræ af kanínu úr Elliðaárdalnum síðastliðinn laugardag.
Hræ af kanínu úr Elliðaárdalnum síðastliðinn laugardag.

Matvælastofnun rannsakar nú dauða fjölda kanína í Elliðaárdal. Á vef stofnunarinnar segir að henni hafi í morgun borist tilkynning um fjölda dauðra kanína í dalnum frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Þá hafi á annan tug ábendinga borist frá almenningi.

Meindýraeyðir borgarinnar hirti 36 hræ í dalnum í gær og 15 til viðbótar í morgun. Hefur MAST nú sent tíu hræ til sýnatöku og krufningar á Keldum til þess að rannsaka hvort smitsjúkdómur, eitrun eða annað hafi orðið dýrunum að bana.

Niðurstöður rannsóknarinnar verða birtar um leið og þær berast að því er segir á vef MAST.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.